Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 2
— 78 — á 10—16 skild. árlega; jafnframt því að gjald- stofninn, lausaféð, hefir gengið til þurða um þriðjung eðr meira við það sem hér var i landi árin 1841 —1856. Og í annan stað getr það eigi dulizt fyrirneinum, að öllþessihin verulega hækk- un á jafnaðarsjóðsgjaidinu á einkanlega rót sína í þeim útgjöldunum, sem aldrei hafa verið og ekki eru enn beinlínis lögákveðin útgjöld þessara sjóða, en það er kostnaðrinn sem kláðalækn ingarn- ar' og aimennu verðirnir til að varna útbreiðsiu kláðans hafa haft í för með sér. Menn vita að sönnu, að fjallvarðatilkostnaðrinn úr jafnaðarsjóð- unum norðan- og vestanlands hefir víst að mestu ieyti verið bygðr á beiðni og samþykki gjaldþegn- anna fyrirfram, því þeir hafa viljað og krafizlvarð- anna yfir höfuð ; vér ætlum að þessu sé líka að skipta um þann hluta af kostnaðinum til varðanna, sem greiddr hefir verið úr jafnaðarsjóði suðramts- ins; en aptr að því leyti sem kostnaðrinn til kláða- lceltninganna hefir verið greiddr úr jafnaðarsjóði suðramtsins, og það svo mörgum þúsundum hefir skipt, eins og reikningarnir sýna, þá geta þau útgjöld á jafnaðarsjóðunum, að því leyti þau áttu sér stað áðr en fjárkláðalöggjöfin 5. Jan. 1866 var hér lögleidd, að vísu aldrei helgazt eða kallazt lögákveðin útgjöld eða lögheimiluð, þó að svo sé haft í orði kveðnu, að lögstjórnarráðherr- ann í Danmörku hafi lagt á þau samþykki sitt cptir á, og svona hvað eptir, með þessum vana- legu orðum: að ékki se neitt á móti pví frá stjórnarráðsins hálfu («da er derimod, fra Mini- steriets Side intet at erindre»), hvar með stjórn- arráðið einmilt játar og viðrkennir, eins og er, að hvorki hafi það, og því heldr ekki amtmennirnir neinn hinn fjærsta skaltálögurétt hér á landi, eða neitt samþykkisvald í þeim notum, hvorki jafnað- arsjóða veginn né á annan hátt. En einmitt þetta, að um öll þau útgjöld jafn- aðarsjóðanna, sem lögheimiluð eru, þá er bæði áætlunarvaldið til útgjaldanna og þar á bygð niðr- jöfnun tekjanna, hjá háyfirvaldinu einu (amtmann- inum), — einmitt þetta fyrirkomulag er undirstað- an undir atriðis-ákvörðuninni í konungsúrskurðin- nm 2. Marz 1861: að háyfirvaldið skuli standa gjaldþegnunum og öllum almenningi opinberan reikningskap af þeirri skattaálögu-ráðsmenskn sinni 1) þaí) er og verir t d niiiiriisstæí) sú rábsineuskau hfcr í 6ii(!ramtinu, þegar 6000 rd. sknld út af klábaiækningnnuui, var tekin upp á jafnabarsjóíiinn hér syíra einmitt sama áriö (1859), sem ríkisþingin veittu 30,000 rd. til kláíalækninganna, en þó varí) allt aí) því tvófalt meira afgangs af þvf fé, — nál. 10,000 rd., sem gekk aptr inn : ríkissjólbinii. («Offentlighed i Forvaltningen»), með því að út gefa og «birta» árlega ogreinilega og n á- kvæma» reikninga þar yfir. «Greinilega og ná- kvæma»? hvað vill það segja? Þeir eiga að vera svo úr garði gjörðir svo að frágangi, að þeir rett- lœti sig s/álfir, eins í heilu líki, einsog hver ein- stök tekju- og útgjaldagrein út af fyrir sig, sem í reikningunum er til færð. Til þessa útheimtist nú aptr, 1., að aðalgreinir og sérstakir póstar reikningsins sé greinilega og skipulega sundrlið- aðir, en ekki öllu agað saman í graut og hvað innan um annað. 2. Að þar sem tekjurnar eru t. d. jarðagjöld eðr þessleiðis fastar tekjur, sem þó geta breyzt, af því þær eru komnar undir sér- stökum samningum og tímamörkun þeirra, t. d. byggingarskilmálum, léns- eðr leigusamningum og þessleiðis, þá er vitaskuld, að tilgreina verðr þann leigumála í reikningnum, að minsta kosti öðrti hverju, á meðan hann stendr óbreyttr; en breyt- ist hann með nýum samningi eðr á annan veg, þá er eins vitaskuld, að þetta verðr þá að taka fram í þeim reikningnum, er út gengr næst á eptir. Að öðrum kosti er ekki auðið að sjá það af reikningnum, hvert þær árstekjurnar, sem svo er varið, sé að fullu goldnar eðr með réltri npp- hæð til færðar. 3. Ilverja útgjaldagrein fyrir sig ber að heiga með skýrskotun til lagaboðs þess, eðr konungsúrskurðar, sem hún byggist á. 4. Sé sjóðrinn eðr stofnunin í skuld, þá ber þess jafn- an að geta í hverjum ársreikningi, annaðhvort tekju- og útgjaldumegin í reikningnum sjálfum, eðr og í athugagrein neðanmáls, uppruna skuldarinn- ar að dagsetningn til, og upphæð, hve mikil skuli vera endrgreiðsla («afborgun») árlega, og svo skuld- ar-eptirstöðvarnar að árslokum. Nema alls þessa, sem nú var talið, sé gætt, þá getr reikningrinn með engu móti kallazt greinilegr né nákvæmr, né heldr áreiðanlegr. Skoðum t. d. fjárlög konungS' ríkisins, er út ganga árs árlega; þau eru eigi annað en áætlun yfir árlegar tekjur og útgjöld ríkisins; skoðum undirbúning og frágang uppástungnanna til þeirra af hendi stjórnarinnar undir meðferð ríkisþingsins, og svo frágang ríkisþingsins á þeirI1 undir samþykki konungs, og menn munu brád sannfærast um, að allra þeirra atriða, sem nú vof tekin fram, er svo nákvæmlega, vandlega, og li við, smásmuglega gætt, til þess að ekkert bresti ^ né í nokkuru hinu minsta, að fjárlögin sé fyllile^a greinileg, nákvæm og áreiðanleg; þó að fjárlög11^ komi út árs árlega, þá er sama nákvæmnin vl höfð i hverri grein, og endrtekin ár eptir ár.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.