Þjóðólfur - 14.06.1873, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.06.1873, Blaðsíða 4
— 132 — hafa lagt niðr völdin; hafa hægri handar fiokk- arnir, eða einveldismenn, neytt Thiers til að taka þetta ráð. Thiers hafði lagt fyrir þingið frumvarp til stjórnarskipunarlaga fyrir Frakkland, og var í þeim áhveðið, að Frakkland skyldi vera þjóðveldi eftirleiðis, en áðr hafði það verið samþykt i Bor- deaux, að þjóðveldið skyldi að eins vera til bráða- byrgða; sýndi Thiers með þessu, að honum var alvara, er hann kvaðst vilja koma á þjóðveldi á Frakklandi; það er og engi efi á því, að allrþorri þjóðarinnar eráþví máli með honum; sýndi þjóð- in það, er síðast voru kosnir þingmenn til fylling- ar þinginu, að hún vildi þjóðveldi, því að engivar kosinn af öðrum flokki en þjóðveldismanna, nema einn af Napoleoninga fiokki. Til þess að láta enn betr í ljósi eindreginn vilja sinn, skifti Thiers um tvo af ráðgjöfum sínum; það voru þeir Goulard og Jules Simon; var hinn fyrri af einveldismanna- flokki, en Jules Simon þótti nokkuð hneigjast að flokki sjálfræðismanna'; sýndi Thiers með þessu, að það var einbeittr vili hans, að koma á þjóðveldinu, en að hann á hinn bóginn vildi setja offrelsi og sjálfræði skorður þær er svo mjög þarf á að halda á Frakklandi. Allt að þessu höfðu einveldismenn eða hægrihanda flokkarnir verið ósamþykkir, því hver fylgir sínum höfðingja; en nú sáu þeir, að Thiers var alvara, að koma á stjórnina þeirri skip- an er þeir sízt kusu; tóku þeir sig því saman um, að steypa honum úr völdum; var þeim það hægt, því að allar flokkadeildir þeirra saman eru meira en helmingr af þinginu. Komu þeir því fram á þinginu 24. Ma(, þó eigi nema með 16 atkvæða mun, að þingið lýsti yfir óánægju sinni með ráðgjafaskiftin síðustu, er Goulard fór frá, en Thiers og stjórnin svöruðu með því að leggja niðr völdin. þannig hafa lögerfðamenn, Napoleoningar og Orleaningar getað orðið ásáttir um það af hatri til þjóðveldisins, að steypa þeim manni úr völd- um, er reist hefir Frakkland upp úr eymd þeirri er leiddi af ófriðnum 1870, og eru þó eigi nema nokkrar vikur síðan hann fékk það áunnið, að full vissa er fyrir að herkostnaðrinn verði greiddr Prússum, og að þeir sleppi hinum hernumdu lödn- um. Sýna flokkarnir með þessu, að þeir meta meir eigingirni og sérplægni höfðingja þeirra, er þeir fylgja, en velferð fóstrjarðar sinnar. En sag- an vegr eigi á sömu vog og eigingjarnir flokkar, 1) Eg hefi hér þetta or% í sómn merkingn og „radical" er haft í Norbrálfnmálnm; ern þeír svo nefndlr, er vilja gjöra frjálsræíii?) alb sjálfræ?i, og fj'lgja fram frelsishngmj’ndinni út í yztu æsar. og hún mun ávallt bera Thiers það orð, að hann hafi stjórnað Frakklandi með vitrleik og ósér- plægni. í stað Thiers kaus þingið Mac-Mahon hers- höfðingja til forseta; mun hann vera flestum kunnr úr ófriðnum síðasta; réð hann þá her þeim, er upp gafst við Sedan með Napoleoni keisara. Allt hefir þetta farið fram í góðri reglu og óeyrða- iaust, en varla mun þó mega búazt við að svo verði, ef einveldismenn reyna að koma einveldi á. Dótin er, að þeir eru sjálfum sér sundrþykkir, því að þeir eru þrír, er konungdómi vilja ná, en bágt að gjöra þrjá tengdasynina úr einni dóttur- inni, eins og Thiers tók fram í ræðu sinni á þing- inu 25. Maí. |>að er þvl varla hugsandi, að nokkr- um hinna þriggja einveldisflokka takist, að koma sínum höfðingja að með lögmætu samþykki þings- ins, því að þeir tveir flokkarnir, er hjá eru settir, munu varla allir greiða atkvæði sitt með því, og einveldisflokkarnir mega ekkert sundrast, ef þeir eiga að fá meiri hluta þings með sér, því að at- kvæðamunrinn er svo lítill. (Framhald síðar). REIKNINGR yfir tekjur og útgjöld jafnaðarsjóðs Vestr- amtsins, árið 1872. Tekjor. Rd. Sk. 1. Eftiretöíivar vií) áralok 1871: rd sk. a. Brá5)abjTg?)argjald ................. 92 48 b. Útistandandi hjá einum sýslumanni 18 48 c. í peningum ......................... 244 77 355 77 2. Arii) 1862 var 16sk. Jafna?)ni?)r á hvert lansafjárhoudrab, og er upphæ?) gjalds þessa: rd. sk. a. Af Mýrasýsln....................... 347 44 b. — Snæfellsnes- og Hnappadalsýslu 271 85 c. — Dalasýsin......................... 308 64 d. — Bartastrandarsýsln.............. 233 64 e. — Strandasýsln.................... 172 88 f. — Ísafjar7)arsýslu ................311 64 g. — ísafjarbarkanpsta?)................. 8 32 4354 57 3. Fjrir sold 8 oxemplör af Levys jflrsetnkvennafræbi 8 Tekjur samtais 2018 38 Útgjöld. Rd. Sk. 1. Til sakamála og iögreglumála : rd. sk. a. í sakamáli gegn Haldúri púrbarsyni og Asmundi Pálmasyni úr ísafjarbars. 114 48 b. I sakamáli gegn Júni Björnssyni úr Barbastrandarsýsln ...... 53 64 c Kostnabr vi?) réttarprúf innan Snte- fellsnes- og Dalasýslna, útaf dan?idaga Signr?)ar Arasonar.................... 22 32 d. í sakamáli gegn Fribrik J>úr?)arsyni úr Snæfellsnessýsln, vi?) undir- og yflrréttinn.............................. 24 72 flyt 215 24

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.