Þjóðólfur - 21.01.1873, Page 3
Magnússon greinarkorn í Standard, einkanlega
móti því er hann hafði sagt nm tildrög brenni-
vínslaganna og ofdrykkju íslendinga, en aðra grein
heGr hinn enski ferðamaðr John Milne sett í sama
blað, og er hið helzta inntak hennar, sem hér
segir:
«Til útgefanda Standards». — í blaði yðru 26.
Okt. leiddist athygli mín að langri, eptirtektaverðri
og frœðandi grein um ísland. |>að er nú svo mál
með vexti, að mér þykir ekkert ófróðlegt sem þetta
land snertir, af því eg hefl átt þar nokkra dvöl,
bæði á kunnum og ókunnum stöðum þess, og því
finn eg vel, að eg get ekki með góðri samvizku
slept þessu efni hjá mér svo að eg gefi þar ekki
orð í. Margt í greininni kemr heim við almenn-
ar skoðanir allra ferðamanna, en þó hefir hún
öllu meira inni að halda, sem ritað er þyert ofan
í og móthvert öllu því, sem aðrir hafa áðr um
þetta efni ritað, og virðist það augljóslega bera
með sér einhverja nýmælasýki höfundarins. Hann
segir oss, að hvorttveggja, ánægjan og áhættan
við hið íslenzka ferðalag hafi verið hlægilega öfgað.
Ef nú engi hefði vitjað íslands þangað til «Anno
Domini» 1872, þá hefðim við líklega fengið að
lesa um voveiflegustu glæfraferðir, þar sem líf og
dauði hefði leikið á hnífsegg, og það rétt á öðru
hverju leitinu ; enafþví menn nú hafa svo hundr-
uðum skiftir ferðazt um land þetta, sem að vísu
eftir rittim ferðamannanna er eitt hið «undrunar-
legasta og athugaverðasta í heimio/og af því allir
hafa skýrt á nokkuð líkan hátt frá sinni raun í
þessari grein, þá er það aldrei nema náttúrlegt,
að eptirrennari þeirra, — sem sjálfsagt er þungr
á metunum með sínu alræmda nafni, — muni
leggja alla stund á að gjöra sig dýrðlegan með
því að umturna annara hugmyndum. «J>að þarf»5
segir Burton, «að semja lýsingu landsins alveg
nýa frá rótum». Er það svo? Ef að tuttugu rit-
höfundar, sem allir hafa verið að keppa sér til
sæmdar með því að skýra frá landinu, hafa verið
samhljóða sín í milli í lýsingu þess yfir höfuð, þá
er það að vísu heldren ekki annarlegt, þegar hinn
tuttugasti óg fyrsti kemr og leitast við að koll-
velta öllu sem hingað til hefir verið ritað». J>ar
næst sýnir Milne fram á, hversu það sé ástæðu-
lanst að vefengja frásögu þvílíks manns sem Hen-
derson var, og fleiri annara t. d. Lord Dufferíns,
Robert Chambers, Ida Peiffer, Captain Forbes,
Baring Goulds, Shepherds, Hollands, sem allir skýri
líkt frá landinu, og virðist mega af því ráða, að
þeir fari með sannindi. Hann ber og drykkju-
skaparámælin af íslendingum og kveðst sjaldan
hafa séð mikið af því tagi í Reykjavik né annar-
etaðar, þar sem hann hafi um farið, en segir það
vera náttúrlegt, að fslendingar verði að hafa sér
brennivín til hressingar, þarsem þeir eigi einatt
að sæta kaldviðrum og vosbúð, enda farist ekki
útlendum ferðamönnum að leggja á það ómilda
dóma, þvi þeir hafi jafnaðarlega með sér kúta þar
sem íslendingar hafi pela og taki sér engu ó-
drjúgari sopa; en þegar þeir komi heim í föður-
land sitt, þá muni þeir fljótt sjá þar meiri drykkju-
skap en nokkurstaðar viðgangist á íslandi.
J>arsem minzt var á mentunarástand íslend-
inga», segir J. Milne, «þá er eg því alveg sam-
dóma, að þeir eru langt aftr úr, eða jafnvel mætti
segja, að þeir sé öldungis kunnáttulausir í öllum
fræðigreinum nema hinum bókvísindalegu; og þeg-
ar ferðazt er um land þetta, þá má í skjótu bragði
sjá afleiðingarnar af einskostar «klassiskri» upp-
fræðingu. Cæsar, Ovidius, Livius og máske fá-
eiuar aðrar margvolkaðar bækr hafa verið lesnar
upp aftr og aftr — sömu gömlu fræðin æ og æ.
Og viðlíkt hefir lífi íslendinga verið háttað, hinn
sami afmarkaði ferill hefir verið einstrengingslega
þræddr. Ef þeir hefði tamið sér og iðkað nátt-
úruvfsindin, hvilíkan mismun mundi það hafa gertl
Hversu mundu þeir þá hafa leikið á hinu víða,
viðblasandi æfingarsviði uppgötvananna sem í kring-
um þá er — í landi sem er fullt af sjóðandi hver-
um, eldfjöllum, ísjöklum og aflþrungnum elfum,
og þetta allt undir himinhvolfi, sem leiftrar af
ljósdýrð norðrheimsins, — þá mundi eflaust kapp-
samr rannsóknarandi og eftirlangan eftir einhverju
nýu hafa glæðzt í sálum þeirra. En eins og nú
er högum komið sitja þeir bundnir við hinar klass-
isku bækr — lifa og deya í landi, sem er tæpar
300 mílur (enskar) þvert yfir að fara, alveg ófróðir
um hinar innri stöðvar þess, og hversu þeim er
háttað.
í seinna parti greinar sinnar rekr Milne á-
burð Burtons gegn íslendingum fyrir ógestrisni og
ásælni við útlenda ferðamenn, og segir sína raun
hafa verið gagnstæða, þó orðalaust sé þessu mis-
jafnt háttað á íslandi eins og annarstaðar; því það
sé hvervetna sannreynt, að ræningjarnir (þ.e. þeir
sem reyta ferðamenn með rándýru verði) fjölgi í
í sama hlutfalli sem ferðamennirnir, og þetta sjá-
ist hvergi betr en á Skotlandi; því mundi þá ekki
stundum bera að sama brunni á íslandi? Að end-
ingu gerir hann gaman að boltaleggingum Bur-
tons um Vatnajökulsferðir, og býðr að gefa lönd-
um sínum áreiðanlegri bendingar og ávísanir um
ferðalög á íslandi, en þær sem Burton hafi í té
látið.
í sama númeri af «Standard» hefir annar
Englendingr, er nefnir sig Lex, ritað stutta grein
mót Burton. Hann tilfærir meðal annars orð eins