Þjóðólfur - 23.09.1869, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 23.09.1869, Blaðsíða 6
— 190 — 2. gr. Til flutnings í póstsekknum mun skip þetta veita viðtöku : bréfum, blöðum og öðrum prentuðum ritum, peningum og bögglum öilum, sem eigi vega meira en 10 merkur. Til flutnings verðr eigi tekið við chemiske brenni- steinsspítum, púðri, skeiðvatni, brennisteinssýru, saltsýru né öðrum málmefnum eða sýruefnum, sem um sig éta. 3. gr. Fyrir þær sendingar, sem áðr eru nefndar, stendr hverjum frjálst, að greiða borgun fyrir fram eða eptir á, nema bréf þau, sem öðrum eru á hendr falin, og þess konar sendingar sem kross- band er um, fyrir það hvorltveggja skal borgun ávallt greidd fyrir fram. Sömuleiðis skal borgun greidd fyrir fram fyrir allar sendingar til yfirvalda í Danmörku og til annara landa. Iíonungleg em- bættismál verða flutt kauplaust. 4. gr. 8 skildingar er ákveðinn flutningseyrir fyrir einföld bréf, sem eigi vega meira en 3 kvint, ef full borgun er greidd fyrir fram, en sé eigi full borgun greidd fyrir fram, er borgunin 12 skild. Fyrir bréf þau, er vega yflr 3 kvint og allt upp að 50 kvintum, er flutningseyrir tvöfaldr. Ekk- ert bréf má þyngra vera en 1 mörk (50 kvint). Fyrir þau bréf sem á er ritað »anbefales, rekommenderes, Nb. eða því um líkt, skulu goldn- ir 8 skildingar auk flutningseyris. Fyrir þau bréf, sem enginn móttökumaðr finnst að og beðin eru endrsend, skal að eins goldinn sá flutningseyrir, sem að upphafi var áskil- inn. Ef eitthvert það bréf skyldi glatast, sem ein- hverjum er á hendr falið, greiðir póstmálastjórnin 10 rd. í skaðabælr, en fyrir önnur bréf verða eng- ar skaðabætr goldnar. 5. gr. Flutningseyrir fyrir blöð og önnur prentuð rit, sem send eru að eins með krossbandi um og annað er eigi skrifað í en nafn móttökumannsins og þess er sendir, hvaðan þau séu send og hve nær, er ákveðinn þannig: fyrir allt að 8 kvint. þunga 4 skildingar — meir en 8 ogalltað 50 kvint. þunga 8 sk. 6. gr. Flutningseyrir fyrir peninga og aðra dýra muni verðr ákveðinn sumpart eplir þunga og sumpart eptir verði hinna sendu niuna. Að svo miklu leyti slíkt er sent í bréfum, verðr flutningseyrir eptir þtmga talinn samkvæmt 4. gr.; sé þessir munir aptr á móti sendir í poka, bögli eða kassa, verðr flutningseyrir reiknaðr eptir 7. grein. Skuliborg- un greiða eptir verði munanna, verðr flutningseyrir: fyrir allt að 50 rd.............. 8 sk. fyrir meira en 50 rd. og allt að lOOrd. 16sk. fyrir meir en lOOrd. . . . 16 sk. fyrir hverja 100 rd., og að tiltölu fyrir það, sem eigi nemur 100 rd. Póstmálastjórnin ábyrgist allar sendingar þannig, að hún skuldbindr sig til, að afhenda þær með ó- skemmdum umbúðum og innsigli. Aptr á móti tekr hún enga ábyrgð á tjóni því, sem á kann að verða við óböpp á sjó, rán eða þess konar. 7. gr. Flutningseyrir fyrir böggla er ákveðinn þannig: fyrir böggul, sein vegur eigi yfir 1 pund. 16sk. Fyrir tilvísunarbréf (Adressebreve) , sem fylgir bögglum, skal enga borgun greiða, en þau mega eigi þyngri vera en 3 kvint. Nú er sagt, hversu mikils virði sendingin sé, og skal þá greiða borgun samkvæmt því, sem áðr er sagt í 6. grein um flutningseyri eptir verði munanna. Sé eigi sagt, hvers virði munirnir sé, bætir póstmálastjórnin að eins 48 sk. fyrir hvert pund hinna nefndu smáböggla, ef þeir glatast. 8. gr. Flutningseyri má leysa með borgunarmerkjum (Frimærker), sem hljóða upp á 2, 3, 4, 8 eða 16 sk., og sem verða til kaups hjá póstafgreiðslu- manni í Reykjavík og fmrshöfn, annaðhvort hvert einstakt, eða svo hundruðum skiptir fyrir 2, 3, 4, 8 eða 16 rd. hvort hundrað. 9. gr. Skaðabótaskylda póstmálastjórnarinnar fyrir sendingar, sem henni er trúað fyrir, eráenda, þá er sá, er það er sent, heflr gefið viðrkenningu fyr- ir móttökunni, eða ef skaðabóta eigi er krafizt áðr ár sé liðið frá því sendingin kom í hendr póst- afgreiðslurnönuum. 10. gr. J>að mun síðar verða ákveðið, hvort og að hve miklu leyti, og ef svo verðr, með hvaða skilyrðum peningum verðr víxlað gegn ávísunum, þannig að þeir verði eigi sendir yfir hafið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.