Þjóðólfur - 07.03.1874, Blaðsíða 2
— 74
að vera mjög ófullkomnir, og geta eigi haft nein
vekjandi áhrif á áhorfendrna. þeir flnna og sjálflr
til þess, að þeir eru eigi færir um, að leika nema
að eins létta sjónleika, sem skáldið aldrei hefir
ætlazt til, að hefði önnur áhrif á áhorfendrna, en
að skemta í þann svipinn, eða að draga dár að
einhverri heimsku, sem átti sér stað fyrir mörgum
öldum einhverstaðar úti í heimi, en sem als eigi
á heima, og aldrei heflr átt sér stað hjá oss.
Margir sjónleikir, sem leiknir eru f öðrum lönd-
um, hafa og að eins þann tilgang að skemta, enda
geta sjónleikir því að eins haft nokkur mentandi
eða vekjandi áhrif á áhorfendrna, að áhorfendrnir sé
svo mentaðir menn, að þeir sjái sjálfir fegrð skáld-
leiksins, en allr þorri manna er eigi svo mentaðr,
og auk þess verða leikendrnir að geta látið þessa
fegrð koma ljóslega fram í tilburðum sínum. |>ar
sem «Yíkverji» segir, að þar sem nýlendur mynd-
ist í Amerlku og Eya-álfunni, þá sé leikhús reist
í hverri nýlendu, nær því jafnsnemma og skólar,
og stjórnirnar álíti það skyldu sína, að launa leik-
endum og standast allan kostnaðinn við leikina í
höfuðborgum sínum», þá verðr eigi séð, hvort
höfundr greinarinnar sé svo fáfróðr, að hann viti eigi
betr en þetta, eða hann sé svo kærulaus um sann-
leikann, að hann segi þetta móti betri vitund. En
hvort sem er, þá er það ótrúlegt, að ábyrgðar-
maðrinn skuli láta slíkt ganga undir sínu merki.
Sannleikrinn er sá, að það er ekkert það leikhús
f nýlendum, vér megum fullyrða um allan heim,
né heldr annarstaðar í Ameríku eða Eya-álfunni,
er hlutaðeigandi stjórn kosti eða launi að nokkru;
heldr eru það alt einstakir menn, sem eiga þessi
leikhús; eru það menn, er leilast við að græða,
eða að minsta kosti að lifa á skemtifíkn nýlendu-
manna eða bæabúa; en, eins og kunnugt er, kennir
margra grasa meðal nýlendumanna í fyrstunni.
Er oftast farið svo að, að þegar talsverðr mann-
fjöldi er saman kominn á einhverjum stað, eru
reistar fjalabúðir, sem laka má niðr og flytja hvert
sem vera skal og hve nær sem vera skal. Eru
þar framdir als konar leikir, eftir því sem bezt
gengr, einungis til þess að skemta mönnum og
græða á, og er þá tekið hvað eina, sem eigendrnir
imynda sér að muni bezt skemta öllum þorranum.
J>á fyrst, er komnar eru upp stórar og fjölmennar
borgir, eru þar reist regluleg leikhús, og það þó
f fæstum þeirra, en eigi af stjórniuni, heldr þess-
um einstöku mönnum, og einungis f gróðaskyni.
Satt er það reyndar, að í nokkrum höfuðborgum
norðrálfunnar eru leikhús til, sem stjórnin kostar
af almenningsfé, það er að skilja, að hún leggr
það fé til, sem vantar á, að tekjurnar sé jafnmiklar
gjöldunum, svo sem í Kaupmannahöfn. J>ar er
líka vandað sem mest má verða til als, bæði sjón-
leikirnir valdir hinir beztu, að svo miklu leyti,
sem smekkr lýðsins leyfir; leikendrnir teknir, sem
beztir fást, og allr útbúnaðr vandaðr; og þar er
það borið fyrir til að verja kostnað þessa leik-
húss af almenningsfé, að það efli fegrðartilfinningu
þjóðarinnar. En um slíkt leikhús getr eigi verið
að ræða hér hjá oss.
|>egar vér nú snúum oss að leikendunum
hérna í Reykjavík, þá hefir megnið þeirra hina
tvo síðustu vetr verið prestaskólamennirnir, enda
flestir þeirra verið með, og svo einstaka *lcandí-
dat» í guðfræði, og getum vér als eigi verið sam-
dóma «Vikverja» í því, að «þeir eigi nokkrar þakkir
skildar fyrir að hafa varið tómstundum sínum til
að skemta áhorfendunum», en hann hefði átt að
bæta við: til að afla sér nokkurra skildinga til að
skemta sjálfum sér fyrir; því að það hafa þeir
sjálfsagt líka haft fyrir augum. Svo. sem vér höf-
um áðr sagt, hlýtr leikr þeirra að vera mjög ó-
fullkomin, og getr engin önnur áhrif haft á á-
horfendrna, en skemta þeim í svipinn. Vér ætl-
um, og vérðum að telja það víst að öllu óreyndu,
að flestir mentaðir menn sé oss samdóma um það,
að þeir 2 vetr, eða 18 mánuðir, sem ætlaðir eru
prestaefnum til náms í prestaskólanum, sé svu
naumr tími, að þeim veiti eigi af, að nota hann tíl
guðfræðisnámsins sembeztþeir geta, ef nám þeirra
á annað að vera, en nafnið tómt, og þeir þv'
engar tómstundir hafi til annarlegra starfa, allra-
sízt þeirra, er dragi huga þeirra með öllu fr*1
náminu. Elitt er annað mál, að sumir kunna að
ætla, að stúdentar noti eigi þennan tíma, hvort
sem sé, til guðfræðisnámsins, svo sem þeir g*11
gjört og ætti að gjöra, og vér játum, að vér er-
um næsta hræddir um, að svo sé fyrir mörguu1
þeirra, og að mest nám þeirra hafi verið og
það, að koma í kenslustundirnar, og skrifa upP’
það sem kennendrnir lesa þeim fyrir, og naumagl
að allir komí í kenslustundirnar, en að öðru le3'tl
sé námið lítið annað hjá sumum, en að lesa upP
þessa blessaða fyrirlestra síðasta hálfan annan má0'
uðinn. Með þessum undirbúningi munu þeir sui®11
hverir hafa gengið upp til embættisprófsins.
vér getum reyndar eigi als kostar kastað þungotíl
steini á lærisveina fyrir þetta; þvl að kenslU'a
ferðin í prestaskólanum freistar þeirra ungr®
óráðinna til þessarar aðferðar alt of mikið; u18110