Þjóðólfur - 14.10.1870, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 14.10.1870, Blaðsíða 6
18C — af alefli. Víggirðingunum um París var haldið á- fram; og öllum útlendum mönnum var boðið að verða burt þaðan, og svo öllum þeim, er eigi hafa þar reglulegt heimili. Hefir því mikill sægr frakk- neskra manna komið hingað yfir um þessa daga. Hinir fögru skógar í kringum París voru brendir, brvr voru sprengdar í lopt, svo jþjóðverjum yrði ó- greiðara yfirferðar. Hins vegar héldu þjóðverjar stöðugt til Parísar eptir bardagann við Sedan, og þótt þeir hefði þunga lest, komust þeir í grend við París í vikunni sem leið. Samt sem áðr höfðu menn vonir um, að sættum yrði nú á komið. Jules Favre sendi umburðarbréf til útlanda, og kannast hann þar við, að Frakkar hafi gjört J»jóð- verjum mikinn órétt með því að hefja þenna ófrið á hendr þeim, og segir hann, að Frakkar séu fúsir á, að gjalda ærnar fébætur og minka her sinn, en hins vegar segir hann, að Frakkar muni berjast, meðan einn maðr standi uppi, lieldr en að gefa upp eitt fet af landi eðr einn stein í köstulum sínum, og þótti þetta óvitrlega mælt, þar sem eng- ar líkur eru til, að þeir geti náð aptr Elsass og Lothringen með herafla. Gamli Thiers var og sendr til Englands, Vínarborgar og Pétrsborgar, til að reyna að fá þær stjórnir til að miðla mál- um, og berða að þjóðverjum að láta eigi kröfur sínar keyra fram úr hófi. Aptr segja þjóðverjar, að þeir muni engum líða að skapa skilmála milli sín og Frakka. Segjast þeir vilja búa svo um hnútana nú, að þeir þurfi ekki aptur að sæta á- rásum Frakka fyrst um sinn. Bismark segir og, að liann hafi engar sannanir fyrir því, að samningar þeir, er hann gjöri við þá sljórn, sem nú sé á Frakklandi, verði ekki rofnir undir eins og hún kann að fara frá, því að allr þorri Frakka geti með fullum rétti sagt, að þeir hafi eigi gefið þessum mönnum neitt leyfi til að semja fyrir sig. Enda kvaðst hann mundi krefja meira en Frakkar hefði enn boðið. Síðan höfðingjaskiptin urðu á Frakklandi hafa menn hér einkum meðal hinna lægri stétta verið Frökkum miklu sinntari en áðr. En þó varð lílill árangraf ferð Thiers bingað, og sama er sagt um ferð hans til Vínarborgar. Stjórn Austrríkis svar- aði, að sér þætti að vísu mjög sárt að horfa á ófarir Frakka, en þó sæi hún sér eigi fært að hlutast í þelta mál, nema með góðum tillögum. Nú er Thiers á leiðinni til Pétrsborgar, og erhætt við, að honum gangi þar eigi betr. En nú var Frökkum annaðhvort að gjöra, að vinda bráðan bug að friðarsamningunum eðr að halda áfram til hins ýtrasta, því að þjóðverjar voru búnir að umkringja París með ógrlegum liðsafla í vikunni sem leið. Áðr en allir vegir voru teptir, flutti stjórnin sig suðr til Tours við ána Loire. En rétt á eptir girtu þjóðverjar svo um París, að þangað kemst engi inn eða út nema fuglinn fljúgandi. Var nú auðséð, að þjóðverjum var full alvara, að ráða á París með oddi og eggju. Prússakonungr hefir nú stöðvar sínar íFerrieres, hinu nafnkunna sloti Rotschilds, Friðrik erfðaprins í Versailles, og erfðaprins Saxlands í Tremblay, hér um bil 2 danskar mílur frá París. f>jóðverjum og liði Frakka hefir og lent saman fyrir utan borgina, og sýndu Frakkar þar litla rögg af sér. þegar svona var komið, fór Jules Favre til Ferrieres að finna Bis- marck og leita um vopnahlé, þangað til kosningar gæti farið fram, — en ákveðið var að þær skyldi fara fram 2. Október — og reglulegt þing gæti komið saman og ákveðið um stjórn Jandsins. Gaf Bismarck kost á því með því skilyrði, að hinir víggirtu staðir Strasborg, Toul og Verdun gæfist upp, svo að þjóðverjar ætti óhindraða leið austr til þýzkalands. þótti mönnuni út í frá þessir kostir svo sanngjarnir, sem orðið gat, því að staðir þessir eru þegar að þrotum komnir, enda hefir einn þeirra gefizt upp síðan ; það er Toul. Jules Favre kvaðst verða að ráðgast um kosti þessa við em- bættisbræðr sína. En er þar kom, var þessum kostum hafnað, og stjórnin birti almenningi, að Bismarck hefði auk þessa beðið um Metz og Va- lerien, eitthvert hið sterkasta vígi fyrir utan París. Lýðveldismenn hafa þannig eigi látið sér dæmi hinnar fyrri stjórnar að kenningu verða, og beita nú hinum sömu ósannindum sjálfir. Og er bágt að vita, hvað þeim gengr til þess annað en að æsa þjóðina til enn harðari mótstöðu. Annað er það, að þeir hafa ef til vill óttazt, að hershöfð- ingjar þeir, er verja hina víggirtu staði, mundi ekki kannast við myndugleika sinn, þótt þeir gengi að kostum Bismarcks, en það hefði verið þeim óbærilegr hnekkir. Mælt er að Bazaine hafi sagt, að hann verði Metz og þann her, er þar væri, fyrir keisarann, en hann kannaðist alls eigi við þessa stjórn lýðveldismanna. þannig heldr þá þessi ógrlega styrjöld áfram, og er hætt við, að hún verði því grimmari sem lengra líðr. Sagt er að einn herflokkr þjóðverja haldi suðr á Frakkland, og sé þegar kominn að Orleans. Fáir efast um, að úrslitin, sem sé þau, að Frakkar fari því meiri ófarir sem lengra sækir fram. Floti þeirra er nú kominn aptr úr Eystrasalti, og hefir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.