Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 5
— 101 siðaíi rétt eptir daga Luthers, að fundrinn var í Trident til að spyrna móti broddum siðabótarinn- ar. þessi nýi fundr var ætlaðr til að innleiða nýlt dogma, »infallibilitas» páfans, þ. e. að hvert orð, sem páflnn talar um trúarefni, sé innblásið af hei- lögum anda, og sé fult dómsorð; þeir páfamenn, sem þessu fylgja, eru kallaðir »infallibilistar», en styrkvar og atkvæðamikiar raddir hafa risið gegn þessu á fundinum af hendi pápiskra biskupa frá J>ýzkalandi og Frakklandi, t. d. biskup Duponloup á Frakklandi sem oddviti, og úrval lærðra kenni- manna af páfatrú hefir próf. Döllinger í Miinchen ritað móli þessu, svo það er líklegt, að þetta hjaðni og detti um koll, og einkum að guð haldi sinni hendi yfir þessu landi, og varðveiti okkar evan- gelisku trú frá allri ásókn vantrúar og hjátrúar, og svo eg tali í orðastað Iærðs manns hér, að sam- félagi kristinna manna ber að vera eining (unity), en ekki uniformity. Hér var fyrir fám dögum biskup af Sýrlandi (af þeirri grísku kirkju), og ferð- aðist hér frá einum biskupsstól til annars; hér í Oxford var honum vel tekið, og hann gerðl doctor af háskólanum, ræður flultar á latínu, og lofsorði þar í lokið á þá grísku kirkju fyrir það, að hún, jafnt sem vér, viðrkennir heilaga ritningu sem grund- völl sinn, og játar því ekki vísvitandi ncina villu. ____________ (Niferl. ínæstabl.) — FJÁRKLÁDA-fundrinn í Hafnarfirði 26. p. mán. var eigi svo vel sóktr sem menn hefði getað búizt við, sakir málefnis þess, sem þar var ákveðið umtalsefni. Engir komu þar austanyfir fjall, engir úr Kjósar- eðr Kjalarneshreppum, engir úr Selvogs-, Grindavíkr-, Ilafna- eða Rosmhvala- neshreppum, einir 3 menn úr Yatnsleysustrandar- hreppi, og þó eigi fyrri en talsvert var liðið á fundinn, en 4 menn voru úr Mosfellssveit (prestr- inn og báðir hreppstjórarnir), 1 úr Seltjarnarnes- hreppi, og nálægt 26 úr’Álptaneshreppi, auk þess sem 1 eða 2 menn voru þar staddir úr Reykjavík. Til fundarstjóra var valinn sira Pórarinn prófastr í Görðum, til skrifara yfirdómari B. Sveinsson. Fundarstjóri hafði lofað því þegar í auglýsingu sinni 2. þ. m. (hvar með hann kvaddi til fundar þessa, í siðasta bl.), »að hinar nýustu skýrslurum heilbrigðisástand sauðfjárins í Vatnsleysustrandar- hreppi skyldi vera til staðar<>, og framlagði hann nú og las upp á fundinum 3 bréf, frá sýslumann- inum í Gullbringusýslu til hans, er áttu að vera f skýrslu stað, og voru þau dagsett 21. Marz, og 4. og 23. þ. mán. 2 hin eldri af bréfum þessum segja hvort fyrir sig kláðalaust á Yatnsleysuströnd eptir nýafgengnarfjárskoðanir, en hið 3. og yngsta (dags. 23. þ. mán.) sagði þá nýfundinn kláða í einni kind þar á Vatnsleysuströnd. þar að auki kom fram vissa fyrir því á fundinum, að við opin- bera fjárskoðun, er fram fór þar um bæina1 fyrir sunnan Hafnarfjörð 24. þ. m., hefði fundizt reglu- legr kláði í fleiri kindum en einni þar á einum bæ, að Ási. Fundarmennirnir af Vatnsleysuströnd, — einn þeirra þriggja var Guðmundr hreppstjóri Guðmundsson í Landakoti — færði bréf til fund- arins frá prestinum sira St. Thorarensen á Kálfa- tjörn, er einkanlega fór því fram, að aðgjörðum þessa funndar væri frestað og ákveðinn nýr fundr um eðr eptir lok2. þar sem nú uppástunga þessi átti að styðjast við ýms önnur atvik, er komu í ljós á fundinum, að fundrinn var svo linlega sóktr, engi maðr hér á fundi austanyfir fjall, úr Árnes- sýslu, og heldr ekki neinn úr 5 hreppum þessa kjördæmis sjálfs; að áreiðanlegar upplýsingar, bygðar á óyggjandi fjárskoðunum og þar að lút- andi áreiðanlegum skýrslum, vantaði gjörsamlega um það, hvað langt eðr skamt ldáðasýkin væri nú komin norðr á bóginn, en þar af leiddi aptr að ekki yrði auðið fyrir fund þenna, að tiltaka viss takmörk milli þess svæðis, sem hlyti að álítast »grunað«, og hins aðalsvæðisins, er álíta mætti lieilbrigt eðr ósjúkt, og að fyrir þessar sakir yrði nú ekki ákveðin nein varðlína með fullri vissu, þá varð fundrinn að komast til þeirrar niðrstöðu í einu hljóði, að brýna nauðsyn bæri til þess að ákveða og kveðja til annars fundar síðar, og var sá fundr ákveðinn að Ilafnarfirði mánudag- inn 16. dag næstkomandi Maímán., en eigi að síðr hlyti þessi fundr að ræða og koma sér niðr á ýmsu því, er nauðsyn krefði til undirbúnings og til sem mestrar vissu um það, er nú þókti á vanta um takmörk kláðasýkinnar og hins grunaða svæðis. En jafnframt var, eptir nokkrar umræður, afráðiu og samþykt eptirfylgjandi undirstöðuatriði, þau er 1) pær almannn og nákvæmn fjárskofcanir, sem skipaííar höfibu veritb, Jafuvol óndverblega í f. mán. yflr allan Álpta- neshrepp, vorn onn ógjörbar á ýmsum stöfcum í hreppn- um, t. d. á „upp-bæunum, og í .Hraununum*, en þar kvab og engi reglulegr hreppstjrtri verib hafa, í Garlbasókn, í allan vetr. 2) pessari uppástungu til stutmings var þat) sagt í bréflnu, og einnig af þeim 3 íundarmönnom, aí) pjóbálfr 16. þ. mán. heflbi borizt svo seint þangab sulbr, ab ekki hefbi verib mögu- legt aí) undirbúa menn til ab sækja fundinn, eins og til ætl- azt beffci verifc, en fremr afc enn væri ófengnar svo nægar upplýsingar nm hifc sanna ástand og útbreifcslu fjarkláfcans, sem naufcsynlegt væri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.