Þjóðólfur - 09.03.1870, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 09.03.1870, Blaðsíða 5
um til, — það er óskiljanlegt, segjum vér, hvernig nokkur þingmaðr getr látið það til sín heyra og léð undir það nafn sitt, að þau afskipti og það fulltingi, sem fullnaðar-ályktun Alþingis (sú er þing- maðrinn sjálfr hefir þá líka stutt og aðhylzt) leggr honum á herðar, verði að fara eptir því og að vera alshendis þar undir komið: «hvaða gaum alþýða gefr málefninuoÁ þá að bera hverja fullgjörða Alþingisályktun sem er, undir alþýðuna og spyrja sig fyrir um það, hvort alþýðan vili hafa hana eða gefa henni gaum, áðr en hugsanda sé til að nokkur maðr utanþings eðr á hafi hana að marki? eða á þá að álíta hverja þá Alþíngis-álykt- un markleysu eina eða eintómt hjal, sem alþýðan vill ekki gefa neinn gaum? það er ekki vert að rekja slíkar vandræða- fyrirbárur lengra; menn verða að álíta og hugga sig við, að engi maðr sé sá, er láti sérverðaþað að gripa til þessleiðis óveru-úrræða nema í bráð- ræði og af skammsýni, sízt slíkir ágætismenn sem hér eiga í hlut. Og því er treystanda um slíka menn, og svo alla vora góðu alþingismenn yfirhöf- uð að tala, að sízt vili þeir ganga á undan í því, að vefengja og varpa rýrð á gjörðir Alþingis, að sízt láti þeir sitt eptir liggja í því, að halda í hefð og heiðri fullnaðar-ályktunum Alþingis vors í hverju efni sem er, heldr leggi þeir því fremr og því eindregnar fram fulltingi sitt til að fá slíkum þings- ályktunum vorum fulla þýðingu og fullan framgang, sem málefnið sjálft varðar fremur sóma þings vors og þjóðar, eins andspænis útlendum þjóðum og hin- um mentaða heimi, eins og í augum sjálfra vor og niðja vorra um ókomnar aldir. Og þetta á þó sannarlega hér heima, þar sem ræða er um almenna þjóðhátíð og jafnframt ein- hvern verðugan og sómasamlegan minnisvarða í minningu þess, að guðleg forsjón hefir leitt og blessað íslands lýð um þessa 1000 ára röð fram á þennan dag hér á þessum afskekta og anmarka heimskautshólma vorum, —og til vitnisburðar um það, að nú hafi verið endrvöknuð með oss sú þjóð-meðvitund, að vér höfum kunnað að meta þetta og viðrkenna öðruvísi en armir skrælingjar. Vonandi er, að allir góðir íslendingar taki það til yfirvegunar og góðra greina, sem hér er sagt, jafnframt því að þingmenn fá nú áskorun þá frá nefndinni, sem hér er auglýst. Allir mega sjá, að nefndin er hér ekki að reka sitt erindi eðr ^oittþað, er hina einstöku nefndarmenn varði sjálfa t) Orlbriítt úr briSll 7 alþingismanna 11. Sept. 1867, til tjáílhátíbar-nefndarinnar; sbr. pjútiúlf XIX 16ú. að einu eða neinu, en nefndin kemr hér fram eptirumboði Alpingis; hún kemr hér fram í þessu máli sem alsherjarnefnd allra sannra og góðra ís- lendinga; hún álítr eigi umboði sínu og ætlunarverki lokið með því, þó að hver þeirra nefndarmanna skrifaði sig þegar með fyrsta fyrir 10 rd. tillagi árlega í 8 ár, eðr 80 rd. hver þeirra, til þjóðhá- tíðar-ætlunarverksins, og létu þeir eigi þess bíða, með þetta fjárframlng silt, «hvaða gaum alþýða gæfi máliniin. En nefndin gjörir hér, með bréfi þessu, hina ítrustu og að öllum líkindum síðustu tilraun til þess að reka erindi Alþingis, að reka sóma þingsins og þjóðarinnar, af því Alþingi setti hana til þess og fól henni það á hendr. Verið getr, að það liggi nær meinsljórri þjóðarmeðvitund vor íslendinga og tilfinningarleysi voru fyrir öllu því, er aðrar þjóðir liafa nú um marga manns- aldra álitið þjóðlegt og fagrt og ómissandi, sem heyrzt hefir af munni sumramanna: «betr hefði verið, að aldrei hefði því verið hreift, aldrei stungið upp á að gjöraneitt í minningu 1000 ára byggingar íslands», — betr, að Alþingi hefði aldrei tekið slíka uppástungu í mál, auk beldr að samþykkjast liana í einu hljóði». En vér verðum að segja, að vel sé heiðrsmönn- um þeim, er fyrstir hreifðu málinu; málið var svo vaxið, að Alþingi mátti til að sinna þvi eins og það gjörði, að taka fullnaðarálykt um, að málið skyldi hafa framgang á þann hátt, sem að álitum varð, að öðrum kosti hefði verið niðr brotinn sómi og traust þingsins. En einmitt í þessari þingsá- lyktun felst og það siðferðislegt aðhald og skylda, er fyrst og fremst og öllum fremr liggur öllum alþingismönnum á herðum, að fá málefni þessu svo góðan og öruggan framgang, sem þeim er framast mögulegt hverjum fyrir sig og hver í sínu kjördæmi, eigi hvað sízt með því, að ganga á undan öðrum í því, að leggja fram eða skrifa sig fyrir því tillagi annaðhvort árlega eðr í eitt skipti, sem samsvarar svo stöðu hans og öðrum hag, að almenningi geti verið til upphvatningar, en sjálfum alþingismanninum vansalaust. í annan stað myndi þá og alþýðan gefa gaum að málefninu, og það góðan gaum, og hafa ályktun Alþingis vors í heiðri, þegar undir eins og þingmennirnir sjálfir léti á- sannast, að peir ekki fyrirliti hana, heldr vildi styðja á allan veg. J»ab raá telja vist, aí) skærist allir alþingismenn í niálill á þenna veg, og ynni svo hina efnaþri og merkari heratsmenn til fylgis súr, þá muudi og alþýþau brátt vinnast til ab láta eigi 6itt optir liggja, þútt hagr manna sú aldrei nenia úhægr; vör hofnm þess talandi dæmi nm ýms eldri samskot, er þú horfílu landi voru og þjúþ til lítils súœa en einkis gagus.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.