Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 2
- 126 —
Svo lítr út sem þær fjölgi nú að mun fyri-
konurnar og uppvaxandi meyar hér í Reykjavík,
þessi seinni árin, er nú láti sannfærast um þetta;
ekki sízt nú eptir næstliðinn vetr, er hr. S.Guðrn.
leiðbeindi 4—6 fyrimannadætrum hér, sem annafs
brúka íslenzka búninginn eingöngu, og vann þær
ti! að taka upp enn forna kvennkyrtil norðrlanda,
úr hvítu smálíni með leggingum, til aðhafa ásamt nýa
skaulinu og sprotabelti, til dansleikja, því til þess
er og verðr vanalegi skautbúningrinn, svona mest-
allr úr klæðum og öðrum staðgóðum dúk, næsta
þungr og óþjáll og heitr um of.
Vér erum sannlega að því komnir, að núna
skamt fyrir Hvílasunnuna, er Sigurðr málari Guð-
mundsson kom einn dag heim í herbergi sitt,
fann hann þar fyrir sér sendingu eina, eigi svo
litla fyrirferðar, með utanáskript til hans; opnar
hann strangann og hefir hann þá að færa al-
klæðnað vel vandaðan, lá þar ofan á seðill og
skrifuð á hann þessi orð :
«Petta er herra Sigurðr málari Guðmunds-
son beðinn að þiggja, og er það sent honum í
virðingar- og þakklætisskyni af nokkrum konum
giptum og ógiptum í Reykjavík, sem bera nýa
skautbúninginn».
— Verzlunin hér í höfuðstaðnum og öðrum
kaupstöðum hér sunnanfjalls má enn sýnast helzt
til óráðin og þó næsta óaðgengileg landsmönnum,
eptir því sem þykir horfa við þeir verzhinar»prís-
ar», er kaupmenn vorir vilja eða hafa viljað láta
uppi til þessa, og þeir þykjast geta gefið vonir
um; það eru daprar vonir; mönnum þykir ekki að
þeir eigi mikinn Iofprís fyrir þá «prísa», er þegar
eru ákveðnir á útlendu vörunni, kornvöru og öðru,
og því síðr fyrir vonirnar, sem látnar eru uppi um
það, hversu innlenda varan verði te.kin, einkan-
lega landvaran, ull og tólg. Merkr sveitabóndi, er
hefir meiri landvöruafla en flestir aðrir hérsunnan-
lands, sagði oss fyrirskemstu eptireinnm Reykja-
víkrkaupmanni, að vart mundi hvítullin ná hér
eins háu(l) verði eða verða nú tekin eins vel eins
og í fyrra, — ekki ná upp í 26 sk. með 2 skild.
uppbót? Bóndinn spurði: »hvað kæmi til? «ullin
hefði þó selzt fremr vel utanlunds í vetr, er leið,
og gengið fljótt út eða uppselzt innan skams»; —
«jú, vorullino —svaraði kaupmaðr, «en við höfð-
um aptr svoddan skaða á h a u s t u 11 i n n i: Á«haust-
ullinni», sagði kaupmaðrinn að þeir hefðu tapað á í
haust, þessum óþverra, er þeir kaupa inn og flytja
svo samstundis út foruga og blauta, eins og hún
kemr fyrir, og færa inn á útlenda markaði, oss
íslendingum til skammar, en sjálfum sér til skaða
og minnkunnar með; þessa athæfis kaupmannanna
sjálfra eiga þá allir að gjalda, hversu hreina og
vandaða vorull sem menn hefði nú að bjóða? það
eru skárri hvatirnar til vöruvöndunar af kaupmann-
anna hendi, sem hér kemr fram við landsmenn.
En hvað segja þeir um sjávar-vöruna, um harð-
fiskinn, saltfiskinn og lýsið? hér er þó um mikla
sjávarvöru að tala að þessu sinni, og þó lítið látið
af afla við Noreg í vetr og vor; menn skyldi því
ætla, að öll fiskivara vor í góðri verkun ætti nú
fremr að fagna góðu gengi í útlöndum næsta sum-
ar, að minnsta kosti saltfiskrinn. Vér ályktuin
þannig af því, sem kaupmenn vorir sjálfir hafa
jafnan barið við, því til afbötunar að þeir gæti eigi
«gefið fyrir■> fiskinn nema svo og svo lítið ; — því
æfinlega verðr það að lieita að þeir «g e f i» oss, kaup-
mennirnir hér á (slandi, enda við hvað litlu verði
sem þeir taka vöru landsmanna; þegar þeir hafa
eigi þókzt geta tekið fiskinn nema við svo og svo
litlu verði, þá hefir jafnan verið barið þessu við,
að nkjörafli eðr landburðr hafi nú verið við Noreg
í vetr». Vér þykjumst því hafa fulla ástæðu til
að álykta, að með því nú er sagðr einn hinn rýr-
asti fiskiafli við Noreg, en íslenzkr sattfiskr seld-
ist vel í vetr á Spáni, enda mætavel í Iíhöfn, (sjálf-
sagt einnig af því, að á þann litla fiskmarkaðinn var
ekki ofhlaðið), þá hljóti kaupmenn vorir nú að
geta tekið sallliskinn fremr vel eða borgað hann
vel, án þess þeir eigi «tap» í hættu; og þeir ætti
því fremr að geta staðið við það í ár, að borga
tiskinn fremr vel, þar sem þeir eiga nú í von að
ná inn talsverðu af undanfarandi ára skuldum
sjávarbændanna og sveitabænda með hér í nær-
sveitunum, sem til sjávaraflans ná og ætla upp á
hann árlega meira og minna. Alt um það þykir
ekki parið líflegt hljóð í kaupmönnum um saltfisks-
prísinn; það mun helzt á orði, að «hann kunni
að verða eins og í fyrra», þ. e. 22 rd.; en harð-
fiskinn vili þeir helzt ekki sjá, nema má she fyrir
20 rd. eða minna, og lýsið er nú eigi tekið meir
en 8 mörk kútrinn, en mun vera gefin von nm
24 rd. fyrir lýsistunnuna. Gotan er sú eina sjáv-
ar- og landvara, er nú sýnist «gjöra Iukku», vonir
um 12 rd. fyrir gotutunnuna.
þess er fyr gctið, að nú eru hér þessir prís-
ar almennir, og er sagt nálægt sama í Stykkis-
hólmi: Rúgr 9 rd., baunir 10 rd., bánkab. 11 rd.,
kaffe í smærri kaupum 32 sk., í sekkjum 28—30
sk.; kandís 24 sk., hvítasykr 24 (22 í stærri kaup-