Þjóðólfur - 30.06.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.06.1874, Blaðsíða 2
— 138 andi en ekki minnkandi, allstaðar þar, sem þorska- netaveiðin hefir verið upptekin og viðhöfð; því þess ber að gæta, að í netin veiðist einmitt sá fiskr sem eltlci fœst á annan hátt, og sá rétti net- fiskr gengi hér á grunn og færi hér svo fram hjá, að enginn maðr hefði hið minnsta af honum að segja ef þorskanet væri eigi lögð. En aptr að hinu leytinu er það athngavert að viðhafa þorska- netin svo ótakmarkað, sem nú tíðkast árlega og fjölga þeim ár frá ári, eða dyngja þeim niðrhundr- uðum saman á litlu svæði, jafnvel þar sem sfzt skyldi. Netamergðin, og það að netin eru lögð svo utar- lega, einsoghver hefir þor og þrek til að fara með þau, erað vorri hyggju það, sem mestogbezt hefir eyðilagt aflabrögðin á grunni f Njarðvíkum, Vog- nm, og á Strönd, síðastl. þrjár vetrarvertíðir. Eins og getið er um r Víkverja 66. tölbl. söfnuðu nokkrir bændur f syðri veiðistöðum Faxa- flóa skýrslum yfir þau þorskanet, sem lögð hafa verið í sjóinn síðasll. vertíð og urðu það samtals um eða nál. 2000 þorskanet frá Iveflavfk innað Keilisnesi (Keflavík ekki meðtalin). Af þessunr 2000 netum voru á 8. hundrað net eða nál. % með öllu óviðkomandi þeim útvegsbændum, sem eiga heima á fyr greindu svæði, heldr voru þau eign utanhéraðsmanna, sem enga hlutdeild taka f skyldum né sköttum til sveitafélagsþarfa, er hvfla á bændum og innlendum útvegsmönnum í ný- nefndu bygðarlagi — syðra hluta Strandarhrepps. tessir z/s allra þorskaneta, sem á nefndu svæði eru lögð í sjóinn, er eign hinna svonefndu «inn- töltumanna«, sem árlega streyma með byrjun hverrar vetrarvertíðar suðr i þessar syðri veiðistöður hundruðum saman, sumpart úr ýsmum sveitum Árnessýslu, sumpart úr Kjósarsýslu, en mestr þorri þeirra kemr þó af Seltjarnarnesi og úr Reykjavík. l*að mun oss óhætt að fullyrða að fyrir hér um bil 20 árum, hafi netaútvegr innlendra og utanhér- aðsmanna til samans, á hinu áðr greinda svæði, ekki verið meiri en hann er nú eingöngu hjá inn- lendum mönnum, þvf á þessu tímabili hefir skip- um fjölgað að minnsta kosti um og netum meira en um helming hjá innlendum, en hversu mikið inntökumanna aðsóknin hefir aukist, er ekki hægt að segja með vissu. Það eitt er vfst, að inntökumannatala hefir varið vaxandi hin síðustu ár; en þó að innlökumannatalan væri litlu meiri nú en-fyrir 20 árum, þá virðist það þó ei að síðr töluverð viðbót við það sem áðr var lagt í sjóinn af netum, sem innlendir hafa nú aukið við útveg sinn; þess vegna er það engin furða þó hlutir verði nú yfir höfuð rýrari en þeir voru fyrir 20 árum, þó að nú gangi hin sama eðajafnvel meii' fiskimergð en þá gekk inn í Faxaflóa, enda munu kaupmenn af verzlunarbóknm sínum geta sjeð, f þeim vertíðum sem nú ern alinennt álitnar rýraf að aflabrögðum, kemr þó meiri sjávarvara inn 1 verzlunina heldr en í þeim vertíðum sem fyrir 20 árum voro álitnar ineð betri afiavertíðum. Afþess- um fjölda, sem árlega notar hér útræði frá hinnm fyrnefndu syðri veiðistöðum, orsakast það einnig» að þó færafiskr gangi sem snöggvast á grunn (t. a. m. í Vogum eða Njarðvikum), þá helzt hann þar ekki við hálfri viku lengr, og hefir reynslan sýnt það bezt hinar siðastl. þrjár vetrarvertiðir, hvernig færaliskrinn hefir verið flæmdr af grunn- inu, svo að hann helir hrökklast á djúpið, og á endanum lagst á sviði og gotið þar. Á sviðinu hefir færafiskr hinar síðustu vertíðir fengist að góð- um mun og þar hefir hann legið stöðugr fram yfir vertíðarlok, en að iiann fremr hefir legið þar stöðugr en á grunninu, kemr efalaust af því, að þó margir sæki á sviðið þá eru þeir þó góðum mun færri sem þangað geta sókt heldr en hinir allir sem stunda fiskiveiðar þegar fiskr gengr á grunn, þvl optast verða nokkrir eptir, sem ýmist vegna mannafialeysis eða annara orsaka ekki geta- afiað nema á grunni; einnig er það venja að leggja saman af bátunum á skipin þegar róið er til sviðs og verðr við það skipatalan miklu færri þó mann' fjöldinn sé líkr, en þar af leiðir að lengra verðr bilið milli skipanna heldr en á grunni. Hér við bætist að þegar afli er stundaðr á sviði, þá er al- drei vegna vegalengdarinnar róið þangað nema einu sinni á dag, I stað þess að þegar fiskr gengr á grunn, þá er tvisvar og þrisvar róið þó sárlítið aflist, og geta flestir sjómenn (myndað sér, hverso skaðleg sú sífelda «nauð» muni vera á þeim fiski sem er nýgenginn enda þó hann sé lagstr, og einmitt vegna þeirra skaðlegu útróðra, sem nu svo mjög tíðkast á grunni þegar færafiskr kominn, er það mjög eðlilegt að fiskrinn flæmis1 þaðan og leiti á djúpið, þangað sem hann hefif öruggari greiðastað á meðan hann erað gjóta; þvl það er alls ekki næðisamt fyrir Ijsk á grunn*i, þegar menn eru sífellt á sjó frá þvi kl. 3 á morgO' ana til kl. 9—10 á kveldum, eius og optast.á sðf stað nú á tímum þegar veðr leyfir. Að vísu verðr þetta eigi fremr kennt inntökumöunuin en hiou"1 innlendu, en þó er auðvitað, að væri skipatalu'1 þeim mun færri, sem svaraði inntökumannaútvefc" úm, þá væri það að ltkindum skaðminna fyrlf

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.