Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.12.1869, Blaðsíða 3
27 — — Reikningsltapr af stjórn og tiihögun opin- berra sjóða og stofnana. (Framh.). Konungsúrskurðrinn 2. Marz 1861 skiptist í 2 aðalkafla. Hinn fyrri kaflinn eðr að- alkaflinn skipar fyrir um það, hvernig reiknings- skaprinn eigi að vera lagaðr og hvenær og hvernig liann skuli af hendi leyetr og auglýstr vera; síðari kaflinn skipar, að auglýsing reikninganna skuli vera á kostnað sjóðanna eðr stofnananna sjálfra. Fyrri kafli úrskurðarins er svo greinilegr og skiljan- legr og ákvarðanir hans svo ljóst fram teknar og sundrliðaðar, sem framast getr hugsazt, og má skipta þeim niðr í þessi 4 höfuðatriði. 1. Reikninga eðr skilagreinir fyrir opinberum sjóð- um og stofnunum á að «birta á prenti» ár- lega. 2. Reikningar þessir eiga að vera *greinilegir og nákvœmir». 3. Reikningarnir eiga að vera birtir eða birtast á prenti svo fljótt sem verða má, «eptir að þeir eru samdir». 4. Birting reikninganna má því als ekki bíða þess, að endrskoðun þeirra sé lokið né úrskurðr um endrskoðunina, heldrá «að gœta pess, að í nœstu »reikningum, sem samdir eru, eptir að hinir fyrri «reikningarnir eru á enda kljáðir, verði gjörð «grein fyrir þeim breytingum, er á þeim hafa «orðið, þá er útgjört var um þá». Allr aðdragandi og undirbúningr kgsúrsk. 2. Marz 1861 laut nú eingöngu að «opinberum sjóð- um og stofnunum», þ. e. þessleiðis, sjóðum og stofnunum öllum, sem eru undir stjórn og um- sjón embættisvaldsins, að einu og öllu, niðr- jöfnun aðaltekjanna handa sumum sjóðunum (t. d. jafnaðarsjóðunum), eptirlit og yflrumsjón með því, að þessar tekjur og aðrar, sem fastákveðnar eru eðr umsamdar, komi sjóðnum eðr stofnuninni til góða, að útgjöldin sé eigi önnur og fé sjóðsins sé cigi öðruvísi varið heldr en eptir því sem er lög- ákveðið eðr um samið. Endrskoðun árreikning- anna og úrskurðarvaldið er einnig að öllu í hönd- um embættisstjórnarinnar, og hefir yfir höfuð að tala legið undir stjórnardeildina íslenzku í Khöfn, síðan hún komst á fót 1848. Eins og meun vita, er öllu þessu varið á annan veg með annan flokk sjóða og stofnana; þær eru að vísu óháðar embættisvaldinu og em- bættisstjórninni eðr landsstjórninni að öllu, en samt eru þær rélt nefndar opinberar stofn- anir, að því leyti, að þær sjálfar varða almenn- ing, eru til orðnar og stefna að því að vera al- menningi til hagsmuna, og að þær og stjórn þeirra eru því skilyrði bundnar með samþyktarlögum frá upphafi, að kjósaskuli félagsstjórn og féhirðir ár- lega eðr annaðhvort ár o. s. frv., að féhirðir skuli semja ársreikning, að þann reikning skuli kjörnir menn endrskoða, og að birta skuli síðan á prenti ársreikninginn. Svona er með allar felagsstofnanir og samslcotastofnanir hvers kyns sem eru, Og um sumar gjafa-stofnanirnar eðr «legötin», þegar af- vinna þeirra er ekki einskorðuð við neitt víst eðr einstaklegt, og gefandinn hefir ekki frá upphati ákveðið, að yfirstjórn stofnunarinnar skuli vera í höndum hins æðra embættisvalds, heldr annaðhvort einhvers af hinum óæðri stjórnarvöldum, t. d. sveitastjórnendum, eins og er um Hjaltsteðs-le- gatið (er getið var í síðasta bl.), eðr eptir því sem í stofnunarbréfinu er ákveðið trá upphafi um það, hvernig stjórn stofnunarinnar skuli skipað á annan hátt. Af þessleiðis stofnunum höfum vér einnig nú orðið eigi all-lítinn vísi, er allar hafa myndazt á þessari öldinni hjá oss : Biblíufélagið, Bókmenta- félagið, IIúss- og bústjórnarfélagið í Suðramtinu, Sjúkrahúsfélagið í Reykjavík; og af samskota- sjóðum og stofnunum má nefna: bræðrasjóðinn, prestaskólasjóðinn, prestaekknasjóðinn o. fl. það er nú hvorttveggja, að í öllum stofnunarskrám eðr samþyktarlögum félaga þessara og stofnana, er það á skilið, að auglýsa skuli á prenti ársreikning fé- lagsins eðr sjóðsins, enda hefir þess jafnan gætt verið yfir höfuð að tala, fram á hin síðustu ár, með alla þá sjóði og stofnanir, er vér nú nefnd- um'. Einmitt þetta, hvað að slík hin ýmsu nýu samtakafélög og stofnanir, sem eru undir forsjá kosinnar stjórnar úr flokki sjálfa þeirra, auglýstu greinilegustu reikninga yfir tekjur og útgjöld og allan fjárhag þeirra, var það er meðfram opnaði augu almennings um nauðsyn og sjálfsagða skyldu embættisvaldsins, að auglýsa einnig á prenti árlega reikninga þeirra opinberra sjóða og stofnana, sem þau eru sett yíir. Síðan konungsúrskurðrinn 2. Marz 1861 náði 1) paí) er leitt a?) vería af) mínnast þess, aí) engi ársreikn- ingr heflr sJzt birtr frá B if 1 íu félag i 11 n, þar sein biskop- inn ytlr íslandi er lógkvaddr forseti, nú í 4 ár eír síþan árs- reikningrinn 186 5 kom frarn í þjúbólfl XVIII, bls. 61. — þú aþ svo sb fjrir maslt í Kigum Uúsb- og bústjúrnarfélags- ins snnnleuzka, a'b ársreikning felagsins skuli augljsa í blíiþ- uuum eigi seinna, eu 3 mámubum eptir ab endrskoþun lians er lokib, þá er samt ongi ársreikuingr enn kominn í ljús fjr- ir áriþ 1866 frá uju felagsstjúrniiini, er var kosiu á Júlí- furidiuum í fjrra.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.