Þjóðólfur - 22.08.1874, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.08.1874, Blaðsíða 4
— 186 - ræðum manna, að áskorun sú er út gekk héðan úr Rvík í vor um almenn þjóðhátíðarsamskot í þessa stefnu hefði ekki vakið eins greiðlegar undirtektir, eins og við var búizt. Kváðu flestir sveitunga sína all-fúsa að styrkja þelta fyrirtæki, en töldu van- kvæðin tvennskonar, vanefnin að ná svo miklu fé saman, og vantraust manna á, að það mundi kostnaði svara. Og enn kom almenn vanþekking um kostnaðinn og tilhögunina. Voru þær ræður oss til lítillar upplífgunar, og ætluðumst vér til miklu meiri áhuga en framkom. ví miðr kunn- um vér íslendingar miklum mun betr að tala um hugmyndir (abstrakt mál) en um framkvæmdir (prak- tiska hluti). Að lokum var nefnd sett (Tryggvi, dr. Grímr, Jón á Gautl., Jón Guðm., og Halldór Friðr.) til að rita alþingi um málið, og fela því það til meðferðar; nefnd þessi skyldi og safna og veita viðtökur fé þvf er menn vilja frjálslega fram- leggja, og mun það starf ærið nóg uns þing kemr saman. Jahob Hálfdánárson frá Grfmstöðum kom þvf næst með þá tillögu, að menn skyldu nú stofna allsherjar atvinnufelag til eflingar landi og lýð. Þessi tillaga gekk ekki svo dauflegar undirtektir; lyktaði þeim ræðum svo, að nefnd var selt, til að semja lög handa þess konar félagi. Þá voru 2 menn kosnir til með séra Þórarni Böðvarssyni til að koma f framkvæmdarlegra horf hinni alkunnu skólagjöf hans, Hvaleyri, m. fl. Nú var lesið upp ávarp það til kgs er nefnd- in hafði samið, þótti ávarpið mega vera, og breyt- ingar þær er einkum Jón Guðmundsson kom upp með voru jafnskjótt feldar og hann bar þær upp, en leyft var honum að rita nafn sitl undir ávarp- ið, þótt hann væri utanfundarmaðr. Loksins var viðtekið að senda Jóni Sigurðs- syni í Khöfn kveðju-ávarp frá fundinum í þakk- lætis- og heiðrskyni fyrir starf hans og baráttu fyrir þjóðmálefnum og framförum lands þessa um liðin þrjátíu ár. Kl. 5 var þjóðhátíðin sett. Jón frá Gautlönd. hélt þá fyrst ræðu frá ræðustólnum. Benti hann einkum á hversu hálíð þessi væri f þreföldu tilliti þýðingarmikil, fyrst sakir endrminningarinnar um hin 1000 ár, sem þjóð vor hefði afstaðið, og það svo, að hún lifði nú við þolanlcg kjör og allr hennar hagr fyrir Guðs náð kominn á vonarinnar veg; þar næst sakir þess að konungr væri hér í fyrsta skifti kominn alla leið hingað og það til þessa staðar á slíkri stund. Væri það og mikið vonar-efni. Hið þriðja gleði-efni væri hin nýja stjórnarskrá, sem hann hvað, þrátt fyrir galla hennar, ágætan vísi til þess að vér mundum smá- saman aptr öðlast fullkomið þjóðfrelsi, hið sama þjóðfrelsið, er gjörði forfeðr vora fræga um allan heim, en sem vér síðan hefðum svo hraparlega úr höndum mist. Annmarka hinnar nýju skrár, mnndum vér eiga kost á að laga sjálíir, úr því löggjafarvaldið væri fengið ; gætum vér því haldið þessa hátíð í öruggri von þess að þjóð vor mundi halda áfram að rétta við úr dróma liðinpa neyð- arlíma. Kand.juris Kildal frá Noregi frambar kveðju- skjal frá norskum námsmönnum til íslendinga, og skáldið Kr. Janson, ávarp frá »Vestmannalaginu« (félagi) í Noregi, og enn annað frá bændum úr þrændalögum. Fyrir þessi ávörp þakkaði sira Þor- valdr frá Reynivöllum. Hann minti á orðshátt hinna fornu Norðmanna um feðr vora, »tómlátr j var hann enn Mörlandinn«, og mættu þeir miklu j fremr segja slíkt nú á tímum. í hin 60 ár, sem j þeir hafa nolið sjálfsforræðis, hefði hin norska þjóð geysað áfram með risafetum. Ilefðum vér j þar dæmið fyrir oss, hin næstu 60 ár vor, og allt svo lengi vér megum heita eptirbátar allra i frænda vorra. Eins og Norðmenn hefðu borið gæfu til að nota sína stjórnarskrá og frelsi sér til gagns og sóma, eins væri vor fremsta ósk að geta hagnýtt oss vora framlíð. Þar næst flutti stúdent Arpi frá Uppsölum ávarp til vor frá Uppsala-stúdentum. Nordal ■Kolfsen hélt þar næst snjalla ræðu um bókmentir vorar og þeirra ágæti fyrir Norðrlönd. Eiríkr Magnússon hélt þá nýja ræðu til Noregs, og var þar við hætt að sinni við komu konungs. Næsta dag, 7. Ág., voru þessi ávörp flutt fyrir ræðustólnum: 1. frá hinum dönsku stúdent- um; 2. frá fornfræðafélaginu í Khöfn, og 3. frá háskólanum þar. Skáldið Karl Andersen las það upp. Kapt. Bœrentsen las upp ávarp frá Færey- ingum, og admíráll Lagerkrantz ávarp frá slú- dentum I Lundi í Svíaríki. Haldór Friðriksson þakkaði með nokkrum orðum fyrir ávörp þessi í einu lagi. Var þá gengið til borðs. (Öll áminst ávörp skulu smásaman prentuð ( blaði þessu, nema þau innan skams verði prentuð öll sér í einu lagií sum'eru þegar prentuð í Víkverja). Eptir burtför konungs, hinn 7. Ág., var rigú' ing nokkur, og skemtu menn sér með samræðuoi eða samdrykkju, og drukku hverir annara skáliri gleymdu mennn þá hvorki kvennfólkinu, skáldun* um né gestunum, t. d. vorum kæru norsku stú'

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.