Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 4
92 — sagt. f>egar var skipað að taka prinsinn fastan, en hann hafði þegar farið til Iögreglustjórans sjálfr og lýst víginu á hendr sér. Prinsinn vildi, að málið væri flutt fyrir venjulegum dómstóli. En ept- ir lögum Frakklands verðr sérstakr réttr að dæma þá menn, er náskyldir eru keisaranum, og á þessi réttr bráðum að taka málið fyrir. En prinsinn hefir setið í varðhaldi síðan hann vann vígið 11. Janúar. þess má geta, að um sama leyti, og þetta varð, hafði prins Bonaparte skorað á Rochefort til einvígis. En nú er að segja frá Roehefort, að hann varð óðr og uppvægr, erhann heyrði þessi tíðindi, kallaði keisarann og alla þá frændr hina verstu blóðhunda, og kvað hið eina ráð fyrir þjóðina vera, að gjöra uppreist hið allra- fyrsta. Líkfylgd Noirs var næsta fjölmenn, og er sagt, að þar hafi verið 100,000 manns. Roche- fort var og þar, en lét þó ekki mikið á sér bera. Rétt eptir að æsingargreinir Rocheforts komu út, beiddi stjórnin þingið leyfis að mega láta lögsækja Rochefort, því að hann er þingmaðr, fyrir það, að hann æsti þjóðina til uppreistar, og veitti þing- ið samþykki silt til þess með miklum atkvæðamun eptir nokkrar umræður. Rochefort mætti hvorki sjálfr né lét mæta fyrir sig við réttinn, og var hann þvi dæmdr eptir »gögnum og skilríkjum •> til sex mánaða fangelsis og nokkurra útláta. Svo liðu nú nokkrir dagar, að dóminum var eigi fullnægt, og Rochefort kvaðst eigi mundu gefast upp með góðu; voru menn hræddir um, að skríllinn mundi gjöra upphlaup, ef Rochefort væri tekinn. En lögreglustjórinn hafði það bragð, að hann lét flokk lögregluþjóna fara í daglaunamannaföt og fara á fund, er Rochefort ætlaði að halda. Grunaði hann eigi annað, en þeir væri vinirsínir; en þeirgjörðu þá þröng nokkra og gátu þannig einangrað hann frá sínum mönnum, og gátu þannig tekið hann, án þessþeir yrði varir við; og nú er hann geymdr í varðhaldinu. Þegar það varð heyrum kunnugt, að Rochefort væri handtekinn, urðu nokkur upp- þot, og svo næstu dagana á eptir, en þó urðu þau bæld án nokkurs manntjóns að heita matti, því að sagt er, að ekki hafi nema einn eða tveir menn beðið bana, en allmargir voru handteknir. — Út úr öllu þessu hefir nú stjórnin átt mjög í vök að verjast, og ætla margir, að rétlara hefði verið að taka orð Rocheforts sem ómagaorð, og gefa þeim engan gaum, og mundi hann brátt hafa orðið hás að hrópa, er enginn gegndi. — Stjórnin hefir nú auglýst umskipti þau, er hún hefir gjört á em- bættismönnum, og hefir hún rýmt úr embættum nokkrum þeim embættismönnum, er mest gengu fram í að ota fram mönnum stjórnarinnar við síð- ustu þingkosningur, en þó þykir eigi nóg að gjört. Annað mál er og, sem stjórnin hefir nokkra örð- ugleika með, og það er verzlunarsamningrinn við England. í Frakklandi er öflugr flokkr bæði inn- anþings og utan, er standa fastlega á móti frjálsri verzlun. Margir ætla þvt, að ráðaneyli þelta muni ekki eiga sér langan aldr. En bágt er að geta á, hvað þá tekr við. (Framh. síðar). REIKNINGSKAPR af stjórn og tilhögun opin- berra sjóða og stofnana. (Niíiilag frá blí. 79). Nú ber mann þá að reikningsskap og reikn- ingum þeirra opinberra sjóða og stofnana, sem eru undir forejá vorra æðstu yfirvalda hér sunnanlands, og æðstu yfirvalda landsins, þ. e. stiptamtmanns- ins og biskupsins. Sumir sjóða þeirra og stofn- ana, er hér ræðir um, eru undir yfirstjórn þeirra beggja í sameiningu, t. a. m. landsprentsmiðjan, spitalasjóðirnir, sem nú er að lögum steypt sam- an í einn sjóð : læknasjóðinn íslenzka, og Thorkilliisjóðrinn. Ársreikninga prentsmiðjunnar semr ráðsmaðr stofnunarinnar eðr «factor» lienn- ar og yfirprentari, og er þess fyr minnzt, hversu löglega og lögulega að þeir reikningar eru birtir. En sjálfum reikningsskap hinna tveggja stofnan- anna hafa þeir skipt svo með sér, að stiptamt- maðrinn hefir fjárgæzlu Thorkilliisjóðsins, og árs- reikningar hans út ganga frá embættisstofu stipts- amtsins með undirskript stiptamtmanns, en rcikn- ingar allra fjögra spítalanna, hvers fyrir sig, en e k k i lceknasjóðsins í e i n u I a g i, þó að nú sé hann lagðr undir yfirstjórn stiptsyfirvaldanna og undir sérstaka umsjá biskupsins, — frá embættis- stofu biskupsins og undir hans nafni. Aptr hefir sliptamtmaðrinn einn á hendi niðurjöfnun alþing- iskostnaðarins og hefir að sér tekið að gjöra og auglýsa opinberan reikningsskap af því fé, og (sem amtmaðr vor sunnlendinga) alla niðrjöfnun, ráðs- mcnnsku og opinberan reikningsskap jafnaðarsjóðs- ins í Suðramtinu, enda útganga hvorirtveggja þessir ársreikningar og eins Thorkillisjóðs reikningarnir frá stiptamtinu eðr embættistofu stiptamtsins, og eru með nafni stiptamtmanns undir. Á meðan við sama stóð eins og var þangað til fyrir fáum árum hér frá, að biskup landsin? hafði að eins 2 spítalasjóðina, Hörgslands og Kald- aðarness, en hinir tveir voru undir forsjá hinna amtmannanna, Hallbjarnareyrar undir vestramtinu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.