Þjóðólfur - 21.07.1874, Side 1

Þjóðólfur - 21.07.1874, Side 1
26. ár. Reykjavík, þriðjudag 21.JÚIÍ 1874. 3Í.—38. f PÁLL FRIÐUIK JÖNSSON VÍDALÍN. 1. t^ar sem fjalldalnr víðirnum vaxinn hlær móti vonarhug farandi manns, um búsæld talandi tunga grær frá traustustu hjartarót lands. 2. Sú lofrgróna tungan, hún talar ei orð um tepruskap, vesöld og prjál, hún talar um manndóm og blessunarborð og bjargtrausta höfðingja sál. 3. Ilún talar um skáldprúða skörunga sveit, og um skarpvitra snillinga sál, svo lengi sem ísland um orðsnild veit eptir Arngrím, Jón, Porlák og Pál1. 4. En nú er sú tungan, sem stirðnuð um stund, og steinshljóð um mæringa rann: með ástmögum drúpir nú hjartaprúð hrund, sú er harmar sinn elskaða mann. 5. I'ví að víðir var sprottinn í Víðidal af veglegri kynprýðis rót, og meðan hann lifði var sumar í sal, og sólskin um hauklynda snót. 6. En víðir er fallinn í Víðidal og veturinn kominn svo skjótt, og helkulda leggr um harmsleginn sal inn til hjartans með fröst og með nótt. 7. Fölnaði dalur og frostkvíðin mörk, en fósturlenzsk hnipnaði þjóð, féll þar að hauðri sem hávaxin björk eitt vort hreinasta þjóðernisblóð. 8. Sá nákaldi veturinn, Norðurlandsbygð, hefir nætt nm þín frostbitnu sár: Pál, Pórð og Gunnar þú harmar með hrygð, — °g svo hverfa þín þúshundruð ár. . I) ViSidals ættin: Amgrímr lærSi, Jón biskup, por- 'l r Guðbrandsson, (sá er orti Úlfarsrímr), og Pilll lög- ^a5r Vídalfn. — 15' 10. Ilinu bezta hér verður í veikleika sáð, hér er vetur og nóttin svo svört; en svo koma dagar, og svo koma ráð, og svo kemur uppskeran björt! Athugas. Æfisaga Páls sál. kemr bráðum út i blaði þessu. Ritst. — 16. þ. m. kom herskipið Fylla, kapt. Draem frá Akreyri og ísafirði; með því kom Landshöfð- ingi vor, og hafði hann farið um borð á Akreyri. Auk hans kom með Fyllu alfari bæarfógeti vor og 6ýslumaðr Lárus Sveinhjörnsson með frú sinni og tveim börnum og þjónustustúlku, svo og frú Ka- mitla Kristiana, ekkja Þórðar læknis Tómássonar, sem hverfr nú heim aftr til átthaga sinna, sorg- mædd með 2 munaðarlaus börn eftir sártsaknaðan mann. Herra kapteinn Braem og fyrjrliðar hans höfðu áunnið sér hinar beztu þakkir þessara gesta sinna um borð, fyrir stakan góðvilja og kurteisi. Iíynnir kapt. Braem sig að sömu ljúfmensku og fleiri herskipsforingjar Dana hafa gjört að undan- förnu, t. d. öðlingrinn, kapt. Tuxen, eða póstskips- foringinn, sem nú er, kapt. Holm. — Pjóðhátíðarhöld 2. Jxílí fóru fram á Ping- eyrum, Reynistað og Oddeyri við Eyafjörð. tíreini- leg tíðindi um veizluhöld þessi höfum vér ekki enn fengið, nema um I’ingeyrahátíðina. Mættu þar nálægt 500 manna, fleslir Húnvetningar, ná- lega allir heldri menn héraðsins, og marger kon- ur og meyjar. Herra Ásgeir Einarsson á I*ing- eyrum stýrði og stóð fyrir veizlunni, og tókst það vel og stórmannlega. Fyrst var guðsþjónusta haldin í gömlu kirkjunni, og steig Ólafr prófastr Pálsson frá Melstað i stólinn. Síðan hófust frjáls- ar ræður manna í hinni nýu steinkirkju Ásgeirs bónda, og hafði Bjarni sýslumaðr Magnússon for- sæti á fundinum, og «voru þar ræður haldnar um ýms alþjóðleg málefni, og fékk gufuskipsferðamálið góðar*undirtektir. Þar voru og kosnir 2 menn til þingvallafundar: Jón Pálmason og Benidikt Blön- dal». Síðan var sezt til borðs þar í steinkirkjunni (sem ekki er vígð enn) og var mælt fyrir ýmsum ‘skálum: «Bjarni sýslumaðrmælti fyrir skál konungs, og mæltist vel; sira Sveinn Skúlason fyrir íslands

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.