Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.06.1870, Blaðsíða 4
— 128 Maí 1869 til jafnlengdar 1870, en gæti eigi ná- kvæmlega sagt til tölu á öðrum fiskitegundum, er þeir hefði aflað á þessum tíma, fengi þá ívilnun, að þeim yrði leyft, að reikna gjaldið af þessum fiskitegundum til fjórða hluta þess gjalds, sem þeir ætti að svara af þorskaflanum, og þeim, sem treystist til, að segja til tölunnar á hinum létt- vægari fiskitegundum, er þeir hefði aflað, yrði eptirgefnir 1 * 3/4 gjalds þess, er þeir ætti að gjalda eptir tilsk. 10. Ág. 1868 af þessum hluta veiðar- innar; en þeir aptr á móti, er tregðuðust við að segja til þorskaflans, eða þættust eigi geta það, skyldi gjalda fimmfalda upphceD, eigi að eins af því, er undan væri dregið, samkvæmt 4. gr. til- skipunarinnar, heldr af öllum aflanum. En oss er spurn: hver á nú að leysa þessa "líkingu», og hvernig á að ráða þessa gátu, að finna þessa huldu eða ókunnu tölustærð, sem síð- an skal draga fimmfalda upp úr vasa þess, er undan dró í framtalinu á afianum, af því hann ekki gat vitað og ekki gat skilið, hvað hann ætti að telja fram? Yér skulum svo eigi fara að ræða frekar um þessar tillögur stiptsyfirvaldanna, úr því þær fengu eigi betri áheyrn hjá stjórninni, en þær fengu, en svo mikið má þó segja, að nokkuð betr hugsaðar og í hagfeldari stefnu hefði þær mátt vera. Af þessum tillögum stiptsyfirvaldanna má enn fremr sjá, hversu ljósir þeim hafa verið örðug- leikarnir við innheimtu gjalds þessa; en hér við bætist nú það, er allir vita, að stjórnin og yfir- völdin hafa engar reglur eða leiðbeiningu gefið með «reglugjörð» né á annan veg, hvorki fram- teléndum, þ. e. formönnum, um það, hversu þeir ætti að telja fram, og hvaða fisk, né heldr eptir- litsvaldinu, hreppstjórunum, sem skýrslurþær eiga að semja, er gjaldið skal heimta eptir, hversu þeir skuli sjá um og gangast fyrir, að fá aflann rétt framtalinn, og skrásetja það áreiðanlega og skipu- lega. Nauðsyn svofeldrar útlistandi og leiðbein- andi reglugjörðar frá upphafi fyrir slík gjaldheimtu- lög, sem þessi hér, og það þótt þau sé auðveld, eðlileg og vinsæl í sjálfu sér — en engan þenna kost hefir tilsk. 10. Ágúst 1868 sér til ágætis — er þrávalt viðrkend af löggjafanum og landstjórn- inni, hvar sem er; vér höfum þess mörg dæmi íslendingar í 'vorri löggjöf', og þessi nauðsyn kom einmitt berlega fram á fundinum hér í Reykja- 1) T. d. nm Fátækrareglugjurí) 8. Janúar 1834; sömul. áhrærandi Opii) brfef 18. Júlí 1848: Keglug. fyrir hreppstjóra Alþ.tít). 1849, viþb. B, bls. 63 — 65 og lagasafn XIV, bls. 143 —146, — og únnnr fyrir sýslumenn, Lagas. XIV, 146 — 149. vík 14. f. m-, þar sem bæarstjórninni sjálfri bar eigi saman um, hvað telja skyldi; og þegar yfir- völdin sjálf geta eigi skýrt tilskipunina svo, að þau sé á einu máli, og, oss liggr við að segja, eigi skilja hana, þá verðr sannarlega eigi til þess ætl- azt, að hreppstjórar eða alþýða manna skili hana rétt, eða geti samið skýrslur um þetta efni, svo í lagi fari, og treystist til að hlýðnast henni og hverri einstakri ákvörðun hennar svo, að þeir geti lagt þar við sinn sáluhjálpareið, að engu skakki. Auk þess virðist það næsta hæpið, hvort hrepp- stjórum hér viðFaxaflóa eða í öðrum veiðistöðum verði lagt það á herðar, að heimta saman tölu á öllum afia í hinum fjölmennustu útversplázum, og þar sem allir hreppsbúar lifa að eins á sjónum og stunda sjóinn alt árið um kring, og að semja yfir þetta alt svo margbrotnar og áreiðanlegar skýrslur sem þörf er á; og þeim er vissulega til vorkunnar virðandi, þótt þeir færist undan slíku starfi; sjálft Alþingi 1869 viðrkendi og, hversu ósanngjarnt það væri, að leggja hreppstjórum þessá byrði á herðar endrgjaldslaust, og það er og verðr vissulega mjög tvísýnt, hvort dembt verði á hreppstjóra öðrum eins aukastörfum og þeim, sem hér ræðir um, hvortheldr sem sveitar-eðrfátækraforstjóra, eða sem aðstoðarmenn lögregluvaldsins, fyrir alls ekkert; og hvar á slík áhleðsla á þá að lenda á endanum, eða hvar skal hún staðar nema? DÓMR YFIRDÓMSINS. í málinu: Magnús Jónsson (óðalsbóndi) í Bráð- ræði við Reykjavík, gegn stiptsyfirvöldunum á íslandi sem forstöðumönnum lœlcnasjóðsins. (Upp kveíiíuu 2. d. Maí máu. 1870. Forstjórar lækna- sjóbsius (stiptsyflrvöldin) hiifbutm uiálib fyrir bæarþings- rtittiriuin, og sótti þar af þeirra hendi meb veittri gjafsókn Petr Gubjohnsen orgariisti, en Halldór Kr. Fribribksson- skólakennari hMt þar uppi vörnioni fyrir Magnús Jónsson; hanu áfrýabi þar fyrir yflrdóminn, er málií) gekk á hann (fyrir bæarrétti), og hklt sjálfr uppi sókniuni, en Páll Mel- stet) var skikkabr til ab verja málií) meb veittrr gjafsókn fyrir yflrrettinnm). „Meti landsyflrrilttarstefnii, dagsettri 31. dag Janúarmán- atiar þ. á., áfrýar Magnús óbalsbóndi Jónsson á Brábræbi dómi bæarþings Reykjavíkr kaupstabar frá 13. s. m., sem 6kyldar haun til at) greiíla 40 rd. til stiptsyflrvaldanna á Is- iandi, sem forstóbnmanna hins íslenzka læknasjófbs, fyrir árií> 1868 —1869, í rentur af 1000 rd. láni, sem factor Jónas Jón- assen liafbi tekit) (til láiis?) úr nefndum sjóbi, en áfrýand- inn löt) vet) fyrir í eignarjörb sinni Seli, og 10 rd. I máls- kostnab". „Heflr áfrýandinn kraflzt þess hbr fyrir landsyflrrbttinnm, ab hann yrbi dæmdr sýkn af kærum stiptsyflrvaldanna, ogsef dæmdir30rd., eba þáeinhver nægileg uppliæb í málskostnabr

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.