Þjóðólfur - 07.03.1874, Blaðsíða 3
- 75
legr breiskleikr hvetr flesta til að afla sér að eins
hinna ytri hæfilegleika til prestsembættisins, en
sönn vísindaást knýr þá eigi lil námsins; enda
eru eigi þeir tímarnir liérna á íslandi núna. f>eg-
ar vér kennumv kenslu-aðferðinni um þetta, þá er
Það eigi svo að skilja, að vér viljum í neinu lasta
kennendrna fyrir miðr góða kenslu, eða að fyrir-
lestrar þeirra sé eigi í alla staði fullnægjandi, og
þó eru það einmitt fyrirlestrarnir, sem eru tilefni
til þess, að lærisveinarnir slá slóku við nám sitt, og,
því ver og miðr, sumir hverir leiðast til meiri ó-
feglu, en vera ætti. f>eir vita það fullvel, að þeir
til embættisprófsius þurfa eigi að vita annað eða
meira, en það, sem þeim er fyrir lesið, og þeir
hafa þv( enga hvöt til að lesa aðrar bækr en fyrir-
lestrana. Nú þykjast þeir vila það víst, að þeirhafi
nægan tfmavtil að Iesa þessa fyrirlestra, þótt þeir
byri eigi þegar í stað; en það dregst stundum, að
þeir taki til lestrsins, og endirinn verðr stundnm
sá, að þeir ætla sér einungis síðasta hálfan annan
naánuðinn fyrir embættisprófið til upplestrsins,
nema ef þeir hlaupa lauslega yfir fyrirlestr-
ana til undirbúnings undir hinar skriflegu
i’itgjörðir einu sinni eða tvisvar á viku síðari vetr-
inn. Af þessum eilífu fyrirlestrum leiðir og, að
stúdentarnir hafa als enga hvöt til að hugsa sjálfir
um vísindagrein sína; fyrirlestrarnir eru þeim alt;
og við það verðr alt námið að miklu dautt nám,
sem ber miklu minni ávöxt, en það mætti bera,
fyrir mentun þeirra yfir höfuð; enda eru slíkir fyrir-
lestrar, þar sem rita skal hvert orð eða því nær,
hin mest þreytandi námsaðferð, sem hugsuð verðr,
svo að einmitt hinir iðnu piltarnir eru orðnir dauð-
þreyttir, þegar kennslustundunum er lokið á dag-
*nn, og verða fegnir að hvila sig á eftir, og með
þessu móti fá þeir tómstundirnar. Enn er það, að
yfirferðin rryjð þessum fyrirlestrum er margfalt minni,
en hún mætti verða. Yér viljum taka til dæmis
htskýringu nýatestamentisins. Til þess að lesa
^yrir útskýringu t. a. m. yfir IVómverjabréfið, gengr
a'l-langr tími, og það svo langr tími, að það mætti
a sama tíma fara jafnvel tvisvar yfir það, með því
að setja lærisveinunum fyrir tiltekinn kafla af því
^ ^ag, og láta þá lesa hann á eigin spýtur með
hjálp einhverra útskýringa, sem úir og grúir af,
hlýða þeim svo yfir. Eins er um kirkjusöguna;
1 henni eru til nógar kenslubækr, góðar og hent-
''§ar, sem lærisveinar gætu hæglega komizt yfir á
e,Oum vetri; en nú ætlum vér, að 2 vetr gangi til
yrirlestranna yfir hana, og þá mundu þeir vita
miMu betr kirkjusögu, en þeir nú kunna fyrirlestr-
ana, og þá gæfist kennaranum miklu betra færi á,
að gjöra þekkingu lærisveinanna vísindalegri, og
\ið það efla mentun þeirra, og við það fengju
þeir miklu meiri tíma til að lesa meira, og miklu
meiri hvöt til að halda sér að námi sfnu, og væri
miklu síðr hætt við óreglu. Með þessu móti gæti
og svo farið, að eigi þyrfti ákvarðana stjórnarbréfs-
ins 26. Febr. 1872, að lærisveinar yrðu að vera 2
ár í prestaskólanum áðr en þeir gengu undir próf,
en mættí eigi stunda guðfræði heima, til þess að
stytta námstíma sinn hér f Reykjavík; því að þá
gæfistþó prestaskólakennendunum færi á, að draga
lærisveinana svo að skólanum, að þeim þætli eigi
tilvinnandi, að vera annan vetrinn heima hjá sér.
En nú sem stendr er þetta bréf verra en ekkert;
því að það er eigi til annars, en gjöra lærisveina,
sem annars eru fyrir óreglu gefnir, að reglulegum
óreglumönnum. En að ímynda sér, að sömu orð-
in úr munni prestaskólakennandanna sé betri en
fyrirlestrar þeirra, eða enn heldr, heldr en tilsögn
annara, svo sem presta út um landið, og góðar
bækr, er barnaleg hégómagirni. Prófið á að skera
úr þekkingunni; og ef þeir, sem nema guðfræði
annaðhvort á eigin spýtur, eða undir leiðbeiningu
einhvers prests, sýna við prófið eins mikla þekkingu
og þeir, sem í prestaskólann hafa gengið, eru þeir
eins hæfir til prestskapar, og hinir; en þyki for-
stöðumanni prestaskólans sem prófið sýni eigi
það, þá er það honum að kenna, en engum öðrum.
Að vér nú snúum aftr til sjónarleikanna, þá
segir »Víkverji«, að þeir geti eigi verið ósam-
boðnir hinu alvarlega ætlunarverki stúdentanna,
þ. e. prestsembættinu, og að það sé kunnugt, að
stúdentar í öðrum löndum hafi oft skemt sér og
öðrum með slíkum leikjum, og „einn af stiídent-
um“ segir, að Ilostrup, sem nú er prestr í Frið-
riksborg á Sjálandi, hafi verið fremstr í flokki
stúdenta til að leika. Vér skulum nú eigi segja,
hvað stúdentar gjöra í öllum öðrum löndum, þótt
vér aldrei höfum heyrt þess getið, að guðfræðis-
stúdentar og kandidatar í guðfræði, sem hafa ætl-
að að gjörast prestar eftir á, hafi myndað nokk-
urn leikflokk. í katólskum löndum getr slíkt eigi
til orða komið. í Kaupmannahöfn vitum vér og,
að ekkert slíkt á sér stað. því að það er att
annað mál, að stúdentar, og það fæstir guðfræð-
ingar, leiki einstöku sinnum, svo sem 2. eða 3.
hvert ár einu sinni eða tvisvar á vetri, eigi svo,
að hver sem vill geti fyrir borgun fengið að sjá
þessa leiki, og eigi svo mikið sem allir stúdentar
fái það, heldr að eins þeir stúdenjar, sem eru
L