Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 4
t — 100 — þ\í tre og hrísrunnar standa upp úr, svo snjó- breiðanerýrð með dökku, og hvergi fannhvítt. En norðan af Englandi og Skotlandi hefir kuldinn ver- ið miklu meiri, þeli í jörð margra þumlunga djúpr og fannföl á jörðu, sem þeir þar kalla »rime» (hrím). Aptr hafa stormar verið nokkru minni, en vandi er á um skammdegið, en alt haf er hér þakið af skipum alla tíma árs, og leiðin kringum England óhrein, og þó alt sé þakið vitum, þá eru hrannir af skipreikum kring um landið, meðan nóttin er dimm, og þeir hræðilegu manndrápsbylir detta á, svo að livert blað og hver dagr færir nýa náfregn um skiptapa og mannalát. í vetr hefir þetta verið minna en vandi er til, og fá eða eng- in stórslys borið að. Á landi hefir og alt verið mannheilt og ósjúkt og engar stórar sóltir gengið, og alt verið friðsam- legt. Af mannalátum má helzt telja þann gamla lorð Derby, sem var einn af ágætustu mönnum þessa lands, og einhver mesti auðmaðr, og um langa hríð foringi þess svo kallaða Toryflokks. Lorð Derby var rúmlega sjötugr, ern maðr og hraustr, en dó af því gamla meini stórmencis hér í landi, eða ikt í höndum og fótum, sem margan liefir lagt ( gröfina. Lorð Stanley tekr auð og nafnbót föður síns og sæti í Lávarðahúsinu. Derby var meðal annara hluta Lorðkanselleri háskólans hér; til þess er vant að kjósa tignamenn; á undan hon- um var hertoginn afWellington kanselleri, en allar embætlisannir liggja á öðrum manni, sem kallast vice-chansellor, og sá maðr er ætíð háskólamaðr hér búsettr. í stað hins dána var nú kosinn nýr kanselleri, the marquis af Salisbury, ungr maðr, svo vonandi er, að sú kosning verði ekki til einn- ar nætr, heldr til margra ára. Ilér í Oxford hefir og dáið prof. Conington, kennari í latínu, korn- ungr maðr, en vel lærðr og kunnr fyrir þýðingu sína á Yirgil og Iloraz. Af biskupum landsins hafa og dáið nokkrir, sumir af þeim fjörgamlir menn; aðrir liafa sagtafsér örvasa af elli. Bisk- upinn af Exeter dó sumarið sem leið, kominn yfir nírætt, harðvígr karl og hraustr, sem ekkert beit á, nema sú afargamla elli, sem yfir alla menn stígr. Biskupinn af Exeter var einn af þeim klerkum (og þeir eru eigi aldauða enn), sem ekki að eins var fæddr, heldr hafði tekið háskóla-nafn- bót á undanfarandi öld. í stað hans var kosinn allr annar maðr, dr.Temple, og risu miklar deilur út af þeirri kosningu, af því biskupsefni hafði citt- hvað verið riðinn við ritgjörðir, sem þóttu ekki heilnæmar í trúarefnum, en kosningin fór þó fram, og öllu reiddi friðsamlega af. Bækr hafa hér verið prentaðar við háskólann, og meðal þeirra má máske telja þá nýu íslenzku orðabók, sem háskólinn hérgefr út, og sem nú er prentuð nærfelt aptr til miðs. Ber mér þar með þakklæti að minnast þeirrar alúðar, sem mér hefk verið sýnd, og vinahót og góðvild til íslands, okk- ar móðrmáls og bókvísi. Lærðir menn hér hafa vandlega yfir farið hverja örk jafnóðum í press- unni, leiðrétt þann enska part hennar og bætt um á allar lundir. En þess skal síðar betr getið, ef guð lofar að lengra þokar fram; en vonandi er að með guðshjálp veki þessi bók íslandi vini meðal lærðra manna, og að mál okkar og forn- fræði komist í meiri veg, en verið hefir, af því að bókackla hefir verið fyrir þá, sem læra vildu. Sá hluti orðabókarinnar, sem út er kominn, hefir mælzt vel fyrir meðal lærðra manna hér og á þýzkalandi, og hefir selzt betr, en þeir höfðu við- búizt. Af tíðindum erlendis, sem snerta þelta land, nefni eg skurðinn yfir eiðið Suez, sem nú tengir saman bæði höfin, miðjarðarhafið og hafið rauða, og opnar nýa og skcmri skipgötu til Indía. Mikl- ar dýrðar voru á ferðum í haust, þegar þetta stór- virki eðr jötnavirki var vígt; þar voru viðstaddir' og boðnir margir konnngar og drottningar, keis- arinn af Austrríki, drottningin af Frakklandi (bóndi hennar mátti ekki vera að heiman); krónprinzinn af Breussen, og héðan úr landi, og svo sem í drottningarstað, var prinzinn af Wales og hans prinsessa; enda lærðum mönnum var boðið, t. d. prof. Max Múller héðan úr Oxford, sem er nafn- kunnr Austrlandamálvitringr, en heldr ekki hann gat farið vegna annríkis. Fyrir öllu þessu stóð vici-konungrinn af Egyptalandi, og eru miklar sög- ur um risnu hans við þessa mörgu og tignu gesti, og að hér yrði þó nokkur spjöll í, þá varð Soldán reiðr, og þótti þessi sinn þegn setjast í húsbónd- ans sess, þar sem hann upp á sitt eindæmi bauð á sinn garð konungum og keisurum, eins og sín- um jafningjum ; risu út af þessu orðadeilur, en sjatnaði þó; enda höfðu flestir í virðingarskyni gjört lykkju á leið sinni, og farið fyrst til Constap- tinopel, og þaðan fyrst til Egyptalands. Einn af sonum vici-konungsins af Egyptalandi, prins Ilass- an, er hér vetrsetumaðr við háskólann, góðmann- legr og svipgóðr unglingr. þar næst er páfinn í IVóm, en hann heldrnú mikinn biskupafund, sem ekki hefir verið haldinn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.