Þjóðólfur - 14.10.1870, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 14.10.1870, Blaðsíða 5
— 185 — þetta var nú samt ekki nema nokkuð af óförun- um. En nú sáu Parísarbúar, að stjórnin hafði gabbað þá með ósannindum einum alla stund eptir bardagann við Gravelotte. Varð þeim mjög felmt við tíðindi þessi. Múgrinn þusti til liallarinnar Louvre, og heimtaði, að Napóleon væri af settr, og báðu hershöfðingja Trochu, sem tekizt hafði á hendr stjórn og vörn Parísarborgar, að taka að sér stjórn landsins. En hann færðist undan með hægð. þaðan hélt múgrinn að þingsalnum, en kom þar að lokuðum dyrum. Nokkrir af mótstöðu- flokki stjórnarinnar báðu lýðinn að vera hægan og eigi gjöra neinn usla eða óspektir. Seinast um kveldið kom þingið saman aptr, og sagði þá Palikao hreinlega frá öllum óförum Frakka. jf»á reis upp Jules Favre og gjörði þá uppástungu, að þingið lýsti yfir, að Napóleon og hans ættmönnum væri vikið frá völdum á Frakklandi, og varð að eins einn þingmanna til að mæla á móti. En fundi var þá slitið, án þess að gengið væri til atkvæða. Alla nóttina og fram undir morgun var hinn mesti ys og þys um stræti borgarinnar fram og aptr. Múgr- inn æpti: «Niðr með Napóleon I Lifi lýðveldið». En þó voru engar óspektir gjörðar neinstaðar. Morguninn eptir komu þingmenn saman til að ræða uppástungu þá, er Jnles Favre gjörði, aðra frá stjóminni og þriðju frá Thiers. En er þing- menn komu saman síðar um daginn á opinberum fundi til að heyra nefndarálitin um uppástungur þessar, ruddist múgrinn og hermennirnir inn í þingsalinn, svo engri þingreglu varð við komið. Heimtuðu þeir, að lýðveldi væri þegar boðað. Nú var ekki að hugsa til að hafa fram neinar ræður, og fóru þá þingmenn þeir, er heyrðu til mótstöðufiokknum (vinstri liandar mennirnir) og til bæarþingsstofunnar Hotel de Ville. J>ar varlloche- fort fyrir. Hafði lýðrinn borið hann þangað alla leið frá fangelsi hans. f>ar boðuðu þeir, að keisara- veldið væri af numið, en í þess stað væri lýðveldi stofnað. Gambetta, einn af atkvæðamönnum lýð- veldismanna, sagði: «Meðborgarar góðir: misskilið oss eigi; þessi stjórn er að eins til bráðabyrgða; hennar eina augnamið er að reka af höndum oss hina útlendu innhlaupsmenn; þegar því er lokið, heitum við því hátíðlega, að hún skal leggja niðr völdin». Lýðrinn tók yfirlýsingu þessari með hinni mestu gleði og fagnaðarópi. Allt var í hinu mesta uppnámi. Menn grétu af gleði og föðmuðu hver annan, og þóttust hafa himin höndum tekið. þeir sem fyrir skemstu höfðu verið fremstir í flokki með að biðja keisaranum allra virkta, voru nú á- i kafastir að biðja honum allra óbæna, kalla hann svikara og öðrum ónöfnum. Menn höfðu ætlað, | að þær 60,000 hermanna, sem voru í París, mundu í reynast keisaranum hollir, en því fór fjarri. þeir gengu sköruglegast fram með að rífa niðr myndir keisarans og drotningar á öllum opinberum stöð- um, og brenna þær eða kasta þeim í ána Seine. Ráðið hafði og haft fund með sér á sunnnudag- inn undir forsetu Rouhers, og mælti það harðlega á móti aðgjörðum þingmanna; en engi sinti þeim mótmælum. Drotning flýði á sunnudaginn í mesta flaustri og fylgdi henni að ein þjónustukona. Hún fór fyrst til Belgíu og síðan hingað til Englands til sonar síns. Rouher og Palikao flýðu og hing- að, og flestir þeir, er verið höfðu fylgisraenn keis- arans. þannig höfðu nú Frakkar fengið lýðveldi alt í einu, og eru varla dæmi til jafn-friðsamlegrar stjórnarbyltingar, því að hún kostaði ekki einn blóðdropa. Ilershöfðingi Trocbu er forseti hinn- ar nýu stjórnar; Jules Favre utanríkisráðgjafi; Gambetta innanríkisráðgjafi; og hin ráðgjafasætin skipaaðrir afhinum sama flokki. þingið var upp- leyst, ráðið af numíð, og sakir upp gefnar öllum þeim, er ákærðir höfðu verið fyrir pólitisk brot. í stjórn landvornarinnar eru ailir þingmenn París- arborgar, og þar á meðal llochefort. Allar borg- irnar út um Frakkland samþyktu þegar aðgjörðir l’arísarbúa. En þó var nokkur flokkr af hinum ákafari lýðveldismönnum í Parísarborg, sem þótti stjórnin fremr lingerð. Og í Lyon kom upp ann- ar flokkr, er vildi eigi kannast við þessa lýðveld- isstjórn, og setti upp sem merki sitt hinn rauða fána hins gamla lýðveldis. En í París var það ályktað, að hinn þríliti fáni Frakklands skyldi vera merki þeirra. þessir tveir flokkar í Lyon hafa þó komið ser saman um, að hvorirtveggja skyldi halda sínum fána, þar til kosningar færi fram. Aptr á móti vita menn enn ekki um, hvort aðrir landsbúar eru alveg ánægðir með þessi stjórnar- skipti, ertil kosninga kemr. En Frakkar hafa nú eigi svigrúm til að gefa sig við innanlandsdeilum. Af útlendum ríkjum eru það að eins Banda- ríkin í Vestrheimi, Ítalía, Spánn og Svissaraland, sem enn hafa opinberlega kannazt við lýðveldi þetta, og er það að líkindum, því að þessir menn, er nú stjórna Frakklandi, eru sjálfvaldir og ekki er víst, hvort meginhluti Frakka muni kannast við þá sem stjórnondr sína. Bráðabyrgðastjórn þessi átti engan veginn liægan sess í að setjast, og tók hún nú til starfa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.