Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 4
halda nú áfram að græða sár sín eflir ófriðinn;
ætla þeir að jafna skaðanum niðr á allt landið,
sem þau fylki urðu fyrir, er herskildi var yfir farið;
Parfs rís aftr úr rústum sínum fegri og skraut-
legri, en hún var fyrir steinolíubrennuna miklu,
og bráðum á að reisa aftr Fentíome-stólpann fræga.
Á Frakklandi gengu í vetr rigningar miklar, svo
að ár fióðu yfir farveg sinn, og gjörðu mikinu skaða.
Á Ítalíu hafa ár líka vaxið af rigningum og
gjört stórskaða ; annars fer þar allt vel fram.
Viktor konungr Emanúel sitr í sæmd sinni í llóm,
hvort sem hinum allrahelgasta föður, páfanum, lik-
ar betr eða ver; eyðir hann af kappi óaldarílokki
þeim, er áðr hafðist við í kring um Róm, í skjóli
páfans, og rændi ferðamenn. Páfinn sjálfr kallar
hástöfum á hina villuráfandi sauði, en það er eins
og rödd hrópandans í eyðimörku; hann rnddi úr
sér rogaskömmum um nýjárið í alla hina æðstu
stjórnendr í Norðrálfu fyrir vantrú þeirra og of-
sóknir við liina lielgu kaþólsku kirkju, en þeir
hafa, þó ótrúlegt sé, látið alla þessa orðasnopp-
unga, sem vind um eyrun þjóta, og páfinn hefir
eigi unnið annað á með því, en að hann stendr
nú uppi enn þá einmanalegri en áðr.
(Niðrl, í næsta bl.).
(Aðsenlj Um Ameríkuferðir.
Nifcrlag frá blabsíiba 1L2.
Ameríka getr verið gott land, en hún er oflof-
að land. |>egar lýsingarnar á henni eru flestar
eftir menn, sem lifa á því að tæla mcnn þangað,
og svíkja þá, þá getr hver skynsamr maðr getið
nærri hvernig bækr þessar muni vera ritaðar. Og
þar fyrir utan eru öll þau brögð, sem höfð eru
f frammi við suma þá, er þangað fara. Eg vil að-
eins leyfa mér að taka fátt eitt fram, sem ef til
vill gæti komið löndum mínum að notum, og var-
að þá við. |>að er þá helzt, að þeim erfaravilja,
er gefinn kostr á að fá far þangað ókeypisý á þetta
renna margir sem hafa lítinn farareyri en vilja
komast í fyrirheitna landið. En svo þegar þeir
koma þangað, þá mega þeirgjöra svo vel og vinna
af sér kostnaðinn við ferðina, það er með öðrum
orðumþessir veslingar hafa selt frelsi sitt, fyrir
sjóhrakning og ætljörðu sína. það er þó nokkuð
dýrt. Svo hafa Agenlar þeirra, t. d. í Kaupmqnna-
höfn, selt fararbréf fyrir allar járnbrautir í Ame-
ríku, en þegar þangað kom voru þau ógild, en
það var enginn hægðarleikr að fara heim aftr til
að ná fé sínu hjá mannfýlunni sem hafði svikiö
þá. þess utan eru, t. d. í KaupmannahöCn! og fle^t-
um stórbæjum í Norðrálfu, að koma út atiglýs-
ingar í hverri viku, sem lofa þessu og þessu við-
komantþi Ameríku, þetta eða hitt fæst ókeypis,
þetta eða hitt er svo stórkostlegt og golt, en þeg-
ar til kemr, er það vanalega lóm lýgi. Svo þeg-
ar menn koma til "fyrirheitna landsins» þá verða
menn að gista í veitingahúsunum, og svo spyr hús-
bóndinn þá að, hve mikið fé þeir hafi meðferðis;
hafi þeir ekkert, þá rekr hann þá út, en liafi þeir
eitlhvað, þá býðr hann þeim að geyma það, því
það sé ekki gott að bera mikið fé á sér í þessu
landi; enda er það satt, þar sem allt er fullt af
ódáðaskril. En svo sér húsbóndinn um að pyngj-
an gestsins sé farin að lettast þegar hnnn fer.
I’að sér bver maðr, að enginn hlutr er auðveldari
en að svíkja útlending, sem ef til vill ekki skilr
málið, ekkiþekkir peningagildi, og ekki þekkir hið
minnsta til, og á sér ekki neins ílls von. |>etla
er ekki mikið af þvf sem taka mætti fram um þetta,
þvi það er eitt af þvf, sem rita mætti heila bók
um.. Svo þegar þangað cr komið, þá er þræl-
dómrinn mikill og miklu meiri en nokkurstaðar á
íslandi, vinnutíminn er langr og vinnan ströng.
I>að er vfst, að enginn þjóð í heimi kann betr að
þrælka menn, en Aineríkumenn, og er það eðlilegt,
því þeir hafa þræla enn þann dag f dag, og þeim
er sama hvort þeir hafa hvíta eða svarta þræla.
Ameríka getr verið gott land, en hún er of-
lofað land. Að minnsta kosti lælr Norðmönnuna
ekki vel að. fara þangað, og um það ælti íslend-
ingar að hugsa, því Norvegr og ísland eru einhver
hin likustu lönd, eða að minnsta kosti er ísland
ekki eins líkt nokkru landi. í Noregi kom fyrir
nokkru Inð sama upp og nú i íslandi, þar vildu
allir fara til Ameriku, en reynslan hefir sýnt,
hvernig þessar ferðir hafa farið. Fjöldi af Norð-
mönnum., sem fara þangað verðr að aumingjum,
sem mega þræla miskunarlaust til að liafa ofan af
fyrir sér; nokkrum gengr vel, sumir koma heiro
aftr í hálfu verra ástandi en þeir voru í þegar
þeir fóru, og þeir eru þó ekki þeir ógæfusömustu;
því það eru þeir, sem hversu fegnir sem þeir vilja,
ekki geta komizt heim aftr, og þeir sem fara mis-
jafnlega í fyrirheitna landinu. Enda er nú svo
komið að Norðmenn eru hæltir að miklu leyti ferð-
um þessum, eða það er ekki ncitt líkt því og var,
og hið sama má segja um Dani.
Ameríka getr verið gott land, en hún er oí~
lofað land. Að minsta kosti hefir íslendingum,
ekki enn látið að fiytja sig þangað búferlum. Áf
því að Brasilíu-ferðirnar eru eldri en .ferðir þeirrþ