Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 2
fyrir staðarbúa til að taka þátt í því hátíðarhaldi, eins og lærisveinarnir sjálfir; þar var saman komið liið mesta fjölmenni, um 200 manns als og als, og stóð dansleikrinn fram á morgun daginn eptir, með prýði og beztu skemtan, en samdrykkjan með hinum rosknari mönnum fram á nótt. Vanalegar skálar voru þar druknar, og fyrir hverju minni sungið kvæði margraddað — er öll hafði orkt læri- sveinninn Ölafr Bjarnarson frá Bægisá. — Aðþeim skálum loknum mælti herra biskupinn vel og fagr- lega fyrir skál lcerða sliólans í Reykjavík. Ný-útliomin lagaboð. 1. Tilskipun handa íslandi, um eptirmyndun Ijós- mynda o. íl.; dagsett 11. dag Desembermán- aðar 1869. 2. Opið bréf handa íslandi, er nákvæmar ákveðr um innheimtu á kröfum með forgangsrétti bjá þeim mönnum, sem hafa látið aðra fá sjálfs- vörzluveð f lausafé sínu; dagsett 11. dag Des- emberm. 1869. 3. Opið bréf handa íslandi, um aðra skiptingu á lyfjavoginni en hingaðtil; dagsett ll.dagDes- emb. 1869. Öll þessi lagaboð eru samhljóða tilsvarandi frumvörpum, sem lögð voru fyrir Alþingi í sumar (sjá Alþ.t. 1869, II, bls. 58—65), enda stakk Al- þingið eigi upp á neinum breytingum á þeim. Enn fremr er komin frá dómsmálastjórninni «Auglýsing fxjrir fsland, um tilltynning um einka- rett til að eptirmynda 1jómyndir«, dags. 10. dag l’ebrúarm. 1870, þess efnis, að þeir, sem vilja fá einkaréttindi að einliverri Ijósmynd, samkvæmt 1. gr. ofannefndrar lilsk., skuli senda stiptamtmanni tilkynningu um það, ásamt greinilegri lýsingu á ljósmyndinni, sem áskilinn er einkaréttr að eptir- mynda, og eina af Ijósmyndunum sjálfum. — ÚTLENDAR FRÉTTIR, dags. London 22. Febrúar 1870. (Frá fréttaritara vorum, herra kand. Jáni A. Iljaltalín). (Niðrlag). Iíona keisarans fór í haust f Austr- veg, ekki «til að herja tröll», heldr til að skemta sér og sjá dýrð Tyrkjasoldáns og jarlsins á Egypta- landi, og svo að vera við, er Suezskurðrinn væri opnaðr. t>að má nærri gela, að henni var vel tek- ið, og jarlinn á Egyptalandi sparði engan kostnað, til að gjöra vígslu skurðarins sem hátíðlegasta. J>ar var mikið og margt stórmenni saman komið: keisarar, konungar, drottningar, prinsar, prinsessur og sendiherrar. «J>ar var slegið symfón og troðið organ og bumbur blásnar»; enda var og þetta þrekvirki mikið, að grafa skurð þenna, og hefir hann kostað 108 miljónir dala. J>ykir því enn nokkur efi á, hvort þétta mikla fyrirtæki muni borga sig. En það er fullreynt, að skurðrinn er skipgengr. En þó er hann eigi nógu djúpr fyrir mjög stór skip. J>au verða öll að fara enn, sem fyrri, suðr um Góðrar vonar höfða, og gjörir því skurðrinn eigi jafnmikla breytingu á verzlun'argangi vestr- hluta Norðrálfunnar, eins og menn ætluðu. Eg lofaði yðr í síðasta bréfi mínu, að segja yðr eitthvað um kirkjufundinn í Rómaborg. Hann kom saman snemma í Desembermánuði. Er sagt, að þar hafi verið saman komnir 542 biskupar, víðsvegar að um heim; en meiri hluti fundarins, eru þó biskupar frá Ítalíu og páfaríkinu. J>ar að auki er þar talsvert af öðrum klerkalýð, og er sagt, að fundarmenn muni vera als hér um bil 800. Fundrinn var seltr með hinni mestu viðhöfn. Allir biskuparnir og annar klerkalýðr gengu í «prosessíu» til Pétrskirkjunnar, klæddir hinum dýrustu klæðum, og páfinn sjálfr var borinn í stóli, er mælt er að sé eitthvert hið mesta listaverk. J>egar prosessíah var komin inn í kirkjuna, var messa sungin; síð- an gengu biskupar hver á eptir öðrum, að hásætf páfa, og gjörðu knéfall fyrir honum. Að því búnu reis páfinn upp og talaði nokkur orð til biskup- anna, og lýsti blessun yfir fundinum. J>á féllu allir biskupar á bæn, og er bæninni var lokið, voru allir óviðkomandi menn beðnir að ganga burl. J>essi er hinn tultugasti kirkjufundr, að því er ka- þólskir telja. þessi fundr er ólíkr öllum hinum fyrri fundum í því, að engin leikmaðr tekr þátt í honum. Engum stjórnendum var boðið að vera við; og lítur þannig út svo sem kirkjan álíti, að enn meira djúp sé staðfest milli kirkjunnar og hins borgaralega valds, en áðr liefir verið. — Um að- gjörðir fundarins get eglítið sagtyðr, því að fundr- inn er eigi haldinn í heyranda hljóði, og biskup- um og klerkum er strengilega bannað, að bera út sögur þaðan, og er því eigi að henda reiðurá því, er menn sjá í blöðunum. En svo mikið mun víst vera, að fundrinn mun eigi hafa orðið allskostar sammála, allrasízt um aðalmál fundarins, það er að segja um óbrigðulleik páfans. Flestir liinir þýzku biskupar og frakknesku biskupar hafa mót- mælt því fastlega, að fundrinn boðaði kenningu þessa sem trúarlærdóm. Og þegar menn gá að, hvað fylgja mundi yfirlýsingu kenningar þessarar, það er að segja, að öll lög og aðgjörðir stjórn- endanna sé ógild og markleysa ein, ef þau eig'

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.