Þjóðólfur - 22.08.1874, Blaðsíða 1
Í6. ár. Reykjavtk, þriðjudag 22. Ágúst 1874. 42.—43.
1 hiranesku frelsis og sannleiks ljósi.
fjÓÐHÁTÍÐARSÖNGIl á ÞiDgvelIi 1874.
Nú roðar á t’ingvalla-fjöllin fríð
Að fullnuðum þúsund árum,
Sem fagna megi þau frjálsum lýð,
Er flykkist á hraunkletta bárum;
Til himinskýja nú hljómi vor óður
Frá hjartastað vorrar öldruðu móður.
Ljóskrýndu hnjúkar og leitin blá,
Lögberg og þingflötin kæra,
Ármanmfell, Skjaldbreið og Almannagjá
Með iðunnar hvítfossinn skæra,
Og hraun og slandberg með helgum vættum,
Sem heyra vorn söng fyrir sleinagættum!
|>ér munið fræga frelsisins öld,
Hve fögur var gullaldar stundin,
Þá sól skein á stálklædda feðranna fjöld
Og frjálsbornu, svanhvítu sprundin,
I’á lífið svall alfrjálst með æskunnar blóði
Af ástum, drengskap og hetjumóði.
Dergmál frá dánum dýrðarheim
Dynja svo strengirnir titra
í íslenzkum hjörtum og hreifa með eym
Huggleði sæta og hitra,
Augun myrkvast af móðgum tárum:
Manna þig, fsland, og rls með árum!
Staðurinn, sem vér á stöndum, er vor
Hér streymir andinn hinn forni,
Hér vængina reynir vort þjóðhuga þor
Með þúsund áranna morgni,
Sem haukur ungur frá hamra strindi
Hefja vill flug yfir jökultindi.
Vér heitum að efla þinn orðstír og hag,
Vér elskum svo landið vort kalda,
Sem gaf oss lífsins hinn ljósa dag,
Og líkblæjum vorum skal falda;
t’að er of gott til hins auma og lága,
Ei of veikt til hins göfga og báa.
Guð styrki hvern frækinn og frjálsan mann,
Sem framför sannasta þekkir,
Sem tundslýðinn bætir og berst fyrir hann,
Uns bresta þeir síðustu lilekkir
Svo náum vér fornaldar helguðu hrósi
— 183
Bergmálið, fjöll, vorrar vonar klið,
Með vaxandi fagnaðar gengi,
Iínýið þér fossar við klettanna rið
Kólguflóðs raddþunga strengi:
Við endurhljóm vorra hamrasala
Heimtum vér þjóðlif úr neyðardvala.
Steingrimr Thorsteinson.
HÉRVERA KONUNGS VORS. (Framh. frábls. 178).
Mánudaginn 3. ágústmán. um hádegi lagði
konungr á stað til Greysis. Var í för með honum
Valdimar prins, laudshöfðinginn, Lagerkranz ad-
míráll, dr. Hjaltalín, auk hans eigin fylgdarliðs og
fleiri manna. Iíonungr hafði fengið þrjá hesta
Ijósa handa sjálfum sér og reyndust þeir vel, enda
sagði einn málsmelandi ísl. bóndi oss, er var
með í ferðinni, að betri reiðmann en konúng
sjálfan, hefði hann ekki séð í þeirri för. Prins-
inn reið rauðum hesti og öðrum brúnum, þótti
honum gaman að ríða og hestarnir góðir, og voru
honum boðnir hestarnir, og hafði hann þá með
sér. Ilinn 3. ágúst kom kgr til Þingvalla við Öx-
ará og hafði þar náttstað ; svaf hann og sonr
hans í kirkjunni, en tjöldin voru reist í túninu.
Fanst konungi eins og öðrum mikið um þennan
hinn dæmalausa stað, sem enginn gleymir, er séð
hefir. Gekk hann til Lögbergs og litaðist um
þaðan. Veðr var gott og bjart alla dagana, og
hefðu fornmenn kallað það «konungs-gæfu».
Næsta dag heilsaði kgr Geysi vorum, tjaldaði þar
og beið næsta dag, 5. ág. Dáðist konungr og
menn hans mjög að þeim kynjastað, og skemmtu
sér vel við hverina, var aftr og aftr rutt ofan í
Strokk og hann látinn gjósa; hlýddi hann óðar
konungsboði sem kammerráð væri, en Geysir var ekki
viðlátinn, heldr var hann sá stórbokki að standa
ekki upp í móti konunginum, heldr lá niðri og
buldi og þuldi sín «urðar orð» eins og ekki væri
um að vera, og kunnum vér honum litlar þakkir
fyrir. það var á föstudaginn, 6. ágúst, um mið-
aptansbil, að konungr vorkom frá Geysi til þing-
valla. Uafði hátíðin þá staðið síðan daginn fyrir.
Vissu menn fyrir nær konungssveitin mundi koma.
Ilafði fundrinn sent austr að Skógarkoti í móti