Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 5
— 117 — W Uandarylkjanna, þá leyfi eg mér að tala dálítið um þær fvrst. Sagan er annars stutt. Fyrir Uokkrum árum fengu menn þá hugmynd í þing- ^yarsýslu, að Paradís væri í Brasilíu, þeim hafði verið sagt það, og þeir höfðu trúað því. þangað ætluðu menn hópum saman, skipið átti að koma og sækja þá; þeir seldu aleigu sína til að koma henni ( peninga, og margir þeirra voru efnamenn; skipið kom ekki og flestir fóru á sveitina með fjölskyldu sína, og við það stendr enn; sumir hafa ekki getað rétt sig við enn í dag, og eiga í sí- feldu basli þó þeir væri efnaðir áðr. Fjórir ein- hleypir menn fóru þangað; tveir þeirra kunnu nokkuð í þjóðversku, en hinir ekki, (í Brasilíu er mest töluð þjóðverska, og l’ortúgiska), þeir voru allir Jiprir og liðlegir menn, tveir af þeim voru beztu smiðir, og sá þriði kunni einnig handverk. Einn þeirra var brjóstveikr, og dó rétt strax, að líkindum af breytingu á loftslagi, annar er dáinn fyrir nokkru, og langaði ávalt heim aftr, enda áttu þeir báðir við bág kjör að búa. Ilinn þriði varð kaþólskr, og álti í mesta basli, hann er nú týndr, þó hann geti verið lifandi, þá veit enginn hvar hann er. Hinn fjórði er nú, eftir því sem hann segir sjálfr, í allgóðnm ástæðum og er giflr ka- þólskri konu. þannig hafa ferðir íslendinga til Brasilíu tekizt, og það er víst ólíkt vonum þeim, sem sumir gerðu sér, þegar þeir ætluðu að fara. J>rátt fyrir þetta ætlar Norðanfari að ærast yfir kallenu og sykrinu í Ameríku; en afþví hann gerir það af svo mikilli fávizku, þá hafa menn líklega ekki viljað gefa ritstjóranum föðurlega hirtingu fyrir það. |>etta er nú ávöxtrinn af ferðum ís- lendinga lil lírasiliu, að einn maðr héfir komizt af, en allir hinir brotið skip sitt. En svo eru ferðirnar til Bandafylkjanna; það er að vísu satt, að ekki er enn gott að sjá hvað gott þeir sem fara geta haft upp úr ferð sioni, en ekki litr svo blómlega út enn fyrir íslending- öm þar, að það sé vert að fara þangað þegar í stað, svo þúsundtim skifti. Einhverir þeir fyrstu, sem fóru þangað, voru þeir Wichmann og Jón Gíslason frá Selalæk; þeir keyftu sér þar land í sameiningu, og hvernig þeim hefir svo gengið það Veit maðr ekki gjöria, en nú hefir frézl, að Wich- tnann hafi selt landið að Jóni fornspurðum, og siðan veit enginn hvar Wichmann er, en Jóni mun ekki líða neitt sérlega vel síðan. þessir sem síðar hafa farið eru ærið rnargir, og svo mikið má Segja, að þeim líðr ekki öllum vel, og ef öll bréf, Sem koma frá íslendingum í Uandafylkjunum, væri þegar látin í blöðin eins og kaflarnir úr bréfun- um s'em Nf. er að gylla sig með, þá gæti menn víst einnig skoðað sæluna í Bandafylkjunum frá öðru sjónarmiði, en sum alþýða gerir. það er annars einkennileg, þessi vöntun á góðri samvizku hjá «Emigröntunum" (brottfarar- mönnum) vorum. Hún sést hjá þeim flestum af því, að þeir þurfa ávalt að færa sér eilthvað til málbótar. Sumir berja við hinu «pólitiska» ástandi á íslandi, en þá helir ofl verið meiri ástæða fyrir íslendinga að flýja lönd og óðul, en nú. J>ó ekki sé gott ástand okkar nú, þá hefir það oft verið verra. . Og þessutan er það ekki hetja sem flýr, nei hetjan sigrar eða fellr. Sumir segjast ætla að vinna íslandi gagn með þvi; en hvernig? Jæja það er nú loftkastali, sem heyrir til þeirra hugs- unarhætti. Sumir segja að ekkert verði gert á ís- landi; það er nú reyndar setning, sem flökkukerl- ing myndi skammast sín fyrir ef hún hugsaði um hana, og það sjá allir þeir, sem eitlhvað nenna að gera, hvað grundað það er. Meðan öll ullin fer óunnin út úr landinu, meðan ekki er ræklaðr nema svo sem 20. hluti þess lands sem rækta mætti, og meðan íiskiveiðar eru ekki stundaðar betr en nú, þá er synd að segja, að ekkert verði gert á íslandi. Sumir segjast fara til að afla sér fjár, þó þeir sé að likindum fæstir, en það fæst ekki nema Hieð sveita, hvort sem það er á íslandi eða í Bandafylkjunum, það er nú einu sinni svo. En að fara til Bandafylkja eða Vestrheims lil þess, þá er svo margt í þvi. þeir sem fara þangað, verða aldrei Ámerikumenn sjálfir þó þeir megi byrja nýtt líf og leggja niðr þjóðerni sitt og siðu. J>eir þræla fyrir eftirkomendr sina; þeir verða fyrst innlendir þar, en þeir verða það aldrei sjálfir. J>eir mega þræla og vinna, og ávöxtrinn hjá þeim heppn- ustu er dauð, sálarlaus og gleðilaus peningahrúga sem fellr í hendr innlendra erfingja þeirra. Og að öðru leyti má víst fullyrða, að þeir sem kom- ast fram í Ameríku geta einnig komizt fram á ís- landi. því það er munr að sjá um sig þar sem maðr þekkir vel til flestra hluta, og þar sem maðr þekkir ekkert, eða svo litið sem ekkert til. [>ó þessar ástæður þeirra sé svo veslar, sem ástæður geta verið, þá er þó svo skiljanlegt, að sumum ungum og einhleypum mönnum -þyki leið- inlegt að sitja heima eins og dætr föðnr sins. En það er undarlegt, að enginn þeirra skuli líta ann- að en þangað sem Ameríka er, þetta ofiofaða land. J>að er eins og þeir hafi gleymt sögunum sínum. Gömlu íslendingar fóru af Laudi brolt til að leita

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.