Þjóðólfur - 23.09.1869, Side 7
— 191 —
11. gr.
Til Færeya og frá þeim verða scndingar tekn-
ar í póstsekkinn eptir þeim reglum og gegn sömu
borgun, sem frá er skýrt hér á undan.
12. gr.
Fyrir sendingar á millum Seyðisfjarðar og
Reykjavíkr skal að eins greiða helming borgunar
þeirrar, sem áðr er talin.
Kaupmannahofn 25. dag Agúst 1869.
S. Danneshjold Samsöe,
yfir-póstmálastjóri.
* ★
¥
Reglugjörð þessi er hér með birt eptir fyrir-
mælum póstmálastjórnarinnar í Iíaupmannahöfn.
Keykjavík 20. dag Sept. 1869.
O. Finsen.
DÁINN
— Priðja dag þessa mánaðar þóknaðist hinum
alvalda að burtkalla, staddan á ísafirði, okkar elsk-
aða bróður, kaupmann Árna Sandholt, 55 ára
gamlan, eptir nálægt 7 vikna þunga sjúkdóms-
legu. þessi sorgartíðindi gjörum við hér með
kunnug samhryggendum okkar, vinum og vanda-
mönnum hins sálaða.
Keykjavík, 16. dag Sept. 1869.
Sigríðr Guðmundsen, Ingibjörg Schulesen,
fædd Sandholt. fædd Sandholt.
BÓIÍAFREGN.
1. Frá prentsmiðjunni í Reykjavík er út komið
1. bindi af tímariti Jóns yfirdómara Petursson-
ar, á stærð 6 arkir, kostar 38 sk. og fæst til kaups
hjá útgefandanum. í því eru, fyrir utan formála,
1. ritgjörð um alþingistollinn, 2. œtt lconungs-
fulltrúa og hinna honunglcjörnu alþingismanna
1867. 3. landamerhjabref, 13 að tölu. 4. byrjun
af sýslumamiaœfum Boga Benidiktssonar. ð.byrj-
un af máldagabóhum Hóla-biskupsdœmis, Og 6.
ritgjörð um þriðjungamót i Rangárþingi og Ár-
nesþingi á söguöldinni og ýmislegt þar að lútandi.
2. BÓKAFREGNíhag prestaekknasjóðnum.
— Sigríðr Einarsdóttir, húsfrú herra kandidats
Eiríks Magnússonar, hefir snúið enskum ritlingi á
íslenzku, sem kallast: «Blóms trkarf an», látið
prenta hana í Lundúnum og binda f rautt saffían
ásinn kostnað, og gefið upplagið prestaekkna-
sjóðnum. Um leið og eg get þess, að þessi
ritlingr, sem er 141 bls. í 12 bl. broti og kost-
ar að eins 32 sk. hver, er ágæt barnabók, bæði
fögr og skemtileg, og að allr frágangr á henni er
mJög vandaðr, finn eg mér jafnskilt sem kært,
fyrir hönd þeirra, sem gjöfin er ætluð, að votta
velnefndri frú og báðum þeim heiðrshjónum inni-
lega þökk fyrir þetta veglyndi þeirra, eins og eg
líka treysti því, að það verði að tilætluðum notum,
með því að bæði andlegrar stéttar menn og aðrir
landsmenn kaupi þennan ritling, og þannig bæði
styrki hinar fátæku prestaekkjur og komi þvi til
leiðar, að þessi skemtilegi og snotri ritlingr, sem
er einka-rvel lagaðr til að glæða guðsótta og góð-
ar tilfinningar, útbreiðist sem mest og komist í
sem flestra unglinga hendr hér á landi, að svo
miklu leyti sem upplagið hrökkr til þess. j>eir,
sem vilja kaupa «Blómstrkörfuna», geta fengið hana
á skrifstofu minni.
Reykjavík, 17. dag Sept. 1869.
P. Pjetursson.
AUGLÝSINGAR.
— Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4.
Janúar 1861 allir þeir, sem telja til skulda í dán-
arbúinu eptir hjónin Einar Petrsson og Margretu
Loptsdóttur frá Syðra-Bakkakoti undir Eyafjöllum,
til þess innan 6 mánaða frá birtingu þessarar
innköllunar að lýsa kröfum sínum og sanna þær
fyrir skiptaráðanda hér í sýslu.
Kangiírþingsskrifstofn 3. Agúst 1869.
H. E. Johnsson.
— Allir þeir, sem telja til skulda í félagsbúi
bónda Vigfúsar Erlendssonar og látinnar konu
hans Katrínar Halldórsdóttur frá Miðeyarhólmi
í Austrlandeyahreppi, innkallasthér með, samkvæmt
opnu bréfi 4. Janúarl861 til þess innan 6mán-
aða frá birtingu þessarar innköllunar, að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda
hér í sýslu.
Kangárþingsskrifstofu 3. Agúst 1869.
H. E. Johnsson.
— Priðjudaginn hinn 2 8. dag Septembermán.
næstkomandi, kl. 10. f. m., verða eptir beiðni
herra yfirréttar-prokurators Jóns Guðmundssonar,
við opinbert uppboð, er haldið verðr á stakkstæði
kaupmanns Robbs hér í bænum, — seldar leifar
af timbrfarmi skipstjóra Jóhannessens frá Mandal,
og eru það:
nálægt 250 tylftir af 12 feta málsborðum, 6—12
feta löng, en nokkur lengri,
— 9 tylftir af 12 feta málsplönhum, 6—13
feta að lengd.
— 6 tylftir af 12 feta smáplönhum, 7—17 feta
á lengd.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík, 23. dag Agústmán. 1869.
A. Thorsteinsson.