Þjóðólfur - 19.01.1874, Síða 4
48 -
■f Að kveldi 8. dag þessa mánaðar andaðisthér
í bænum ekkjufrú Kirstín Katrfn Svein-
björnsen. Foreldrar hennar voru L. Iínudsen og
kona hans Margét Andrea Hölter. Ekkjufrúin var
fædd 27.dag Aprílmánaðar 1818, óg varhún þann-
ig á 61. aldrsári, erhún lézt.— 21. dag Oktbr.1840
giftist hún konferenzráði og yfirdómara í Lands-
yfirréttinum J>órði Sveinbjarnarsyni. Bjuggu þau
á Nesi á Seltjarnarnesi lil þess 1851, að þau fluttu
hingað til bæarins. Konferenzráð |>. Sveinbjörns-
son dó sem kunnugt er 1856, og var hún þannig
ekkja í nærfelt 18 ár. Hún eignaðrst als 9 börn,
og eru 6 þeirra á lífi: l.’Lárus, sýslumaðr
Jjingeyinga, 2. Theodor, læknir á Jótlandi;
3. Kand. Theol. Sveinbjörn í Edinaborg, 4.
krnabjarni í Ameríku ; 5. Halldóra, kona
verzlunarstjóra jþórðar Guðjohnsens á Húsa-
vík; 6. Arora, ógift erlendis. Ekkjufrú Kirstín
var í mörgu merk kona, tápmikil, ráðdeild-
arsöm, fastlynd, rausnarsöm og gerðarkona. Ilún
var glöð og góðsöm heim að sækja öllnm þeim,
sem hún vissi áttu við bágan kost að búa, og var
búin að rétta þeim hjálparhönd, sem hún til náði,
enda yfir efni fram ; því að hún gat engan aum-
an séð, og það sýndi hún meðal annars með þvf,
að hún liafði alið upp sex henni vandalaus börn;
og þá var hún eigi síðr trygg og staðlynd við vini
og vandamenn, og er því eigi að undra, að margir
felli saknaðartár yfir moldum hennar. Ilún
eignaðist góð og efnileg börn, enda bar hún eigi
móðurnafnið að ófyrirsynju, því að hún sparaði
ekkert þeim til mentunar og menningar. Góðr
orðstír og þakklát minning hennar hjá mörgum
lifir eftir hana látna. Jarðarför hennar fer fram
f dag.
'þ l 3. dag þessa mánaðar dó ennfremr hér í bæn-
um, eftir að eins 4 daga sjúkleik, á 17. ári yngis-
mey Theodóra Andrea, dóttir þeirra hjóna,
organsleikara og söngkennara l'étrs Gunðjónssonar
og konu hans Guðrúnar, systur frúar Kirstínar sál.
Sveinbjörnsens. Hún var f alla staði efnileg og
mannvænleg stúlka, og vel látin af öllum, þeim sem
kynni höfðu af henni, bæði yngri og eldi.
Jarðarför hennar fer og fram í dag, jafnframt
jarðarför frú K. Sveinbjörnsens.
— PRÓFASTSKOSNING. 27. dag Desember-
mánaðar fyrra árs var prestrinn að Ileykholti, sira
J>ÓRÐR J.ÓRDARSON JÓNASSEN, kvaddr lil
prófasts í Borgarfjarðarsýslu.
ÁÆTLUN
yfir tekjur og útgjöld Reykjavíkr-kaupstaðar árið
1874.
Með því að vér ætlum víst, að mörgum út
um landið þyki það fróðlegt, að fá ýmsar skýrslur
um það, er fer fram viðvíkjandi stjórn bæarmát-
efna hér í Reykjavík, helzta kaupstað landsins,
einkum nú, eftir að bærinn hefir fengið mjög
frjálsleg bæarsljórnarlög, og hvernig hér gengr
til í ýmsu, svo sem með fjárstjórn bæarins og fram-
kvæmdir bænum ttl framfara, þá hefir oss hug-
kvæmzt, að taka upp í blað vort framvegis helztu
atriði þess, sem gjörist í bæarstjórninni, og byrj-
um nú á því, að taka hér upp ágrip af ácetlun
yfir telcjur og útgjöld bœarins árið 1874, og
verðr það á þessa leið.
Tekjur.
A. Sérstakar tekjur bæarins: Rd. Sk.
l.Áætlaðar eftirstöðvar við nýár rd.sk.
1874 ........................ 450 »
2. Leiga af túnum og öðru landi
bæarins ........................481 9
3. Tekjur af vatnsból. bæarins1 * 60 »
4. Lán, sem áformað er að taka 400 »
5. Óvissar tekjur.................. 6 » j 390 9
B. Sérst. tekjur fátækrasjóðs:
1. Tekjur af höfuðstól og eignum 27 48
2. Fálækratíund...................130 »
3. Bætr til fátækra, hundaskaltr
og fleira ......................165 »
4. Óvissar tekjur og endrborguð
lán.............................175 » 497 48
C. Sérst. tekjurbarnaskólans:
1. Leiga af húsum skólans . 100 »
2. Skólapeningar barnanna . 375 » 475 »
D. Niðrjöfnuð'gjöld á lögá-
kveðna tekjustofna:
1. Skattr af timbr-og múrhúsum 921 44
2. Skattr af óbygðri kaupst.Ióð 522 20
3. Tollr af tómthúsum . . . 417 60
4. Gjald eftir efnum og ástandi 3869 10 5730 68
8Ö9T29
Útgjöld.
A. Gjöld til hins opinbera (alþingis- lld. Sk>
gjald, tíund til prests, til rd. sk.
búnaðarskóla) .... 5 »
Flyt 5 »
1) pessar tekjur eru fólguar í gjaldi því, seiu útleud &iP
þau greiþa, er taka vatn í vatusbúlum bæarins, og «r t3
gjald 1 rd. fyrir livert skip.