Þjóðólfur - 07.01.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.01.1874, Blaðsíða 1
8« ár. Reykjavík, Miðvikudag 7. Janúar 1874 10.-11. TIL f>JÓÐÓLFS. Á fornar blikar feðra-slóðir hið fagrskæra Sögn Ijós, þars kappa brunnu brandaglóðir, nú brosir inndæl minnis-rós. Svipmikil ertu, fóstrfold, og frelsið geymir djúft í mold. 2. Vér geymum mál og göfga fræði frá gullöld vorri sí og æ, og sagnafjöld og kappakvæði kostgripir eru á vorum bæ. Svipmikil ertu, fóstrfold, og frelsið geymir djúft í mold. 3. Mentanna svífr morgunroði frá munarfögrum Ingólfsstað; i það er gullaldar gleðiboði, sem gæfu Islands vinnr að; það er suðrænn og blíðr blær, blómríkið þars í fegrð grær. 4. f>ótt fjærra þjóða fé og gengi þú, fóstrjörð, ei býtir vor, samt ýmsa góða áttu drengi, er ágæt rekja feðra-spor, og efla reglu, frelsi frið, og fegrð sveipa mannlífið. 5. f»jóðólfr, blað vort, lifðu lengi, og letrarstörf og mentahrós, svo íslands vaxi gagn og gengi, og grænki fögr unaðsrós. Gleðilegt nýár, gæfn-öld, göfugir menn og svannafjöld. G. G. S. — IvOSNING Á BÆAHFULLTRÚA, í slað yfir- ^ðniara Jóns Retrssonar, er frá skyldi fara, fór ,r»m i hinu nýa þinghúsi bæarins hör í Reykjavík 'ai1gardaginn 3. d. þ. m. Kjóscndr vorualls2I3; þeim sóttu 86 kjörfundinn og greiddu atkvæði; Var þar kosinn landsyfirréttardómari MAGNÚS ^'Kl'HENSEN með 55 atkv. Verzlunarstj. Einar Jafctsson hlaut 28 atkv., og 3 aðrir citt atkv. lnor. — SJÓNLEIKIR. Eins og i fyiTa tóku lærisveinar prestaskólans og læknaskólans, ásamt nokkrum ötírum námsmönnum og þremur yngismeyum bæarins, sig saman um þaö fyrir jólin, að skemta mönnum hér í Reykjavík núna um skammdegið meö sjónleikum. Hafa Jieir tilþess valiö 4 útlenda leiki, er peir hafa lagt út á íslenzku: 1, „Hrekkjabrögö Scapins11, gleöileikr i 3 þáttum: 2. „Læknir gegn vilja sínum“, i 3 þáttum; 3. „Neyddr til að giftast11, i 1 þætti, og 4. „Broddlóurnar11, í 1 þætti, öll eftir hið fraga frakkneska skáld M o 1 i e r e, er lifði á öndverðri 17. öld. Fimti leikrinn er „Hellismenn- imir“, sorgarleikr í 5 þáttum eftir Indriða Einarsson, er og setti saman „Nýársnóttina11. Leikir þessir eru leiknir í „Glasgow11, og byijuðu sunnudagskveldið 28. f. m.; var fyrst sungið kvæði eitt, er ort var til þess af einum leik- aranna, og síðan leikið „Hrekkjabrögð Scapins11. 30. f. m., 1. og 3.þ. m. voru leiknir„Hellismennirnimir“;2.og ö.þ.m. „Læknir gegn vilja sínum11 og „Neyddr til að giftast11, og 4. þ. m. „Hrekkjabrögð Scapins11 og „Broddlóumar11. Inngöngumiðar kosta 48 sklt. fyrir fullorðna menn, er sitja vilja, en 32 skk. fyrir standandi og böm. Aformað mun vera, að leikið verði alls 13 kveld. — VEÐRÁTTAN var síðari hluta fyrri mán. mjög umhleyp- ingasöm og óstöðug hér sunnanlands. Snjórféllreyndareigi mjög mikill hér við sjóinn; en aptr á móti gjörði nokkra blota, svo jörð hljóp öll f svell, svo nú má tclja jarðbann fyrir allan fénað, og svo er, að því vér höfum frétt, hér í nágrenninu og austr um allar sveitir. Frost varð á þess- i um tíma héri b.-cnum mest (22. Des.) 13 mælistig R., en oftast var það 3—7 mælist. R. Hér hefir því verið mikið vetrarríki, og lítr en eigi út til neins bata, og fáir menn munu muna, að vetr hafi lagzt hér svo snemma að, sem í ár; og munu margir ætla, að skora þurfi af heynm, ef eigi breytist brátt til batnaðar. —• SJÁVARAFLI var hér á Innnesjum lítill sem eng- inn, en aftr á móti hefir allt fram á þennan dag verið bezti afli 1 Leiru syðra, og einstöku skip, sem sótt hafa þangab liéðan af nesjunum, hafa fcngið beztu hluti, alt upp að 70, mest af þorski. STJÓRNARBÓTARMÁL ÍSLENDINGA í ER- LENDUM BLÖÐUM. (Niðrlag). «Eftir því, sem áðr er greint, má þá «að því leyti segja, að hið íslenzka stjórnarmál sé komið inn á nýan skeiðspöl, þar sem stjórnin vegna «tiltiliðrunarinnar af hálfu alþingis verðr neydd til «að sýna það nú eða aldrei, hvort henni er alvara «með að gefa oss stjórnarbót. Sleppi hún þessu ftækifæri ónotuðu, þá verðr minni von en nokkurn *líma áðr um það, að mál þetta fái þau endalok, — 37 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.