Þjóðólfur - 18.10.1869, Side 2

Þjóðólfur - 18.10.1869, Side 2
ÚTLENDAR FRÉTTIR. Frá fréttaritara Torom hra kandid. Jdni A. Hjaltalín, London 30. Ágúst 1869. Sumarið heOr verið svona upp og niðr. Fyrri hluta Júlimánaðar var mesta blíðviðri, en síðari hlutann brá fremr til kalsa og rigninga og það hélzt lengi fram eptir þessum mánuði; voru menn því hræddir um, að uppskera yrði hér talsvert minni en í meðallagi; en þessa síðustu viku hefir verið hið bezta veðr og hiti svo mikill, sem þá mest er um hundadagana, og ætla menn að það bæti mikið úr. þinginu (hér á Englandi) varsagtupp, eða eins og þeir orða það hér »skotið á frest« hinn ll.þ. mán. J>ykir þelta þing eitthvert hið merkilegasta þing nú í seinni tíð. Kirkjulögin írsku fengu loks- ins framgang hér um bil í því formi, sem stjórn- in o: Mr. Gladstone og hans fylgismenn vildu; og vantaði þó ekki harða mótspyrnu af hendi lávarða og biskupa í efri málstofunni. En að lokum sáu þeir, að ekki væri um annað að gjöra en gefa eptir, því að annars mundu þessi lög fá framgang, þótt síðar yrði, hvað sem þeir segði. Allir fram- faramenn tóku þessuin málalyktum með mikilli gleði, eigi að eins vegna þess eina máls, heldr og vegna þess, að þeir stjórnendr, er nú hafa völdin í hendi, hafa fyllilega ásett sér að halda áfram að ráða bót á mörgum gömlum og hættulegum van- kvæðum, sem eru enn á lögum Englendinga, því að þótt margt sé frjálslegt og ágætt í stjórnarskip- un Englendinga, þá er þó æði-margt, sem þarf umbóta við, ef vel á að fara. Enda hafa bæði stjórnin og einstakir þiugmenn lýst yfir, að þeir mundi bera fram fjölda af frumvörpum og uppá- stungum í þá stefnu, er þingið næst kemr sam- an, og skal eg láta bíða að minnast á þær sér- staklega, þangað til þar að kemr. Eg gat um í síðasta bréfl mínu, að Frakka- keisari hefði kallað saman þingið til að ransaka kosningarbréf þingmanna. En þeim þótti það lít- ið erindi, og báðu keisara að láta þá þegar upp- skátt, hverjar frelsisrýmkanir hann mundi gefa, og varð keisari fljótt við þeim tilmælum, og lét birta þinginu bréf hinn 12. Júlí, og í því var verka- hringr þingsins á margan hátt rýmkaðr og vald þess aukið. Eptir þetta sóttu allir ráðgjafarnir um lausn, og veitti keisarinn þeim hana, því að með bréfi, sem nú var um getið, brcyttist staða þeirra eigi alllítið, og keisarinn tók sér annað ráðaneyti. Rétt á eptir var löggjafarþinginu skotið á frest þangað til í Október, en ráðið var kallað saman til að ræða þær frelsisbætr, sem keisari hafði lof- að. það lauk starfa sínum snemma í þ. mán., og af þeim ástæðum og útlistunum, sem það hefir gefið, má sjá, að Frakkar hafa fengið eigi alllitla frelsisbót, þótt eigi sé fullkomin þingstjórn eins og hér. Ráðgjafarnir eiga að vísu að hafa nokkra ábyrgð fyrir löggjafarþinginu, en þó hefir keisar- inn sjálfr alla aðalábyrgðina, og er nokkuð óljóst, hvernig henni skal skipt. En það, sem mestu máli skiptir, er það, að kcisarinn hefir ekki álitið sér annað fært en að láta þó að nokkru undan vilja þjóðarinnar, og úr því hann einu sinui hefir látið undan straumnum, svo þykir víst, að hann á endanum muni verða að fara alla leið, ef hann vill gjöra veldisstól Frakklands tryggan handa syni sínum. Napóleonshátíðin hinn 15. þ. mán. varhald- iu með sérlegri viðhöfn í París í ár, með því að nú eru rétt hundrað ár, síðan Napóleon gamli fæddist. Aðrir segja reyndar, að hann hafi fæðzt 1768 en ekki 69, en það skiplir litlu. Hið bezta og þakklátasta verk, er keisarinn gjörði við þessa hátíð var, að hann gaf öllum |>eim upp sakir, er voru í fangelsi fyrir politisltar yfirsjónir eðr óvar- legar ritgjörðir um “keisarann og stjórn hans. Er þetta verk lofað mjög í blöðum Frakka, en þó geta menn ekki ætlazt til, að þeir, sem fyrir því urðu, sé mjög þakklátir fyrir það, því að þeir þóttust ekki hafa mælt á móti öðru en lögleysu og kúgun keisarans, og verðr varla annað sagt, ef óvilhalt er álitið, en að margir þeirra hafi mátt sæta nokk- uð hörðum kostum. — Keisarinn hefir verið tals- vert lasinn þenna mánuð, og eru menn alls eigi óhræddir um, að þessi lasleiki geti orðið hættu- legr. það er bágt að segja, hvaða afleiðingar það mundi hafa, ef keisarinn félli frá nú, meðan sonr hans er enn svo ungr, að hann ekki getr tekið við stjórninni, og eru því Frakkar sem von er mjög áhyggjufullir með heilsu keisarans. — Hinn 15- þ. mán. misti Frakkland einn af sínum merkustu mönnum, marskálk Niel, hermálaráðgjafa. Hann hafði sjö um sextugt og hafði tekið þátt í Krim- stríðinu og stríðinu á Ítalíu 1859, og sýnt mikinn dugnað í báðum ; 1867 varð hann hermálaráðgjafi, og þótti það embætti ekki hafa verið í betri höndum; segja blöðin, að keisari þefði eigi getað mist nokk- urn mann, er honum var meiri missir að. Á Spáni hafa verið óeirðir nokkrar. Don Carlos hertogi af Madrid af Burbonna-ættinni hefir verið að reyna til að reisa flokk á ýmsum stöðum á Spáni, og urðu nokkur uppþot sumstaðar, en Þ°

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.