Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Yerö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFR. XXXVII. árg. Rcykjiivík, laugardaginn 5. september 1885. X:o 34.-35. Legstu ekki á lítilmagnann. Það var nm vorið liðugri viku eftir ferminguna. Faðir minn var prestr og liafði fermt börnin um vorið, eins og lög gjöra ráð fyrir. Einn piitrinn, sem fermdr hafði verið það vor, var hjá okkr á heimilinu nokkurn tíma um þetta leyti. Annars voru ekki stálp- aðir unglingar þar aðrir i það sinn; af börnunum á heimilinu var ég elztr og mun þó vart hafa verið meir en 7—8 ára. A heimilinu var líka gamall fjósa- karl, sem Þórðr hét og var kallaðr Þórðr Skellir; hvort hann var niðr- setningr eða ekki, veit ég eltki með vissu; þó er mér nær að ætla að hann hafi ekki verið haldinn fyrir meðlag. Karl þessi var aumingi að sálargáf- unum til; ég má segja hann hafði aldrei orðið kristnaðr. Hann var skap- styggr mjög og fól mikið, og þótti því sumum gaman að erta karlinn og stríða honum. Piltrinn, sem ég gat um áðan, hafði meðal annara horn í síðu karls og sýndi hann okkr yngri börnunum mikilmensku sína í því, að storka karlinum; hann fór upp á fjós- þakið, þegar karlinn var inni, og byrgði gluggana með torfi, og þegar karlinn kom út reiðr, þá stóð liann á fjós- veggnum og sendi blautu torfi og öðr- um óþverra framan í karlinn. Eg man eftir, að ég þóttist maðr að geta dregið að piltinum torfu-pjötlur og jafnvel reynt, svo lítill sem ég var, að kasta með honum í garnla Þórð. — Karlinn elti okkr þá með flórrekuna reidda, eða henti grjóti á eftir okkr, en við hlupum þá undan, og björg- uðum okkr jafnan óskemdir, enda var karlinn gamall og seinfær. Einu sinni sem oftar vorum við að æfa strákskap okkar á karlinum, höfðum við, eða piltrinn þó helzt, orðið svo harðleiknir eða öllu fremr skeyt- ingarlausir, að við höfðum meitt karl- inn, höfðum við hæft svo í augun á honum, að honum varð seint fyrir að elta okkr til hefnda; hallaðist hann þá á fram með handleggina fyrir and- litinu upp að ijósveggnum og fór að gráta. Hvort það hefir nú verið af sársauka eða reiði, læt ég ósagt; má vera af hvoru tveggja. Piltrinn, sem með mér var, hljóp í þessum svifum skyndilega burt; ég sá, að ekki var að óttast karlinn, en hins vegar rann mér til rifja að'sjá Þórð gamlagráta. Mér hefir alt af, frá því ég fyrst man eftir mér, fallið þungt að sjá fullorðið fólk gráta. Eg var sjálfr ekki langt frá að fara að skæla líka. Kc’tt, í þessu varð mér litið um öxl, því að ég heyrði eitthvað fyrir aftan mig. Mér hnykti heldr við, er ég sá föðr minn, sem hélt í öxlina á pilt- inum. Faðir minn, sem við hugðum vera inni að vanda yfir bókum sinum, hafði, án þess við vissum af, gengið upp í hlöðu, til að líta þar eftir, og hafði verið nýkominn út úr hlöðunni fyrir aftan okkr og séð til okkar. Það má nærri geta að ég var hræddr, þvi að faðir minn var strangr maðr, þótt hann væri oss börnum mjöggóðr. Hann refsaði mér aldrei án ástæðu, refsaði aldrei smábrestum né barna- skap nema með orðum; en hvað það, sein kendi mannvonzku eða ills upp- lags, átti engrar vægðar von. En því sjaldnar sein hann refsaði mér, því minnisstæðara var mér- það og því al- varlegri áhrif hafði það á mig. Þá sjaldan að ég fékk löðrung hjá hon- um, þá var ég aumr og hryggr lengi á eftir — ekki af sársaukanum af löðr- ungnum; ég þoldi vel að fá „á hann“ hjá öðrum; en ég sá ávalt, að faðir minn var<svo sorgbitinn erhann refs- aði mér, og það særði mig dýpra en ég get lýst, að liafa bakað föður mín- nm sorg, þvi ég elskaði föðr minn meir en lífið i brjósti mínu. í þetta sinn fékk ég löðrung, einn, en ósvikinn, en mér þótti hann sem ekkert móti augnaráði föður míns, þegar hann skipaði mér að fara inn undir eins. Eg fór inn að vörmu spori og fleygði mér upp í rúmið mitt og bældi mig ofan i koddann grátandi. Síðan heyrði ég að faðir minn hefði kallað á piltinn inn í stofu og talað þar við hann alvarlega. — Skömmu siðar kom hann inn, gekk að rúminu, þar sem ég lá, klappaði á hnakkann á mér og sagði: „Eg get sjaldnastséð til þín, Nonni minn! en guð er faðir gamla Þórðar eins og hann er faðir þinn og minn og allra manna; gleymdu því aldrei! Hann sér ævinnlega til þin, og honmn er ekki minni sorg að því en mér þegar börnin hans eru vond“. — Svo gekk hann frá mér. Þetta var um kvöldtíma. Ég sofn- aði grátandi í öllum fötunum. Ég var vakinn til að hátta um kvöldið, en sá þá ekki föðr minn. Morgunin eftir kom ég að borðinu, þar sem faðir minn sat og var að skrifa eitthvað í syrpu sína, sem hann skrifaði kveðlinga sína í. Ég gægðist á bókina, og sá að þar stóð: „Þörður vesall grét í gær...“ Meira sá ég ekki, því að faðir minn leit þá upp og fór að spyrja mig, hvort ég væri búinn að læra það, sem mér hafði verið sett fyrir. Mörgum árum siðar, þegar bæði gamli Þórðr, piltrinn og faðir minn voru allir dauðir, fékk ég í hendr syrpu föður míns. Þar fann ég i meðal annars þetta kvæði, sem ég þekti undir eins, hvernig á stóð: Þórður vesall grét í gœr, gáleysið og vonzkan lilær og með djöfla unun rær að hans liarmi sárum. Þetta gjörir sá, er sór syni guðs í helgum kór feril hans að feta rór og fals-eið hatt með tárum. Hvenær nokkur heyrði hann hæða’ og særa aumingjann eða hrekja hrasaðan í hörmung dýpra niður?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.