Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 3
e>gi viðrkenna konungslign hans, og gjörðu sf- felldar uppreistir og óspektir norðan til á Spáni í sllan vetr; á Kuba, nýlendu Spánverja f.Vestr- i>eimi, var og uppreist; auk þess þótti honum ffelsismenn vera of uppvöðslumiklir gagnvart aftr- haldsmönnum, og þóttist eigi geta haldið jafnvægi niilli flokka þessara. Hann tók því það ráð, að segja af höndum sér konungstignina með samþykki þingsins II. dag Febrúarmán. í vetr; var þá þjóð- veldi sett á Spán í stað konungdómsins, og heitir sá Figueras, er síðan hefir haft æðstu stjórn þar á hendi; annar frægastr maðr í stjórninni er Ca- stelar, og eru þessír menn báðir mælskumenn miklir og vel viti bornir. Eigi hefir þeim þó tek- izt að hafa hemil á Spánverjum; hefir þar víðast hvar verið hin mesta óöld og ósljórn, síðan Ama- deo fór frá. Karlungum hefir vaxið fiskr um hrygg, og hafa þeir brugðið berlega upp herskildi móti þjóðveldinu f norðrhluta landsins; befir Karl kon- ungr, er svo nefnirsig, tekið við forustu yfir þeim; fara þeir með mikilli grimd, og myrða viða hvert mannsbarn, er þeir ná. Nýlega hafa þeir unnið kastala þann, er Berga heitir, og talinn er lykill- inn að Katalóníu; myrtu þeir þar nálega 70 manna varnarlausa, cr þeir höfðu gefizt upp. Nú hefir þó frétzt, að Karlungar hafi beðið nokkurn ósigr við Puycerda. Sum fylkin á Spán vilja rífa sig Undan yfirráðum stjórnarinnar f Madrid, og hefir Barcelona tekizt það; jafnaðarmenn hafa líka látið til sín taka og skift eignum; svífast þeir jafnvel eigi, að rita stjórninni þetta bréflega, og frá ein- Um stað var henni jafnvel ritað, að skiftingin hefði farið fram með hinni mestu reglu (//); eykr þetta eigi alllítið á vandræðin. það, sem þá ætti að vera eina athvarf sljórnarinnar, er herinn; en hann vantar því miðr, að sögn, allan heraga; her- mennirnir vilja eigi hlýða foringjunum og þá fer aHt í ólestri; það getr nú verið og er vonandi, að meira sé gjört úr þessu, en er; enn, sem komið eri er eigi fært að sjá, hvernig þjóðveldinu muni reiða af; meðan svo er, viljum vér vona, að því lakizt að vinna sigr á öllu þessu; það hefir þó tekið af alla blámannaþrælkun á Kuba, þóað aldrei *’§gi annað gott eftir það. þingið hefir lika gjört stjórninni erfitt fyrir, því að allr þorri þingmanna erú einveldis8innar; en nú eiga að fara fram nýar *m8ningar, og er líklegt, að þjóðveldismenn sigri þær. ____Frakkland hefir nú nóg að gjöra, að ná sér Alfons; hlnlr þriíjn h«ld» fram konn hertogans Montpensier, yngri ddttor Ferdinands. aftr eftir ófriðinn; hefir það tekizt furðanlega, og má telja sem dæmi þess, hversu greitt Frökkum hefir gengið að standa í skilum við Prússa með hernaðarkostnaðinn, sem áðr ersagt; má það þakka snillingnum Thíers, forseta þjóðveldisins, að svo vel hefir rætzt úr. Tekst honum aðdáanlega að halda við jafnvægi milli hinna mörgu flokka í landinu og á þinginu; það má skifta fiokkum þess- um f 2 aðaldeildir: «vinstri handar menn», er vilja hafa þjóðveldi að stjórnarskipun, og «hægri handar menn», er vilja koma á einveldi; «vinstri handar menn» greinir aftr á um, hvernig þjóð- veldið skuli vera; vilja sumir hafa það frjálslegtút í yztu æsar, og eru þeir «yzt vinstra megin»; for- ingi þess flokks er Gambetta, er mestu réði í varn- arstjórninni, meðan á ófriðnum stóð; er hann málsnillingr hinn mesti og hinn vitrasti maðr; aftr vilja aðrir frelsið f hófi, og eru þeir nefndir «mið- flokkrinn vinstra megin»; einna helztr í þeim flokki er Grévy, er áðr var forseti þingsins, en nýlega hefir hann lagt sjálfkrafa niðr tignina vegna ofsa «hægri handar manna»; «hægri handar menn« eru eigi heldr ásáttir um, hvert einveldi þeir skuli hafa; vilja sumir koma að hertoganum af Cham- bord, sem er af Bourboninga ætt, og eru þeir nefndir lögerfðamenn; aðrir vilja koma að ætt Na- poleons; misti sá flokkr mikils, þegar Napoleon III. dó í vetr (9. dag jan.), en hefir þó eigi látið hugann falla; heldr hann nú fram syni hans Na- polon 4.; enn eru sumir, er vilja koma að Orle- aningum, ættmönnum Loðvíks Filipps; er sagt að Thíers hallist sjálfr mest að þeim flokki og að «mið- flokknum vinstra megin». J>ing það, sem nú er, hefir setið síðan friðrinn var saminn vorið 1871, og á að slíta þvf, þegar Frakkar eru lausir úr hershöndunum, og Prússar hafa rýmt landið al- veg; samt ætlar það áðr að kveða á um, hvert stjórnarfyrirkomulag skuli vera á Frakklandi; má þá búast við, að róstusamt verði á þinginu, þegar það mál verðr rælt; eru Frakkar hávaðamenn miklir á þingi, og æpa að þeim, er talar, ef þeim mis- líkar, en þeir, sem ræðumanninum fylgja æpa á móti, og svo eru tilheyrendr eigi betri; verðr þannig oft, þegar hin stærri mál eru rædd, svo mikið háreysti og óhljóð, að eigi heyrist manns- ins mál f langan tfma, og stundum vara óhljóðin svo lengi, að slíta verðr fundi; hefir oft orðið hið mesta hneyksli úr þessu. Má af þessu marka, hversu ákafir flokkarnir eru, og hversu mikla snilli þarf til, að láta eigi raskast jafnvægið milli þeirra, en það hefir Thíers tekiztallt til þessa. Frakkar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.