Þjóðólfur - 30.06.1874, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 30.06.1874, Blaðsíða 7
43 — tandinu, og þaS er J»ví allt og sumt, a8 vér livaS stjórn- arbótarmáliS snertir getum mcBdeilt eptirfylgjandi brot dr bréfl frá einum málsmetandi og pjóölegum (?) manni í Norðrlandi: „Jeg þaklta j)ér fyrir sendinguna, ]>a5 var niér óvæntr fögnuðr, og hvernig svo sem hinura nýju stjórn- arbótarlögum verðr tekið j)á getr samt enginn skynsamr niaðr vcrið annað en í mesta máta ánægðr með þau. Eg segi þetta af því að mér er enn ókunnugt, hvað menn segja í þvl tilefni, með Jm' svo að kalla engir hafa enn í>á séð sjálft skjalið, sem einkum orsakast af hindrunum þeim sem hinn afarstrangi vetr leggr oss í veginn. Hvað mig sjálfan áhrærir, [>á sýnist mér stjórnarbótin jafnvel miklubetrieneghefði getað vonazteptir,eptir hinni síðustu meðferð alþingis á málinu. Á sumum göllum má ráða bót með sjálfu erindisbréfi landshöfðingjans, enum aðalgalTan, nefnilega tvískipting alþingis í efri- og neðri deild, er al- þingi einu að kennaog engum öðrum. Að nokkur partr af hinu fasta tillagi til íslands er fyrirfram ætlaðr fyrir hina æðstu landstjórn, er kostr á stjórnarbótinni en eng- inn ókostr, því þar með er þá sá möguleiki útilolcaðr, að tillag þetta geti nokkurntfma burtfallið, fiar eð hin æðsta stjóm yrði þá einnig jafnframtað burtfalla. Meira sjáum vér oss ekki að sinni færtað færaí fréttaskyni úr Norðr- landi umþetta mál, en væntanlega mun oss gefast kostr á því innan skamms". Aths. Sögugrein þessi er eignuð hra G, Brynjólfssyni, nýorðnum docent í íslands-sögu við ICaupmannahafnar háskóla og hefjr Jón Sigurðsson svarað henni með annari grein í „Dagstelegrafen“ er hér byrjar á eptir. í „Dags Telegrafen11 frá 20. f. m.: „Herra ritstjóri! í grein yðar „frá íslandi“ i hiílU -heiðraða hlaði yðar í dag, stendr ýmislegt það, sem all- langt er frá hinu sanna. J>að er slæmt, þegar svo stendr á, að nafn höfundarins skuli vera leynt. pví, ef þeir, er málinu eru kunnugir, vissu, hver höfundrinn væri, mundu þeir eiga míklu hægra með að skilja, hvers vegna höf- Undrinn hefir litið svo á þetta mál. Höfundrinn lætr sér einkum ant um, að gjöra sem inest úr þakklæti íslendinga fyrir hina nýu stjórnarskrá frá 5. Janáar. Eg vil als eigi gjöra lítið úr, eða á nokk- úrn hátt rýra stjórnarskrána, en það verð eg að segja, að sérhver íslendingr veit, að flokkr sfjórnarvina hcfir mikið sfarfað í Reykjavík, til þess að koma máli þessu á fram- heri, einkum meðal embættismanna, og að fá hina þjóð- hjörnu alþingismenn til þess að rita nöfn sín undir þakk- hntisávarp til konungs, þar eð undirskriptir liinna kon- Ungkjömu einna þóttu ckki nægar. Svo sýnist, sem menn hafi viljað leiða út úr þessu, að hin íslenzka þjóð í heild suini væri fullkomloga ánægð með hina nýu stjórnarskrá. ^að mundi þó eigi lýsa alllítilli fljótfærni, að líta svo á þetta; ’það er hægt, að játa það, að stjórnarskráin íelr { sér fræ til þess, að hin íslenzka þjóð nái þroska í relsi og framförum; en stjórnarskrána vantar mikið til hess, að vera fullkoinin og tryggjandi. Margir frjálslyndir anskir menn játa þotta. pað er líka varla nokkr maðr, Slzt á íslandi, sem eigi veit það, að það er eigi hið greini- 1®I heldr ?a aðalfrumvarp alþingis, som konungr hefir fallist á, varauppástunga, sem einungis tók fram hin helztu » '^i; það er víst ekki rangt, þó cg segi, að allir, sem ekktu nokkuð stjórnarástand íslands, voru á einu máli það, að eigi væri hægt að neita landinu lengr um þessi atriði, svo scm löggjafai-vald, fjárráð, og ábyrgð á stjórn landsins. possa varauppástungu þingsins hefir stjórnin síðan fylt upp, og lagað einkum eptir hinum eldri frumvörpum sínum, og fengið konung til að staðfesta hana. Hin áðr nefndu atriði hefir hin nýa stjórnarskrá sett föst að nokkru loyti, en eigi meir. í mörgum greinum má slcoða hana sem valdboð, og menn gætu vonast eptir, að ein hin heppilegasta afleiðing hennar yrði sú, að hún ræki lest hinna mörgu valdboða og sjálfræðisfegu breytinga á lögum þeim, er alþing hefir samþykt, sem ávalt hefir farið vaxandi á hinum síðari árum. pó að málið þannig sé eigi alveg unnið, er þó svo mikið unnið að því, að al- þing hefir fengið fótfestu, og hefir frjálsar hendr. Menn geta, ef til vill, talið þetta þess vert, að konungi sé ritað alment þakklætisávarp. Menn geta talið það hyggilegt að gjöra það; eg skal eigi deila um það. Hitt er mín ætlan, að þeir menn, sem ákafastir eru í þessu, lýsi bezt sér sjálfum með öðrum eins gullhömrum og þeim, að segja að þessi sfjórnarskrá sé gcfin í „góðri meiningu“ (væntu monn þá hins gagnstæða?) eða að hún sé „miklu betrien menn gætu búist við“ eða „hefðu búist við“! petta eru orð hinna svo nefndu „stjórnarvina“ á íslandi, og get eg eigi séð, að stjórninni geti verið mikil uppbygging í slík- um orðum. Höfundrinn talar um fund þann, er halda á á pingvöllum í sumar, og setr hann í samband við „pjóð vinafélagið“, sem hann sýnist eigi líta neinum þjóðvinar- augum á, enda þótt hann eigni varaformanni þess tölu- verðan þátt f þakklætisávarpinu. Hann vill koma mönn- um til að ætla, að félag þetta hafi verið stofnað til að styðja hina „negativu politik“, eða eins og hann kallar það, „stúdenta pólitik“, og hef eg þann heiðr að vera kallaðr forsprakki hennar. petta er samkvæmt þeirri skoðun, scm herra Gísli Brynjólfsson hefir reynt að breiða út meðal Dana — á íslandi getr hann það ekki — og eg hef eigi álitið svaravorða. Sannleikrirm í þessu, er naum- ast mitt á milli, heldr jafnvel gagnstæðr því, sem höf- undrinn segir. pjóðvinafélagið er, eins og Ijóslega er tekið fram i félagslögunum, stofnað i þeim tilgangi, að reyna með samoiginlegum kröftum að halda uppi þjóð- réttindum íslendinga, efla samheldi og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öll- um g-reinum. Fyrst um sinn gjörði félagið það að marld sínu og miði, að reyna til að fá stjórnarskrá, sem veitti Islandi fult stjórnfrelsi í öllum fslenzkum málum, alþing með löggjafarvaldi og fjárforræði, og landstjórn i landinu sjálfu með fullri lagalogri ábyrgð fyrir alþingi. Eg get naumast trúað því, að menn geti ætlað að þessi tilgangr félagsins sé „negatívr“ (letjandi); margir munu miklu fremr telja hann alt af „positivan“ (hvotj- andi). það gotr vel verið, að félagið starfi, ef til viil, öðruvísi í vissa átt, en það hingað til hefir gjört, en það verðr þá þannig að líkindum, að það leiðir beinlínis af því, að hinuin politiska tilgangi félagsins er að nokkru loyti náð. Og kefir það sem höfundrinn í óvirðingarskyni kallar „stúdcntapólitík“, eigi átt lítinn þatt í því, að máliö er svo langt komið; mér liggr við að fullyrða, að höf- undrinn hafi jafnvel einu simiifylgt „stúdentapólitíkinni“, og að endrminning þeirra tíma, sé einhver hans hin feg- ursta; nú sárnar honum, að hafa snúið bakinu að henni, og leitar sér svölimar í ímyndaðri „bændapólitík“, en það er auðséð, að hann hefir enga hugmynd um, að hún sé til.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.