Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 8
— 84 — einkum nefna herra Broclthaus í Leipzig, sem bæði hefir gefið safninu stórmikið af bókum og að auki peninga til að binda þær inn, — herra Chambers í Edinborg, herra professor Konráð Maurer, sem íslendingum er góðkunnr. En sér í lagi viljum vér hér með votta þakkir þeim af löndum vorum, sem á þessu tímabili, og sumir einnig þar á und- an, hafa orðið til að styrkja bókasafnið. Af því- líkum nefnum vér fyrst og fremst herra stúdent Pál Pálsson hér í bænum, sem bæði um þenna tíma og áðr hefir án alls endrgjalds varið bæði mikilli fyrirhöfn og kostnaði til að laga með inn- bindingu handrit safnsins og hlynna að hinum eldri íslenzku bókum þess. En þessir hafa látið af hendi meiri eða minni gjafir í bókum: fröken Kristiana Möller, herra stiptamtmaðr Hilmar Finsen, herra konsul M. Smit.h (rúm 100 bindi), prestr sira S. B. Sivertsen á Útskálnm, herra pró- fessor Konráð Gíslason, herra skjalavörðr Jón Sigurðsson (samtals um 150 bindi), herra prófastr Jón Guttormsson, herra dannebrogsmaðr Einar Sighvatsson á Yzta-Skála, herra héraðslæknir Jón Finsen, forsetar hins íslenzka bókmentafélags, herra kandidat Jón A. Hjaltalín, herra studiosus Jón Olafsson, herra lögregluþjónn Jón Borgprðingr, herra bókbindari Brynjólfr Oddsson, herra kandi- dat Hannes Stephensen. Um leið og vér vottum öllum þessum virðingarfullt þakklæti fyrir þann styrk, er þeir með þessum hætti hafa látið stipts- bókasafninu í té, viljum vér geta þess, að þelta aðalbókasafn landsins er bæði mjög efnalítið til að standast ýmsan kostnað, er þarf til þess að halda því í réttu horfi, og það svo, að það getr alls ekki til fullnustu látið binda bækr þær, er því gefast; og þar hjá er það, enn sem komið er, fátækt af því, sem þó einkum þyrfti að safna, en það eru hinar eldri íslenzku bækr. þess vegna mundi hver styrkr, sem bókasafninu veittist, hvort heldr í bók- um eða á annan hátt, verða þeginn með þökkum. Stjtirnarnefnd hins íslerizka stiptsbókasafns, Reykjavík, 11. marz 1870. Ó. Pálsson. II. Kr. Friðriksson. Th. Jónassen. S. Melsteð. Jón Porkelsson. í samhengi við þetta ávarp nefndarinnar, finn eg mér skylt að geta þess, að einn af nefndar- mönnum, herra adjunkt II. Kr. Friðriltsson, má með rétti kallast einn af hinum meiri velgjörða- mönnum bókasafnsins, þar sem hann hefir gefið því samtals 120 bindi af bókum. Eg votta hon- um þess vegna, í nafni vor hinna annara nefnd- armanna, virðingarfullar þakkir fyrir þetta veglyndi hans. Ö. Pálsson. AUGLÝSINGAR. — Árið 1869 hafa þessir getið forngripasafninu á íslandi peninga: r(j. Cst. sýslumaðr E. Th. Jónassen (áðr lofað) . 1 Procurator Jón Guðmundsson, árstillag . . 2 Professor Stephens í Kaupmannahöfn ... 5 Herra A. W. Franks, umsjónarmaðr við British Museum....................................25 Samtals 33 Ueykjavík, 12. Marz 1870. Jón Árnason. FJÁRMÖRK: Ásmundar Benidiktssonar á Haga f Gnúpverjahr.: Hvatt hægra, stúfrifað vinstra og gagnbitað. Hófbiti aptan hægra, sneittaptan vinstra. Brenni- mark: A. B. S. Haga. Jóhanns Eiríkssonar á Haga í Gnúpverjahrepp: Sneitt framan hægra, biti aptan, hvatt vinstra. Brennimark: J E S. Chr. Zimsens faktors f Hafnarfirði: stýft hægra gat undir, sýlt og gat vinstra. Brennimark: C Z. Skyldi nokkur eiga þessi mörk eða of lík þeim svo nærri, að fjársamgöngur geti átt sér stað, ósk- ast að þeir gefi það til kynna í þjóðólfi fyrir Maí- mánaðarlok. Skal þess enn fremr getið, að þetta eru erfðamörk (nema hið síðastnefnda). — Mefe þorrakomn kom f f?i initt hvíthyrnd ær 4 vetra, mark: stiífrifaí) biti aptan (og ben eptir flettu framan) hægra, blabstýft framan biti aptan vinstra. Til anþkennis iftt eg mitt mark á hornin: tvírifab í stiif hægra, standfjóþr framan vinstra. Ef kindin ekki tapast, má réttr eigandi vitja hennar eba verbsins til mfn aí) frádregnum óllum kostnaíli aþ KJóa- stóíium í Bisknpstungum. Sveinn JÓnSSOD. — Seldr mógrár foli, tvævetr; mark: hamraí) hægra, sneitt aptan biti framan vjnstra Eigaudi má vitja verbsins aí) frádregnum kostnaíii aí) Yatnshorni í Skorradal. Björn Eivindsson, hreppstjóri. PUESTAKÖLL. Veitt. Hvammr í llvammssveit í gær, sira Steiní Torfasyni Steinsen á Hjaltabakka, vígbr 1862. Auk haus sóktu: sira Stef. Jónsson á Presthólum v. 1844; sira G. porvaidr Stefánss. á Hvamipi í Nortlrárd., v. 1861; siraMatth. Jochumss. í Mónm, v. 1867, og sira Jens V. Hjaltalín áSkeggjast. v. s. ár. — Óveitt: Hjaltabakki í Húnavatnss., meti® 1853: 107 rd. 38 sk ; 1868: 180 rd. 14 sk.? Anglýst í gær. — Næsta blaí): mánudag 11. Apríl. Afgreiðslustofa f»jóðólfs: Aðalstræti 6. — Útgefandi og ábyrgðarmaðr: Jón Guðmundsson. PreutaSr f prentsmibju íslauds. Einar þórþarson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.