Þjóðólfur - 05.07.1873, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.07.1873, Blaðsíða 4
— 140 — megin hðllin. Menn voru nú hræddir um, að öll þessi stórvirki myndi eigi búin á tilteknum tíma, enda varð sú raun á, að ekki var nær því búið að setja upp alla gripina og að margt var í óstandi 1. dag máímánaðar, þegar til átti að taka. Allt fyrir það lýsti þó Austrríkiskeisari yfir því þann hinn sama dag, að nú væri sýningin byrjuð; fór það fram með mikilli viðhöfn og dýrð, en rúmið Ieyfir eigi að segja frá því. Síðan er sýningin að færast meir og meir í lag, og má nú heita, að aliflest sé fullbúið. Eru þar víst gripir frá öllum löndúm, nema íslandi, enda mundi iðnaðr vor varla verða oss til mikils sóma, ef hann væri bor* inn saman við iðnað annara landa. Um sama leyti og sýningin hófst, dró upp skýflóka þann í Vínarborg, er skygði á gleði borgarbúa yfir sýningunni. Eg gat þess í síðasta bréfi mínu, að sumir óráðvandir menn hafa það að atvinnuveg hér erlendis, einkum í stórborgun- um, að stofna1 hlutafélög til ýmsra valtra fyrir- tækja; leika þeir sér síðan að, að láta hlutabréfin hækka eða falla í verði, en gæta þess, að þeir Sjálfir hafi allan haginn af; gleypa þeir sjálfir upp höfuðstólinn, en svæfa hluteigendrna með ýmsum kænskubrögðúm; lifa þessir menn ekki á öðru en að kaupa og selja hlutabréf eða önnur skuldabréf, og kalla þá að »spila». Vínarbúar hafa víst verið einna mestir »spilamenn« í heimi — eg vil þó taka undan Bandafylkinn í Norðrameriku, og nú að undanförnu hafði þetta farið svo vaxandi að allt var á huldu; »spilamennirnir« höfðu skrúfað upp verðið á bréfum sinum fram úr öllu hófi;gátu þeir um hríð haldið öllu ( horfinu, en svo kom, að eigi dugði lengr; lirófið hrundi saman yfir stofn- endrna og hefir grafið marga þeirra undir rúst- um sínum; bréfin lækkuðu allt í einu í verði fram úr öllu valdi, og hver bankinn fór á höfuðið eftir annan. það var skrítinn fundr sem haldinn var á kaupstefnunni í Vín 9. Maí; sumir grétu, sumir hótuðu og bölvuðu; mannþröngin var ógurleg; sumir fóru upp á borð og stóla til að haida ræður, og mannfjöldinn vildi drepa einn af hinum alkunnu «stofnendum« er hann lét sjá sig; þó komst sá undan; það var öllu likara jafnaðarmanna- fundi en kaupmanna. Ekki er enn séð fyrir endann á hruni þessu, en stjómin í Austrríki hefir gjört það sem í hennar valdi stendr til að bæta úr því; er það óþægilegt, að slíkt skuli bera upp á sýningartímann, og munu víst Vínarmenn bafa 1) því eru þeir alment nefndir stofnendr [Gruuder] í illri merkiugQ, likt og svikari á voru tnáli. ætlað að sýna hinum mörgu gestum sfnum, er nú streyma að úr öllum áttum til sýnlngarinnar, annað en þennan ógurlega vott um spillingu auðmann- anna þar. (Framh. síðar). Alslierjar-fijóðfnndr íslendinga að þingvöllum við Öxará, 26,—29. Júním. 1873. A ð m o r g n i fimtudagsins 26. Júní voru sam- an komnir á þingvöllum 36 þjóðkjörnir fulltrúar viðsvegar að úr öllu landinu til þess að sitja þjóð- fund þenna. þaraðauki voru þar til staðar með fyrsta 11 þeirra alþingismanna og varaþingmanna er nú skulu eiga setu á Alþingi í sumar, þótt eigi væri þeirþarallir fundinn út1, og all mikill mann- fjöldi þessutan, mest stúdentar og ýmsir heldri menn úr Reykjavík, og ýmsir heldri bændr að sunnan einkum úr Vatnsleysustrandarhreppi og víðar að. Voru þannig nálægir nál. 120—130 manns als, er fundrinn var settr undir dagmál téðan dag af alþingismanni Reykvíkinga Halldóri skólakennara Friðrikssyni (er til fundarins hafði boðað frá upp- hafi bréflega til hvers alþingismanns fyrir sig, og til helztu héraðsmanna annara þar sem alþingis- maðrinn var utan kjördæmis). Ilann lýsti gleði , sinni yfir því, að landsmenn hefði stult svo alment og skörulega að þingvallafundi í þetta sinn og skipað hann einungis kjörnum mönnum, slíkn mannvali er hér virtist nú saman komið, um svo langar og erfiðar leiðir margir hverir, og það allt á fríviljuglega heitinn og framboðinn kostnað lands- manna sjálfra; hann kvaðst verða að álíta þetta hið ágæta skipulag, er þessum þingvallafnndi væri gefið, framyfir aila Jungvallafundi er á undan haíi farið, væri jafnt gleðiríkr og talandi vottr um á- huga og alvöru lanðslýðsins á þvl að hrinda alls- herjar málum (stjórnarmálum) vorum, er fundinum mundi einkum ætlað að hafa til meðferðar, í betra horf, eins og það og væri trygging fyrir því, að fundinum mundi takast að ræða og meðhöndla þau aðalmálin, er hér yrði tekin til meðferðar að 1) 12. þingmatlrinn, alþingisinatrinn úr Vestr-Skaftafell" sýslu sira Páll Pálsson á Prestsbakka, var kj ö rin n fundar- ma&r helma í kjördæmi sínu; met) því hann haffci þegar I vetr frá sagt ser bráflega til stil'tamtsins afc sitja á Alþiugi 1 snmar og gjört varaþingmanniuurn (Jóiii umbofcsmanui Júns- syui) afcvart um þafc afc hann yrfci nú afc taka aæti á Aiþing' f sinn stafc. pví þafc var nú, vifc kosningarnar til pjófcfuudar þessa, vifctekin regla yflr allt, afc kjósa ekki þangafc neinn þann þingmann ne varaþiugmann, er ætti efca yrfci afc sitja á Alþingl í sumar 1873, eu afc al'tr væri rétt kjörinn til fnnd- arins hver tá þingmafcr (hvort heldr afcalþlngmafcr efca vara- þingmafcr). sem a k k i ætti þiugsetu í sumar. J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.