Þjóðólfur - 04.05.1872, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.05.1872, Blaðsíða 2
102 Póstskip þetta færði alls cngar fréttir af neinu tagi, né neitt frekara út af erindum stiptamtmanns vors og þeirra frændanna, né hvernig þau erindi muni ráðast. Skrifað er nú frá Khöfn og haft eptir þeim er verið höfðu samferða þeim stipt- amtmanni héðan með fyrri ferðinni, að hann og þeir hr. Hoskjær hafl engar dulur dregið á, að erindi þeirra hvors fyrir sig, væri í raun réttri það hið sama er vér skýrðum frá, eptir orðasveimnum hér í blaðinu 10. f. m. (81. bls.), nema hvað eptir þeim samferðamönnum þeirra er nú ritað allt greinilegar um það fyrirkomulag á yílrstjórninni hér, sjálfsagt allt undir ráðherra í Kaupmanna- höfn, sem þeir hafi haft eptir stiptamtmanni, svo sem að Bergr amtmaðr muni eiga að færa bústað sinn til Reykjavíkr, hafa amtstjórnina á hendi f báðum: Suðramti og Yestramti, og stiptamtmanns- störf þau að auk, í samvinnu með biskupi landsins, er innibinda kirkju- og kenslumálin («stiptis»-málefnin, er fyr voru nefnd); Árni Thorsteinson kanselíráð skuli hafa á hendi öll fjárstjórnarslörf landsins, og fjármál og fjárgæzlu (undir landshöfðingjanum?) alla rannsókn (revisión) innanlands reikninganna, (nema landfógeU eðr landsjóðsreikningana), og vera landfógeti jafnframt, taka við gjöldum öllum, en telja út embættislaun og eptirlaun og önnur útgjöld; en aptr skuli losa hann við bæarfógeta- embættið, er Hoskjær taki að sér. Svona er nú skrifað frá Khöfn, og það er eigi einn er svo hefir skrifað, heldr ýmsir og til ýmsrahér, en eigi öðru- vísi heldren eins og ráðagjörðir stiptamtmanns, þvi lítið eðr ekki mun það hafa verið til stjórnarinnar komíð og því síðr neitt afráðið þáþegar, er þetta póstskip fór nú frá Khöfn. — þau konungr vor og drottning hans voru enn eigi komin heim til Hafnar úr Grikklands- ferð sinni þegar póstskip nú fór; en talið víst að þeirra væri heim von dagana 27.—28. f. mán. — Ekkj færði þetta póstskip neinn stíl né ann- að er með þurfti til Elliðavatm-prentsmiðjunncir, það er og haft fyrir satt að engi hér hafi fengið bréf frá assessor Bened. Sveinssyni með þessari ferð. — Fjárkláðinn hér sunnaulands. — Á 82.—83. bls. hér að framan var skýrt frá héraðsfundinum í Görðum á Álptanesi 22. Marz þ. árs og hvað j)ar gjörðist til varúðar og varnar gegn útbreiðslu kláðans, því enginn dró efa á það, né dregr enn, að hann sé hér viðsvegar þótt eigi þætti þá í stað vissn fyrir iitslegnum kláða nema má ske hér í Reykjavík (í 3 kindum Jóns Guðmundssonar er þar voru heima fyrir), var þess og getið að fund- arstjórinn sira jþórarinn prófastr hefði lagt þær samþyktir fundarins fyrir stiptamtmann, og að hann vcitti þeim góðar undirtektir. Skömmu síðar lagði og stiptamtið fyrir, en sýslumaðrinn í Gullbringusýslu ritaði það dýra- lækni Snorra Jónssyni, að hann skyldi gangastfyrir almennum fjárskoðunum bæði hér sunnanfjalls, og í næstu hreppum austanfjalls. Grafningi, Selvogi og Ölfusi. Hér syðra var þar eigi skoðun skipuð nema norðr að Köldukvísl ; þarmeð var þá allr Mosfellsdalrinn að norðanverðu : Mosfell stærra og Minna, Hrísbrú o. s. frv. undanpegið frá sltoðun', eigi var heldr nefndr Álptaneshreppr til skoðunar- innar, né Rosmhvalanes- eða Hafnahreppr. Enn sem komið er hafa engar skýrslur bor- izt af skoðununum austanfjalls; en dýralæknir hefir nú verið á sífeldum skoðunarferðum hér sunnan- fjalts allan síðari hluta f. mán., og kom úr þeim skoðunum 1. þ. mán. Einkis kláða né minsta vottar hafði vart orðið hjá þeim 2—3 mönnom í Njarðvíkum (Vatnsleysustr.hreppi), sem höfðu sett á vetr fáar kindr hver af hinum eldra stofni; heldr ekki hjá þeim 2—3 mönnum í Grindavík (á Garð- húsum og Ilúsatóptum) er ekkí höfðu al-lógað stofni sínum í fyrra haust. I>arimóti fanst nú ó- yggjandi kláði á Hraðastöðum i Mosfellssveit (Mos- fellsdalnum að sunnanverðu), og á Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, í meiri hluta fjárins (þ. e. í öðru fjárhúsinu); hafðiþóá hvorugum þeimbæ orðið kláðavart fyr í velr. Dýralæknir tók sig þá á og skoðaði einnig í Álptaneshreppi og fann eina kind með kláða, er Ólafr {>orvaldsson átti í Uafnarfirði, og er í almæli, að sú hin sama kind hafi verið allan seinni hluta vetrarins innan um fé þeirra i Garðahverfinu. J>að er hvorltveggja, að almanna- rómrinn, hefir fyr og síðar viljað g)öra miklu meira úr kláðanum í Iíaldárselsfénu, því sem þeir Hafn- firðingar keyptu út til niðrskurðar á Góunni í vetr, heldren gjört er ( leiðréttingar-skýrslu C. Zimsens faktors 27. Marz þ. árs, er auglýst var í síðasta bl., enda kemr nú, fyrir þessa kláðakind Olafs þorvaldssonar, fram hið sanna um það, að kláða- grunsemdin í Álptaneshreppi hafi verið á rökum bygð og fullum sanni allan þenna vetr og sé það enn, þar sem þar hefir aldrei átt sér skoðun stað fyren nú, og því síðr neinar lækninga-tilraunir. Svona er nú kláða-ástandið hérsyðra 16. vor- ið eptir að mein-gestr þessi kom hér fyrst upp.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.