Þjóðólfur - 09.03.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.03.1870, Blaðsíða 2
— 70 — Af þeim 10 einkamáiunum voru 2 út af ve- fengdri barnsfaðernis-lýsingu; í báðum þeim mál- um fekk barnsmóðirin gjafsókn veitta fyrir yfir- dómi, önnur til að áfrýa og sækja, hin til að halda uppi vörninni; þar að auki var gjafsókn veitt öðr- um málspartanna í 2 skiptamálum, og eigi frekar. Áf þeim 15 sakamálum var 2 getið hér að framan; afhinum 13 voru 8 þjófnaðarmál (og skinn- stakks-málið hið 9.), 7 þeirra þjófnaðr í 1. sinn, og voru aptr tvö þeirra innbrots-þjófnaðr, önnur tvö sauðaþjófnaðr; eitt var þjófnaðr í 4. sinn fram- inn og smáþjófnaðr þó. Hín 5 sakamálin voru: eitt út af hórdómi og óhlýðni við yfirvaldsboð um að slíta hneykslanlegum samvistum ; eitt út af grun- semi um rangan vitnaframburð fyrir rétti; eitt út af mishendis meðferð ábarni; eitt út af smá-svik- um, og eitt út af óhlutvandri, sviksamlegri og skeyt- ingarlausri verzlunar-ráðsmensku. í fjóðólfi þ. á. bls. 63 er þess getið, að frjáls fundr hafi verið haldinn að Lágafelli 31. f. m., á- hrærandi varnir gegn útbreiðslu fjárkláðans. Eg skal nú ekki rengja það, að fundr þessi hafi frjáls verið, að því leyti, að hverjum sem af vissi, hafi verið heimilt að koma þar og leggja það til, sem honum þótti ráðlegast í því áríðandi máli, sem fundrinn tók til meðferðar. Hitt er mér kunnugt, að hinir næstu hreppar vissu ekkertum fund þenna, og það verð eg að álíta ófrjálslegt og ekki rétt. Kláðamálið er svo mikilsvarðandi mál, það snertir svo mjög hag allra landsbúa, það hefir reynzt svo mikið vandamál, að það getr ekki verið rétt fyrir einn hrepp, að halda sig vita það eina rétta um það, og taka ákvarðanir að öðrum fornspurðum. |>að hlýtr að vera Ijóst fundarmönnunum, að hver annar hreppr hefir jafnan rétt til að skora á stipt- amtmann og hafa sitt álit. En slík aðferð leiðir hvorki til þeirrar eindrægni hjá landsbúum, sem er nauðsynlegust af öllu í þessu máli, né heldur til að vekja virðingu yfirvaldsins á almenningsá- litinu, ef sitt álit kemr frá hverjtim hreppi. Eins og eg nú verð að álíta það rangt, að halda svona heimuglega fundi um almenn mál, svo get eg ei álitið, að fundrinn hafi tekið verulega lieppilega stefnu. {>að óheppilega í slefnu fund- arins er að mínu áliti það, að snúa sér eingöngu að yfirvöldunum. f>ví verðr víst ekki neitað, að það eru til 2 úrræði til að útrýma landplágu þess- ari, fjárkláðanum, það er niðrskurðr og lækningar. Ef niðrskurðr er viðhafðr, þá má segja, að það sé með öllu á valdi yfirvaldanna að úlrýma kláðan- um með honum; hafi þau lög til að framfylgja, þá geta þau séð um, að engin kláðasjúk kind sé eptir lifandi. Eigi aptr að útrýma kláðanum með lækningum, þá verðr annað ofan á. Yfirvöldin geta stutt að því að læknað sé, en ekki útrýmt kláðanum með tækningum, ef það vantar, sem mest ríðr á, sem er eindreginn vilji og alúð lands- lýðsins; þau geta hegnt fyrir hirðuleysi og þrjózku í þessu efni, en ekki afstýrt afleiðingunum, ekki gefið þá alúð og siðferðiskrapt, sem hér er alt undir komið. f>að er þetta, sem hefir vantað í þessi sorglegu 16 ár, sem kláðinn hefir ríkt yfir Suðrlandi, og meðan þetta vantar, útrýmist kláð- inn ekki, nema gripið sé til að brjóta vilja almenn- ings með niðrskurði. þessum tilgangi ná kláða- lögin sjálf ekki heldr; þau bjóða það eitt, sem menn eiga að vilja og halda sig vilja, en vantar siðferðiskrapt til að framkvæma, og þenna krapt geta þau ekki gefið. Eg verð því að álíta það ó- nógt, þó ekki kunni það að vera óþarft, að áminna yfirvöldin um að láta fyfgja kláðalöggjöfinni, þau geta ekki látið fylgja henni svo að verulegu gagni sé, nema menn vilji fylgja henni sjálfir. f>au geta að hinu leytinu sýnt meiri rögg í þessu máli en enn er kunn ; þau geta látið aðskilnaðinn á því sjúka, grunaða og ósjúka fé vera strangan og rannsókn- ina meira tryggjandi með því að láta áreiðanlega menn úr ósjúkum hreppum rannsaka heilbrigðis- ástandið. það verðrei nógsamlega brýnt sem rit- stjóri Þjóðólfs hefir tekið svo skýrt fram, að hafa hinar sterknstu gætur á kláðanum alstaðar þar sem nokkur líkindi eru til að hann geti dulizt, þó ekk- ert auga hafi séð hann. Ilvað annað niðrlagsatriði fundarins snertir, þá verð eg að álíta það afleitt, að skora nú þeg- ar á stiptamlið að setja vörð á vori komanda. Verðir verða að álítast neyðarúrræði og óhafandi, nema heimavöktun og önnur ráð séu sýnilega ó- nóg. Verðirnir gera eiginlega ráð fyrir, að sýkin sé orðin ofrefli, þar sem hún er, og hugsa eigi hærra en að láta ríki hennar hafa takmörk, en þetta tekst þó sjaldnast. þar sem heimavöktun hneppir kláð- ann á því eina svæði, sem hann hefir, gefa verð- irnir honum verulega stærra svæði. Sé kláðinn ^nú ofrefli, hvað verðr hann þá eptir vörðinn á hausti næslkomanda? Ef kláðinn reynist ekki á stærra svæði í vor en hann er nú, er þá ekk> hyggilegra, að verja fé því, sem til hans þarf, að gjöra heimavöktun á öllu sjúku fé og grunuðn sem tryggasta? Er erfiðara að lækna kláðann á sumrin en veturna? þau orðatiltæki fundarins, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.