Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 17.05.1873, Blaðsíða 6
— 118 — gér frægðar og frama girðir sverði og með skjöld á hlið, meðan «Emigrantar» vorir eru vopnaðir með vöntun á góðri samvizku. feir gengu á mála og voru í vikingu, en þegar þeir komu heim aftr voru þeir aðall fslands. Fornmenn vissu það, að það er ekki lítil lífsreynsla sem liggr oftast í víg- vellinum, og virtu þessháttar menn mjög. Að minnsta kosti myndi fara likt fyrir þeim, sem gerði hið sama nú, og það er einnig mikill munr að leggja hart á sig og vera í hættu til að afla s é r frægðar og frama, og að þrælka og vinna fyrir út- lendinga til að afla eftirkomendum sínum peninga. Yjer viljum enda línur þessar með þvi, að enginn þurfi að óttast, að verulega fækki á íslandi sakir Ameríkuferða; þær geta orðið fjölmennar um stund, en svo fer víst að fækka, þeim er fara þang- að einsog annarstaðar, þar sem reynslan hefir staðfest, «að Ameríka er oflofað land» — J>að cr þá komið út frá Alþingi frumvarp handa oss íslendingum til nýrra laxveiði-laga. Jafnvel þóað eg sé nú minnstr veiðimaðr hér við Hvítá og Ölfusá, að því sem mér er kunnugt, þá mun þó frumvarp þetta, nái það annars lagagildi, ekki síðr skylda mig til hlýðni, en aðra sem meira veiða; og því er það, að eg leyfi mér að gjöra nokkrar athugasemdir við frumvarpið, einkum að því leytí, sem það snertir mig sérstaklega, og leit- ast við að sýna, að hverju leyti eg álít frumvarpið ónauðsynlegt fyrir mig, þaraðauki ónákvæmt, auk fleira er nefna mætti. Bann það, sem lagt er á alla laxveiði frá 1. September til 20. Maí, var hér ekki nauðsynlegt, því þann 20 ára tíma, sem eg hefi fengizt hérvið veiði, hefi eg hvorki ( September né Október lax- var orðið; í Nóvember hefir verið minn beztiveiði- tími, þegar eg hefi getað lagt net í ána, en það er mjög sjaldgæft, þvf það eru ekki tiltök, nema í frostlausu, þegar áin er örísa frá upplökum, en þetta er sjaldgæft í þessum mánuði. J>að er og ætlun mín, að þá sé mest allr lax, einkum hrogn- fiskrinn, til sjóar genginn, og að hann jafnvel ekki gangi það síðar. J>etta álit milt byggi eg á því, að þótt það hafi borið við, að eg hafi veitt aðmun í Nóvember, þá hefir um þann tíma aldrei veiðzt nokkur hrygna, enda er það alkunnugt, að hún gengr fyrri til sjóar. En það, að eg efa að bængr- inn heldr gangi síðar til sjóar en þetta, kemr af þv(, að eg er viss um það, að áin verðr aldrei laxtaus, en það marka eg af þvf, að þegar fsa leysir af ánni á vetrum, sjást oft ýmsir ránfuglar sitja á ísum og eyrum og eru að eta dauðan lax. En fremr sannast þetta af því, að þegar áin, að vorum, er orðin örísa, fer selr alla leið uppeftir henni, einsog þegar hann að sumrinu eltir lax í göngu, og sést hann þá oft elta laxinn og snæða hlífðarlaust. Á þessu er selnum eigi gefin sök; en neyðist eg til þess, vegna bjargarskorts, að leggja net í ána, á tímabili því, sem 1. gr. frum- varpsins nefnir, og þó það sé mun stórriðnara, en frumvarpið ákveðr, og aðeins lagt þrjá faðma frá landi þar sem áin er 110 faðmar á breidd, og ef eg á þennan hátt bana, þó ekki sé nema einni af eftirlegu kindum þessum, til þess að stilla með hungr mitt og minna, þá skal eg sekr gjör sem þjófr eða illvirki. — Ónákvæmt þykir mér frum- varpið í þvf, að það lætr ádráttarmenn fara i friði, með því nær hundrað faðma langar trossur, aftr og fram um ána sókna og hreppa í milli, og álykta eg af þessu, að ádráttarmennirnir sé óskabörn Al- þingis, en eg og mínir líkar olnbogabörnin.—|>á er að minnast á 4. gr. frumvarpsins, sem ekki leyfir að leggja net á þann hátt, að laxinn ekki komist í gegnum möskvana. J>etta orðatiltæki skil eg að vísu ekki vel; en þýðing þess hlýtr vfst að vera sú, að mér er fyrirmunað að ná nokkrum laxi, þvf engin von er til að laxinn liggi kyrr í neti því, sem hann getr komizt í gegnum. J>etta stað- festir og 6. gr. sem ekki leyfir að leggja net eftir straum. J>ví verðr ekki mótmælt, að sé net nokk- uð þvingað við straum svo það ekki liggi alveg sjálfrátt eftir honum, kastar straumrinn þvf til hotns, og strönglar það þar í dróma, og er þá útséð um veiðina. Ætli Alþingi hefði ekki sýnt meiri föðurlandsást með þvf að banna með einu orði alla laxveiði hér á landi. Með þessu hefði þó sparazt kostnaðr sá, sem lagðr er á landið fyrir líma þann, sem gengið hefir til þess, að ræða og semja opt ncfnt frumvarp, og mér sem veiði- manni, hefði og sparazt allr veiðarfærakostnaðr, svo og mikil skapraun, þarsem eg, með þvf að vera bundin við veiðireglur frumvarpsins, varbund- inn við heimsku aðferð þá, er gjörði mér óvinn- andi að ná nokkrum laxi. J>ó er það tilfinnanleg- ast, að frumvarp þetta skuli þvinga skynscmi gæddar verur til þess, móti betri vitund og reynslu, að fara svo óskynsamlega að, að til slíks finnast valla dæmi hjá skynlausum skepnum, enda af lægstu tegundum, sem annars nokkur veiðifýsn et meðsköpuð. Gfslastöðum I. Nóvember 1872. Oítli Quðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.