Þjóðólfur - 03.01.1873, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.01.1873, Blaðsíða 2
orðið 8Ú heimska að láta «sprittiðn vera undan- þegið á lögunum1, svo kaupmenn í Reykjavík búi nú sjálfír til brennívln úr spritti og leiði svo af ástandi þessu jafnsaman heilsuhnekki og siðaspill- ing. — Að sínu leyti eins uppbyggileg og áreið- anleg eru heilræði þau er Burton leggr löndum sínum, er ferðast vilja til íslands. íslenzkum fylgdarmönnum er hann nafngreinir suma hverja, ber hann misjafnt orð. Brennivín segist hann (mirahile dictu) hafa fengið allgott og óaðfinnan- legt. Gestrisni fmst engin á íslandi gagnvart út* lendum ferðamönnum, því landsmenn eru bæði bláfátækir og féfíknir. Stóri Geysir er útlifaðr, örvasa aumingi, sem lætr menn bíða eftir sér heila viku, Hekla er «erki-humbúgg» (þ. e. lygaskrum og hégómi einn), og það sem hinir fyrri ferðamenn hafa skrifað um ferðalag sitt á íslandi, um ánægj- una sem af því megi hafa og hætturnar sem sé því samfara, það segir Burton sé hlægilegar ýkjur, og hafi Henderson orðið þar fyrstr til, en hinir seinni ferðasöguritarar fetað í hans fótspor eins og einfaldir sauðir. Hrafnagjá er ekki nema hraunsprunga, árnar eru f mesta lagi 3 feta djúp- ar, svo varla getr maðr drukknað í þeim, enda kemr ekki neinum íslendingi til hugar að leggja þar út i sem nokkur veruleg hætta er á ferðum, Náttúra íslands er svo fjærri því, að mega heita stórbrotin og undrunarverð, að hún má öllu fremr kallast lítilfengleg. «AUt, nema ef til viil hraun- beltin, er svo rislítið og í svo smáum stýl — að eg get nú ekki annað en endrminzt Hermonfjalls- ins með einhvers konar lotningu, og er það þó dvergsmátt í samanburði við Andesfjöllin». það eina sem kynni vera nokkuð harðsótt, væri að 1) þetta kennir Burton Alþingi ranglega og af vanvizku, eins og hr. Eiríkr Magnúseon heflr ljóslega og réttilega sýnt fram á og til fært réttar áetætmr fyrir í 6Ínni engelsku svar- grein tii Burtons, þútt þaþ ek ekki berlega tekií) fram í á- gripi því af þessari svargrein herra E. M., er hkr fylgir á eftir. JJann sýnir þar, — eina og óllum má ljúst vera af nmræfcum og atkvæíiagreiþalonni 1 brennivínsmállnu á Alþingl 1871 (í alþ tíiindunnm s. á ), og einuig er til fært ( jjjúíiúlft XXIV, bls. 107, eftir Ministerial-Tidenden, — og hrekr þar meþ þessl úaannlndi gjórsamlega: aí) Alþingi hafl meþ miklum atkvæþafjólda ályktaþ, a% tollrinn af „úblönduþnm sprlt" yrbi 20 sk. af hverjum potti, en afc konungsfull- t r ú i n n haft bæþi mútmælt því á þinglnu, aB iagþr væri liærrí tollr á „aprltt* heldren á alment brennivín, og haft hann lagt þetta eama til vib etjúrnina í álitskjali einn nm málib, abhyltist evo rábherrastjúrnin þesea tillögu konungsfjplltrúans og gjörbf ab lögum, en hratt og hafbi ab engu atkvæbi alþlngis um 20 sk. tollinn af „6prittiuu“. Bitstj. kanna Vatnajökul, Klofajökul og Ódáðahraun, en það væri líka karlmannlegt fyrirtæki, og um það mál er Burton mikið niðrifyrir, og leggr hann ít- arlega ráðin, hvernig þeim leiðangri eigi að haga; virðist sú ráðastofnan á viðlíkagóðum rökum bygð og hilt sem á undan er komið. Ef íslendingar fengist til fylgdar í þá ferð, þá segir hann holl- ast, að hinir ensku ferðamenn hafi með sér *re- volvers» og laghnífa, svo hinir ístöðulitlu íslend- ingar sjái, að úllendingarnir sé óhræddir við úti- legumenn og vígbúnir, ef á þyrfti að halda. Ekki hefir þó Burton viljað láta allt ólofað áíslandi, og þvi ber hann loftslaginu svo látandi vítnisburð : «Hvað sem öðru líðr, þá þekki eg ekki inndælis- legra loftslag en hið íslenzka um hásumartímann. Egvildi innvirðulega ráðleggja Englendingum, sem á Indlandi hafa verið, að reyna að hafa gagn af því, heldren að Ieita til hinna taugaveikjandi baða á þýzkalandi og víðar á meginlandinu. Loftið er ilmr og angan; menn geta gengið hattlausir og frakkalausír um miðnætti, og eg hefi sofið und- ir beru lofti tjaldlaus og rúmlaus í 1500 feta hæð frá sjáfarmáli. Vatnið er að sínu leyti eins hreint, og mjólkin og rjóminn er svo að ekki fæst slíkt á Englandin. Hið annað bréf Burtons er allt um brenni- steinsnámurnar við Mývatn, að undanteknum ill- mælaglósunum um bóndann á Reykjahlíð og heim- ili hans. Um námurnar er það álit Burtons, að Englendingar mundu geta nolað þær sér til tölu- verðs ágóða, sem þá ísland einnig síns vegar hefði gagn af, bæði beinlínis og óbeinlínis. (Niðrlag f næsta bl.) Á ári því, er nú er að enda, hefi eg með- tekið þessi árstillög og gjafir, til P r e s t a e k k n a- sjóðsins, frá eftirnefndum heiðrsmönnum. rd. sk. Gjöf frá enskri konu . ...................9 „ Árstillag sira Þorst. þórararinssonar á Beru- íirði fyrir 1871...............1 » — — GuttormsGuttormss.áStöðf. s.á. 1 » — —- Guðjóns Hálfdánars. á Dverga- steini fyrir sama ár . . . 1 » — próf. sira Sig. Gunnarssonar á Hall- ormstað fyrir sama ár . 2 » -— — — Jóns Guttormss. í Hjarð- holti fyrir sama ár . . 2 • — sira Jakobs Guðmundss. á Kvenna- brekku fyrir sama ár . . . 5 » fluttir 21 »

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.