Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 5
— 29 — skolleyrunum við þessum bænarskrám, þá var það þó flestum eðr öllum þingmönnum Ijóst, að eigi óygði að virða að vettugi svo almennar bænarskrár. það var þannig kosin 5 manna nefnd í málið, og voru þeir: 1. Hallgrímr Jónsson, þingmaðr Borgfirð- *nga, 2. dr. Grímr Thomsen, þingmaðr Bangæinga, 3. sira þórarinn Böðvarsson, þingmaðr Gullbringu- sýslu, 4. etazráð þ. Jónasson, konungkjörinn, og 5. Torfi Einarsson, þingmaðr Strandasýslu. Vér ætlum nú víst, að vel bafi tekizt að kjósa menn * nefnd þessa; þarsem 3 þessara manna voru þeir þingmanna, að bæði sjálfa þá og kjördæmi þeirra varðaði löggjöf þessi fremr flestum öðrum þingmönnum, og gagnkunnugir öllum báttum sjó- manna hér syðra og við ísafjarðardjúp, eða þar, sem fiskiveiðar eru mestar hér á landi, og hlutu því að sjá fremr öðrum, hvað haganlegast var bæði fyrir gjaldþegnana, og eins hversu gjaldheimtunni yrði haganlegast fyrir komið. J>á getr og heldr engi neitað, að etazráð Th. Jónasson hafði hinn mesta kunnugleika til þessa máls, þar sem hann bæði hefir verið svo lengi hér á Suðrlandi, þar sem fiskiaflinn er mestr og löggjöfin því hvað mest snertir, og með því að hann líka áðr hefir fengizt við mál þetta. Um hinn 5. nefndarmann- inn geta nú reyndar verið misjafnar skoðanir, hversu heppilegt það hafi verið, að kjósa hann í nefnd þessa; því að auk þess, að það mátti svo sem ganga að því vísu, að þar sem hann má telja nokkurs konar höfund að þessari með öllu óhaf- andi löggjöf 10. Ág. 1868, eða hennar «pottr og panna» sem menn segja, þá mundi hann halda sömu skoðun enn ; en versti gallinn á honum er vafalaust sá, að þótt hann búi við sjó, og hafi lengi við sjávarafla fengizt, þá er það f rauninni eigi of hermt, að hann er þessu máli lítt kunnugr, og með öllu of ókunnugr til að sjá, hvað við á hér á Suðrlandi, þar sem t. a. m. svo má með sanni að orði kveða, að alt sé ein veiðistaða frá Grinda- vík suðr með fram öllum ströndum landsins, og það upp á Akranes, of til vill, yfir einar 14 mílur; því að þótt hann treysti sér til að vita, eða gæti vitað um allan afla, sem á land kæmi um eina vertíð, eða svo sern tveggja mánaða tíma í ann- ari eins veiðistöðu og við «Gjögr» í Strandasýslu, þar sem fácin skip lenda svo að segja öll í sömu vörinni, þá er alt öðru máli að gegna hér á Suðr- landi, þar sem á margra rnílna svæði róið er alt árið um kring mörg hundruð ferjum, sinni frá bverjum bænum, og svo að segja sinni hvern dag- *nn. En liversu sem því er varið, þá mátti ganga að því vísu, að þingmaðr Strandasýslu mundi halda sinni skoðun fast fram, og eigi Iáta sannfærast, og þegar má að slíku vísu ganga, þá getr nú sannlega verið vafamál, livort slíka menn eigi í nefndir að kjósa, eða hvaða gagn þeir þar gjöri, því að það er þó auðséð, að það er eigi til ann- ars, en að vekja ágrcining þegjr í nefndinni, sundra þinginu á eptir, og spilla þannig fyrir málalokum; enda reyndist svo einnig hér, að Torfi Einarsson gat eigi komið sér saman við meðnefndarmenn sína, en hélt sína fyrri götu, eða vék að eins út af henni, að oss virðist auðsætt, einungis til þess að gjöra löggjöfina enn þá flóknari og óaðgengi- l.egri, en hún áðr var, ef nokkur vegr til þess lægi. Meirihluti nefndarinnar skoðaði enn málið, svo sem það hafði af öllum, sem við það höfðu fengizt, verið áðrskoðað, að «tilgangr stjórnarinn- ar með frumvarpi því, sem hún lagði fyrir þingið 1867, hefði verið sá einn, að ákveða gjaldið fast- ar, og gjöra innheimtuna greiðari og vafaminni, og meðfram auka tekjurnar, án þess að ípyngja, gjaldendum. Meiri hluti nefndarinnar aðhylltist því og studdi í álitsskjali sínu aðalniðrslöðu bæn- arskránna, er núkomu til þingsins víðs vegar að úr landinu,— en þær voru allar 14, sem nú komu til þingsins á einu máli um það, að taka tilsk. 10. Ágúst 1868 úr lögum, eða þá að minsta kosti að fresta gildi hennar og framkvæmd, en að aptr verði látið haldast fyrst um sinn, og þangað til ný lög yrði sett um þetta mál, hið forna spí- talahlutargjald eins og verið hefir, eptir tilsk. 27. Mai 1746. Um þessi aðalatriði voru allar bænar- skrárnar á einu máli. Samkvæmt þessu réð meiri hluti nefndarinnar þinginu til, að beiðast þess: 1. Að tilsk. 10. Ágúst 1868 um breytingu ágjaldi spítalahlutanna verði numin úr lögum hið allra- fyrsta, eða fyrir næsta gjalddaga. 2. Að frumvarp það, sem stjórnin lagði fyrir þingið 1867 verði óbreytt gjört að lögum og eptir því goldið á vori komanda; eða 3. A5 frumvarp það, sem lagt var fyrir Alþingi 1867 verði lagt fyrir næsta Alþingi óbreytt, eðabreytt eptir tillögum meirihluta nefndarinnar á síðasta þingi, en að þangað til það yrði að lögum, yrði gjald til læknasjóðsins greitt eptir tilskipun 27. Maí 17461. Minni hluti nefndarinnar ('l’orfi Einarsson) gat 1) Nefndarálitib í Alþ.tíb 1869, II, 205-254; atk»æbaskrá- in met) atkvæbagreitíslunni bls. 321—27; bæuarskrá þings- ins bls, 335 — 338.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.