Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 3
— 127 — tom). Brennivín 16 sk., rjól 56— 60 sk., rnlla 80 sk. Til samanbnrðar við þetta verðlag og alt verzlunarútlit lijá oss hér syðra hnýtum vér hér aptan við kafla úr bréíl frá Yestmanneyum dags. 22. f. mán. um þetta sama efni: „Engar frfettir get eg Bkrifaíi y?)r hðíian; vöru\er?i hjii kaupniomiura hér í ár er: B hygg 10 rd., baunir 9 id., rúgr 8 rd., kaffl 30 — 32 sk. eptir gæbum, hvítasykr og kandissykr 24 sk. pd., ráltóbak 56—64 sk., munntóbak 80 sk , brenni- víu 16 sk pt ; einnig hofum vér heldr góbar vonir um, ab saltflskr verbi ab minnsta kosti í 20 rd , hvít nll verbr varla meir en 28 sk., má ske 30 sk., en alt er þab órá'bi'b enua. SPÍTALAGJALDIÐ. í 29. blaði pjóðólfs þ. á. var skýrt frá fundi þeim, sem bæarfógetinn hafði kvatt til alla for- menn skipa og báta í umdæmi Reykjavíkr 14. dag f. m., til þess að þeir teldi þar fram afla sinn af þorski, fsu, ste.inbít, lráfl og lýsi á árshringnum 12. dag Maím. 1869 til jafnlengdar 1870, og frá undirtektum bæarmanna um framtölu þessa; en oss gleymdist að geta þess, að bæarmenn buðust þá þegar á fundinum til, að gjalda spítalahlut á sama hátt og áðr eptir tilsk. 27. Maí 1746, eins og þeir áðr höfðu boðið stiptsyflrvöldunum, (sjá fjóðólf þ. á., nr. 12.—13. bls. 49, slrr. bls. 81); þeir kváðust allir hafa skipt »kerlingunni hlut* nú í vor, eptir eldri lögum, og hafa á reiðum höndum, og ætluðu þeir, að sá hlutr, afdráttar- laust goldinn og svo drjúgr sem hann varð nú fremr en í meðallagi, mundi höggva töluvert skarð í gjald það, sem tilsk. 10. Ágústm. 1868 legði þeim á herðar, og að minsta kosti verða talsvert drýgri fyrir læknasjóðinn en að undanförnu ; en ef það yrði eigi þáð, þá buðust þeir til að gjalda samkvæmt tilskipuninni af vetrarvertíðarajla sín- um núna í vetr. f>ar næst er nú að hverfa til þess, sem gjörzt hefir í öðrum lögsagnarumdæmum um þetta mál, þar sem veiðistöður ern, og er mælt, að þegar sýslumaðrinn í Borgarfjarðarsýslu fór um daginn að heimta framtal formanna þar á afla sínum frá krossmessu 1869 til jafnlengdar 1870, hafi þeir allir svarað honurn því, að þeir með engu móti gæti sagt tölu á honum, hvorki hina síðustu vetr- arvertíð, né heldr hinar vertiðirnar, því að þeim hefði eigi auðið verið að hafa tölu á honum, en þeir buðust aptr á móti til, að gjalda spítalahlut sem að undanförnu, eptir tilsk. 27. Maí 1746, og við því væru þeir búnir, eða þá, ef yfirvöldin kysi það heldr, að gjalda gjald það, sem stjórnarfrum- varpið 1867 stakk upp á, 10 fiska af bátum og fjögra- manna-förum, en 15 fiska af stærri skipum; og við það stóð þar. í Gullbringusýslu er sýslumaðr enn eigi farinn að þinga, og hefir því eigi enn heimtað framtal formanna þar á afla sínum; en það ræðr að líkindum, að þeir treysti sér eigi betr til þess en hinir, að gjöra þá grein fyrir ársafla sínum, sem hér er heimtað svo einstrengingslega, að gjöra þá grein fyrir öllum afla sínum, hverri fisk-kind yfir allan árshringinn, hvort heldr aðeru einhlutungar eða einhlutungsformenn eða þá hinir meiri útvegsbændr, fyrir öllum afla síns útveg3, hversu sem formenn þeirra skiptast um og breyt- ast, dauðum hlutum og lifandi, eins sjálfra þeirra eins og hinna skipráðnu og þeirra, er aðvífandi koma, og «fá að fljóta« svona róðr og róðr eða dag og dag, að gjöra þá grein fyrir öllu þessu, að þeir geti svarið þess eið að rétt sé talið. Vér höfum og áðr getið þess, að sjóarbændr hér í Reykjavík rituðu í vetr stiptsyfirvöldunum, og báðu þau, að bera boð sín um spítalagjaldið ! undir stjórnina, þau, að þeir mætti gjalda spítala- I hlutinn sem að undanförnu eptir tilsk. 27. Maí 1746, en að þeir hirti sjálfir hlutinn, og borgaði hann afdráttarlaust læknasjóðnum. Stiptsyfirvöldin gjörðu þetta, svo sem sjálfsagt var, og kom svar stjórnarinnar aptr nieð nú sfðustu póstskipsferð, og er það þannig, að tilskipun 10. Ágúst 1868 geíi ekki stjórninni neinn myndugleika til að veita undanþágn frá ákvörðunum hennar, og verði því beiðni Reykjavíkrbúa ekki tekin til greina. Af þessu geta gjaldendr séð, að þeir engrar eptir- gjafar geta vænzt í spítalagjaldinu, og mega því taka sér í munn orð Ásgríms Elliðagrímssonar: «Förum héðan, eigi er hér von liðveizlu». En hitt er eptir að vita, hvort innheimta þessa gjalds, eins og hún er undirbúin i hendr sýslumönnum, eigi bakar þeim þá örðugleika, að tvísýnt sé, hvort þar muni eigi standast á kostnaðr og ábati, hvort eigi hefði verið nær fyrir stjórnina að hugsa betrþetta mál, eða þá að reyna að greiða götu þess fremr en gjört er, heldr en að rasa svo eins og gjört var að þessari löggjöf, sem svo tvískiptar voru skoðanir um á Alþingi, og í annan stað að taka ekkert tillit til röksamlegra mótmæla landsmanna, heldr afstinga svona alla tilmiðlun og tilslökun. Af svari stjórnarinnar má og sjá, — og það er ekki einskisvert, — hverjar tíllögur stiptsyfir- valdanna liafa verið með beiðni Reykjavíkrbúa, og hafa tillögur þessar verið, að fiskimenn í Reykjavík, í Gullbringu- Kjósar- og Borgarfjarðar- sýslu, sem rétt segði til þorskafla síns frá 12.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.