Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 6
130 — f BJÖRN BRANDSSON frá Kirkjuvogi í Ilöfnum, fæddr 3. Janúar 1797, dáinn 1. október 1869. J>á var gígjan þjáð og slegin, þá sté lofið skýum ofar, þá var kepzt með gráti að geta glamrað hátt, sem bezt hver mátti: þegar hvarf úr glæstu gerfi glýusál, líkt dusti’ úr rýu, kögr-sveins er sýndist fagr, — svanna’, er hændi menn að ranni. Svo var fyr, og svo mun vera. — Sönginn þann má heyra löngum, sætan, mjúkan, súrnn, bitran, svalan, heitari, skorpinn, þvalan. •— Hver mun klökkna, kvarta, sakna, karl þó snauðr einn sé dauðr? Andinn prúði' er hefst í hæðir: hlær þá mengi’ að úlpu’ og hærum. Prúðr andi hófst í hæðir. — Hlæðu, sem þú vilt, í næði! — llann var snauðr heims af gæðum. Hreysið aldna rnoldin faldi. — Man eg þó (slíkt mun ei gleymast) manninn lúna, úlpubúna, þann hinn lága, þrekna, bjúga, þreytulega, breylilega. Var sem ekki væri halr vorra manna’, en tímaannars; fornum dvaldi opt með öldum; einatt Skuld þeim rekk ei duldist. — Hver, sem þoldi hvarmaljósin, hrein og fráu’ und dökku bránum í að horfa, hlaut að játa: «Hér er auðlegð geymd ódauðleg!» Vissa’g trauðla mann án menta mynda óð svo snildargóðan, huga dýpra og hærra fljúga — Heppin kjarnorð voru Bjarnar! — Andinn fjörgi, eins og sending yfir heima fór og geima; Björn með skygna augað arnar undarlega kom með fundi. Ilve varð slíkt? Hann þó ei þektí þeirra kjör, er snjallir gjörast, studdir vel og liprt leiddir, lærðra mundum hafðir undir. — Að sér tók hinn eigi ríka . engla’ og manna dýrstr þengill, kennifaðir gjörðist góðr, glæddi hjartað, andann fæddi. Hjartað snemma hann lét snortið lijörvi. •— Sár varð læknis þörfin! — Ó hve mörg voru elin sorgar! Undir sviðu að hinsta blundi! Hæli, líf og huggun sálar hopum urðu þá að vonum, orðin mildu, máttku dýrðar meistarans, er veröld leysti. Eins og þegar þurrir dagar þjakað lengi hal'a vengi, dauðþyrst sérhvern dropa’ af hæðum drekkr strá, sem fellr á það, þannig gleði’ og frið réð finna fyrst í lífsins orði’ hinn þyrsti andi’ og hjarta; ekkert týndist auðsins góða í vizku sjóði. þetta gullið eina’ hann átti; eitt það nægan fögnuð veitti, ljómaði bjart í hugarheimi, hljómaði skært með unaðsrómi, skein svo glatt, að sá hann sýnis- sjónum huldar flestra og duldar, endrkvað þess óminn blíða óðr bæði’ og dagleg ræða. Tungan haga helköld þegir, — hold er komið djúpt í moldu, — engin róða yfir leiði. — Engi reitsins girnist leita. Ilver mun gæta fugls, þótt fljúgi firna-leiðir upp af meiði, eða visnaðs laufs, er losnað legst að viðarrótum niðr. Einn eg veit, sem alls um gætir. • Englar hans í þéttum kransi lialda vörð við hvíldarstaðinn, holdi kveða værð í foldu. En í himins háa ranni Herrann kannast skjótt við manninn, föðureyrað fagr gleðr frelsisóðr skáldsins góða. Skín nú fagrt skrúðið hréina (skrautið það gaf ljóssins faðir), Björns, á jörð þótt væri varnað vegs og sóma’ að heimskra dómi. — — Dæm mér jafnan, herra’, í heimi hvað þú viit; eg ber það glaðr; að eins mig á himnahæðum hjúpa sýknu skrúði líknar. y - HKOSSAKAUPMAULUNN Alexander Hay frá Edio- borg i Skotlaudi, er korn htr 16. f. ruáu. á skipiuu Johu &

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.