Þjóðólfur - 05.06.1873, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 05.06.1873, Blaðsíða 5
— 125 — Og aftr 4 næsta (87.) dálki efst: »Nú fyrst hefl eg“ (þ. e. ritst. G.-Hr. J. Ó.) „sagt afc eú „klögnn Hilrnars Finsens, er olli afsetning dúmara frá ern- „bætti án dóms og laga, hafl imiihaldilb logn a sakargif t“. Að vísu eru nú þessar og aðrar skammir G.- Hrólfs'i og annara blaða þjóðólfi óviðkomandi og Htstjórn hans, útaf fyrir sig. En þar sem hann, berra ritstjóri J. Ó., — með þessusínu marg-endr- tekna og marg-staglaða «ég" og «mér» og »mig», sem hann ætlar að rífa með innan eyrun á pu- blico eða lesendum sínum, — þarna í þessari óþokka-blaðagrein sinni, þykist «vera réttlœtinu og sannleikanum um skildugm að koma s v o n a fram, þykist mega til með petta og að gjöra sig þarmeð að einskonar pislarvotti «rétlvisinnar» og «sannleikans», — »þóað slíkt gjöri mér» (J. Ó.) «lífið súrt;— þóað það kosti »mig» (J. Ó.) kann «ske hatr, illmæli og ofsóknir»; — þóað þessi herra J. Ó. úthrópi nú það fyrir publico, að hann þyk- ist mega til að gefa sig s v o n a út fyrir almenn- ings velferðarsakir, þá rná þjóðólfr til, af almenn- ings eða publicums hendi, að mótmæla harðlega og alvarlega slíku óðs-manns athæfi sem því er hér er komið fram, og að lýsa yfir í alsherjar nafni, að publicum marg-krossar sig og frá biðr sér slika fantareið á «sannleikanum og réttlætinu», sem þá er hér er stofnað til, og fordæmir hana beinlínis í heyranda hljóði. — ÉTLENDAR FRÉTTIR, Kh. 15. Apr. 1873. ^Framhald frá bls. 116) Af FrússJandi er það helzt að segja, að stjórnin þar hefir í velr farið í talsvert frjálslegri stefnu en áðr; lagði hún hin svonefndu «sýsluskipunarlög» fyrir þingið í vetr; það yrði of langt að segjá frá lögum þessum út í æsar; vér skulum að eins geta þess, að þau fara ( þá átt, að takmarka hið mikla vald, er aðalsmenn hafa haft á Prússlandi yfir al- öiúganum; mætti þetta, sem við var að búast, öiikilli mótstöðu í efri þingstofunni, þar sem að- alsmenn sitja, og varð stjórnin að taka til þeirra ráða, að kveðja nýa þingmenn til setu þar, til þess að hafa málið fram. Skömmu eftir að mál þetta var leitt til lykla á þinginu, lagði Rismark niðr for- sætið í ráðgjafastjórninni prússnesku, er hann hafði áðr haft á hendi* 1; kenna menn um það misklíð- eru þar í G.-Hr. einkend meb f e I t u etóru letri. 1) Menn verba ab vara sír á, ab bianda eigi saman stjúrn kins þjóbverska ríkis og stjúrn Prússlands; Hismark er ennþá ;»stúrkanslari“ eba æbsti rábgjafl fyrir hib þjótiverska ríki,og utanríkisrátsgjafl Prússa; þab er rangt, sem segir í 9. blabi um hans við aðalsmenn, og að keisarinn og hinir ráðgjafarnir hafi eigi viljað fylgja Bismark í deil- unum við þá eins langtog hann vildi fara. Roon, hermálaráðgjafi, hefir tekið við forsæti ráðgjafanna í Bismarks stað, og kveðst hann munu fylgja fram stefnu Bismarks í stjórnarmálum. Geta má og deilu þeirrar er risið hefir í Prússlandi út af trú- arefnum; eru þar eigi allfáir kaþólskir menn, eink- um í austrfylkjunum og vestr við Rín; sýna þeir jafnan stjórninni mótþróa; lagði hún því frumvarp fyrir þingið til að lægja ofstopa þeirra, og tak- markar það mjög réttindi kaþólskra manna; líkar páfanum það eigi vel, en hann má kenna sjálfum sér um, því að varla hefði þeir félagar, Bismark og hinir ráðgjafarnir, gripið svo fljótt til þessara úrræða, ef páíinn hefði stilt betr orðum sínum til Prússlands um nýárið; voru þau svo svæsin, að ekkert þjóðverskt blað þorði að prenta þau, nema á latínu, til þess að blaðið skyldi eigi gjört upp- tækt; hefir stjórnin þá séð sér einn kost nauðugan, að setja skorður við æsingum orðháksins í ltóin; árásirpáfans á Lútherstrúarmenn hafa þannig eigi tekizt, enda er það ofætlun fyrir hann, þó að liann sé mikill í munninum, að binda andlegt frelsi inanna á 19. öld. Lúthers trú hefir og átt árásum að sæta í vetr úr gagnstæðri átt, nefnilega af þeim mönnum, er vilja rýmka enn meira um andlegt frelsi, en Lútherstrúamenn gjöra; kalla þeir trú sína «hina nýju skynsemistrú» (Nyrationalisme); neita þeir guðdómi Krists, og kemr í mörgu sam- an við Alagnsús Eiríksson, landa vorn. Tók kyrkju- stjórnarnefndin í l’rússlandi embætti af presti einum, er Sydow heitir, fyrir kenningar, er fóru í þessa átt; hafa margir prestar kvartað yfir þess- ari aðferð nefndarinnar til yfirstjórnar kyrkjumál- anna, og sagzt vera sömu trúar og Sydow; má af slíku marka, að kenningar þessar sé þar mjög útbreiddar, eins og víða, og að trú vorri sé frarnar hætta búin úr þeirri átt, en frá kaþólskunni. Eg hef áðr getið þess, að í austrhluta Prússland býr margt fólk af slafnesku kyni ; er sagt að Prússar bæii mjög niðr það þjóðerni, og vili koma þýzk- unni að. I Austrríki eru þó enn berari ofsóknirnar við Slafana; hefir stjórnin þar lagt fyrir þingið kosn- ingarlög til ríkisþings, er taka af hin gömlu lauds- þing, þar sem Slafar gátu ráðið, en eftir þessum nýu lögum komast þeir hvergi að; hafa þingmenn- irnir frá Galizíu og aðrir Slafar mótmælt þessu og Göugu-Hrúlfs, ab Bismark hafl farib frá sem ríkiskanslari, eius og fleira í þeirri greiu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.