Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 4
— 28 lagagildl hér á landi, hafa nú árlegir reikningar eðr reikninga-«ágrip» að vísu sézt áprentifyrir fjárgæzlu flestra hinna aðkvæðameiri opinberra sjóða og stofnana, sem undir embættisvaldinu standaj en vér skjótum því ódegir undir álit há- yfirvaldanna sjáifra, er láta prenta þessleiðis reikn- inga árlega á lausqm blöðum, hvort heidr inn- heptum, eins og er um reikninga spítalasjóðannií hjá herra biskupinum yfir íslandi, og um. reikn- inga allra Norðr-og austramtssjóðanna II aðtölu, hvort hér með er fullnægt þeirri «birtingu» reikninganna «á prenti» er kóngsúrskurðrinn skip- ar með berum orðum. Getrverið, að þetta megi til sanns vegar færa, svo framarlega að ef t. d. herra biskupinn annast um, að til hvers presta- kalls komi með skilum 1 expl. af læknasjóðsreikn- ingunum, og amtmaðrinn í Norðramtinu 1 expl. af sínum reikningum lil hvers hrepps og hvers sýslu- manns í hans amti. Vér skulum láta ósagt nema þessir 2 æðri embættismenn fullnægi birtingu þess- ara reikninga sinna á sagðan hátt1, en hitt mun óhætt að fortaka, að hreppstjórarnir hér sunnan- iands, að minsta kosti í nærsveitunum hér við Reykjavík, hafi ekki fengið send til birtingar þessi sannarlega eptirtektaverðu «ÁGRIP» af reikningi jafnaðarsjóðsins í Suðramtinu, Thorkilliisjóðsins og styrktarsjóðs konungslandsetanna, sem öllhafaverið prentuð öðrumegin á laus kvartista-blöð fyrir þau 3 næstliðnu ár 1866, 1867 og 1868. Og hvað sem líðr fráganginum á þessum reikninga-ágripum stiptamtsins að öðru leyti, að því er snertir 2. aðalákvörðun kóngsúrskurðarins: hvað þau sé «ná- kvæm og greinileg», en um það verðr eigi hjá komizt að fara nokkrum orðum síðar ígreinþess- ari, þá verðr ekki með neinu móti sagt, að þau sé «birt» á prenti», eins og úrskurðrinn skipar, með svofeldri tilhögun. Og þó að vér viljum engan veginn halda því fast fram, að eigi megi heita birting reikninga á prenti, nema þeir komi út í þjóðólG, og er hann þó sjálfsagt hið eina blað nú um stundir hér á landi, sem löggilt er til að færa opinberar skj'rsl- ur og auglýsingar, þá virðist samt fult tilefni til að vekja athygli háyfirvalda þessara að því, fyrst og fremst: að léti þau ársreikninga sína koma út í þjóðólfi, þá væri þeir þar með svo óyggjandi 1) VJr vitnm eins, afc bá%ir hinir nefndu hnfibiDgjar hafa árlega og brlflega sent ritstjbra pjdihdifs 1 expl af þess- um prentuþu ársreikningum þeirra; stiptamtiíi aptr í mdti heír láti<) sína ágripsgreikninga-kvartista af hendi vit) oss, hafl þess veriti beiulínis farit á leit. birtir sem framast má verða. í annan stað verðr prentunarkostnaðrinn mun minni, ef reikningarnir eru látnir koma út í þjóðólfi hvort heldr er í að- alblaðinu eðr í «viðaukablaði». Utgefandi þjóðólfs hefir aldrei á seinni árum tekið meiri borgun fyrir skýrslur og reikninga opinberra sjóða en 9 mrk. 12 sk. fyrir korpusdálkinn 51 línu, það ef sem næst 3 sk. á línuna. Eptir þessari tiltölu hefði birting á skýrslum og reikníngum Norðr-og Áustramtssjóðanna 1866, í þjóðólfi, ekki kostað meira en ........................•. 18—20 rd. auk 1 rd. 32 sk. fyrir hvert 100 aukaexpl. (heil örk), er amtmaðr vildi fá til sérstak- legrar útbýtingar. En eptir amtsreikn- ingunum 1868 hefir prentunar-, pappírs og heptingarkostnaðrinn á reikningunum 1866 verið samtals.................34rd.44sk. Eptir reikningum læknasjóðsins frá biskupsdæm- inu, árið 1868, þá hefir prentunar og pappírs- kostnaðr reikninganna 1867 verið samt. llrd.66sk. Ef þessir sömu reíkningar hefði verið birtir í þjóðólfi, hefði þeir allir til samans komizt á 3—31/., dálk, og prentunar- og pappírs-kostnaðrinn því numið að eins 5rd. 24sk. auk 4 mrk, fyrir hvert 100 af aukaexpl. (hálf örk), er biskupinn vildi fá til sérstakrar útbýtingar. Mismunrinn á kostnaði við prentun og til pappírs undir ágripsreikninga stiptamtsins, eins og þeir eru nú hafðir, yrði sjálfsagt miklu minni, af því hér er um smámuni eina að ræða, þar sem ágrip þessi cru svo einkar smáfeld; sést eigi heldr af seinni ára ágripunum, hver að hafi verið prentunarkostn- aðr jafnaðarsjóðsreikningsins árið næst á undan; en reikningságrip Thorkilliisjóðsins og konungs- landsetasjóðsins mundu bæði til samans eigi fara fram úr 30—40 dálklínum þjóðólfs, og hefði því prentunarkostnaðrinn hér í blaðinn eigi farið fram úr 1 rd. 24 sk., en í ágripunum er hann 1 rd. 79 sk. fyrir þessi litlu ágrip bæði til samans. (Niðrl. í næsta bl.). — SPÍTALAHLUTIRNIR og tilskipun 10. kgúst 1868 á Alþingi 1869. (Framhald). Úr því að svo margar og almenn- ar bænarskrár komu til þingsins nú í sumar, var það svo sem sjálfsagt, að það væri til meðferðar tekið af þinginu og nefnd kosin til að íhuga það; því að þótt tilskipunin 10. dag Ágústmánaðar væri ný, og sumum þætti það ísjárvert, að fara að raska við svo nýrri iöggjöf, og þótt sumir af meirihluta þingsins 1867 hefði helzt óskað, að þingið skyti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.