Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 05.09.1885, Blaðsíða 8
140 Til sjómanna. Ef svo kynni til að vilja, að einhver hinna heiðruðu sjðmanna fengi hámeri, ])á er jiað hér með hæn min aðjeg mætti fá að vita ]>aö áður en hún yrði skert eða skorin i sundur, eða ]iá að minnsta kosti að jeg gæti fengið að sjá sporð- inn og höfuðið. Jeg hef sjeð margar hámerar á yngri árum minum, en jeg hef aldrei teiknað neina þeirra; hæði þekki jeg fáar myndir af þessum fiski—eiginlega ekki nema eina, sem er víst að eigi að vera eptirmynd af hámeri, hún er i ferðabók Olafs Olaviusar sekretéra — og svo eru nöfnin á henni á svo miklu reiki að furðu gegnir, lýsingarnar sumstaðar rangar og óljðs- ar, og það er varla nokkur fiskur til, sem hafi valdið meiri ruglingi en hámerin. Mig langar þvi til að fá að sjá vel heila há- meri, svo jeg geti gengið úr skugga um þetta. Hámerin er einnig merkileg fyrir það, að hún hefir meiri líkamshita en fiskar yfir höfuð, og vita þetta allir sjómenn; en þó eru þetta ekki eins dæmi. Menn kveða raunar svo að orði að fiskar hafi kalt blóð, það er að segja: blóðið i þeim er á sama hitastigi og vatnið eða sjór- inn sem þeir eru í; en þó er þetta ekki ná- kvæmt, þvi að fiskar hafa meiri líkamshita en sjórinn, þótt þess ekki gæti með venjulegri at- hugan; að jafnaði eru þeir til I stigi (C) heitari en sjórinn eða vatnið sem þeir lifa í. Hákarlategundir eru tveim stigum heitari en sjórinn; og túnfiskar (Thynnus), sem mjög eru veiddir í miðjarðarhafinu og eru yfir 7 álnir á lengd, eru meir en tíu stigum heitari en sjórinn. (Yið Noreg hefir fundizt ein tegund þessara fiska, og einn flæktist hingað til lands fyrir nokkru). Orsök þessa vita menn eigi gjörla, en án efa veldur því bygging æðakerfisins og blóðrásin; á sumum fiskum og sér i lagi á hákarla teg- undum er einkennileg æðaflækja í tálknunum, einmitt á þeim fiskum sem heitastir eru, en samt eru menn enn í vafa um þýðingu þessarar æða- flækju eða hvernig hún stuðli til lífsins. Hámerar-myndin hjá Olaviusi er svo illa gerð að hún verður ekki notuð, og enda ekki vist að hún sé gerð eptir óskemdu dýri. — Norð- menn nefna „Haamerr“ og Haabrand11; en hvort það er okkar „hárneri" veit jeg ekki; Eaber lýsir hámerinni nokkurn veginn, en hann hefir engar myndir; hún hefir verið kölluð „Lamna eornubica“, en Kröyer, mesti fiskafræðingur á Norðurlöndum á sinni tíð, segir það sé ekki sama tegund, og gefur svo lýsingu á hámerinni sjálfri og kallar hana „Galeocerdo arcticus", en sú lýsing kemur samt ekki heim, að jeg held. Það getur raunar vel verið að til sé lýsingar og myndir af hámerinni rjettari og betri, enjeg þekki þær ekki, og þær eru hér ekki til; en fái jeg tækifæri til að sjá fiskinn sjálfan, þá er það nóg. Keykjavik, 20. ág. 1885. [*275 Ben. Gröndal. B. H. Bjarnason hefir til sölu eftirfylgjandi vörur: Eúgmjöl Hveiti Overhead mjöl Mais mjöl Hafra mjöl B. bygg Grjón, 4 tegundir Sago grjón Klofnar haunir Kartöplur. Niöursoöinn matur: Sauða og nautakjöt Lax, Hummer Östers Sardínur Amerikanskir og enskir Meieri-ostar Spegipylsa Luxemb. pylsa Reykt flesk Ágætt smjör Matarkeks og kaffibrauð af ýrnsum tegundum. Syltetöi o. fl.: Appelsin marmelade Stikkelsbærmarmelade Ribs do Jordbær do Blomme do Pickles Fresh Peaches Kryderi o. fl.: Pipar, Kanel, Allehaande, Engifer, Carry, Sennep Cacao. Súkolade Congothe, 3 tegundir Macaronni Nudler Corender Handsápa Grænsápa Steinolia Kaffi, 3 tegundir Exportkaffi Melis í topþum og Púðursykur, 2 tegundir Byóstsykur, fjölda- margar tegundir. Leirtöi: Diskar 6 tegundir Kaffibollar 4 teguudir Thebollar 4 teg. Könnur og spylkomur á ýmsum stærðum og litum. Vinföng: Whisky Brennivín Enskt kryddöl Limonade og Sódavatn. Tóbak Rom Ö1 (Gamle Carlsberg) Munntóbak Vindlar. Reyktóbak 2 tegundir Járnvörur: Katlar Skóflur Galvaniseraðar fötur Sláturhnífar Vasahnífar Ljáblöð og brýni Blikkbalar, 2 stærðir Blikkdiskar Súpuskeiðar Theskeiðar Kasserollur Pægiskúff'ur Peningakassar Fiskihnífar Skæri Lóðarönglar, 2 stærðir Blikkskálar Blautfiskspaðar Matskeiðar Gjarðajárn Blý, mjög ódýrt. Segldúkur, margar tegundir Ensk færi, 1V2 pd., 2 pd. og 3 pd. Netagarn, 5 tegundir Ljerept og sirz af mörgum tegundum Stórar og fallegar olíumyndir m. m. Enn fremr hefi jeg fengið hinar nýuppfundnu frönsku Spiritus-maskínur, sem má hita vatn i á fáum mínútum, og sem sparar helming elds- neytis við aðrar maskínur; verðið er að eins 4 kr. 75 aura. Allar þessar ofantöldu vörur eru mjög góðar og vandaðar, og með samsvarandi lágu verði, þar að auki gef jeg afslátt ef keypt er fyrir 25 kr. í peningum út í hönd. Reykjavík 1. septemb. 1885. 276r.] MYND AF gTRANDAKYRKJU, þessari nafnfrægu kyrkju, sem almenningr heit- ir svo oft á og flestum verðr að góðu; enn fremr myndir af ýmsum öðrum stöðum hér á landi, fást fyrir 2 Ki\ hver. 277r.] Sigfús Eymundsson. Carl Franz Siemsen’s verzlun. Samkvæmt skipun, er jeg fjekk i dag með póstskipinu Lauru, leyfi jeg mjer að vekja at- hygli viðskiptamanna minna á þvi að jeg frá því á mánudag h. 24. ágúst sel eingöngu fyrir horgun út f liönd, og með talsvert lægra verði en áður. Reykjavik, 22. ágúst 1885. 278r.] G. Emil Unbehagen. Til almeiinings! Læknisaðvörun. Þess hefir verið ðskað, að ég segði álit mitt um „bitters-essents", sem hr. C. A. Nissen hefir húið til og nýlega tehið að selja á ísiandi og kallar Brama-lifs-essents. Eg hefi komizt yflr eitt glas af vökva pessum. Ég verð að segja, aö nafnið Brama-lífs-essents er mjög villandi par eð essents þessi er með öllu ólilcr inum ekta Brama-lifs-elixir frá hr. Mansfeld-Búllner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn ekta. I‘ar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til að sjá áhrif ýmsra bit.tera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lifs-elixir frá Mansfeld-Búllner & Lassen er kostábeztr, get eg eklti nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnr bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júli 1884. E. J. Melehior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. Nissen á glas- inu og miðanum. Einkenniávorum eina elcta Brama-lifs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sézt blátt ljðn og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir húatil inn verðlaunaða Brama-hfselixir. Kaupmannahöfn. [4r. bsebI Stofa og svefnherbergi til leigu með góðum kjörum. Ritstj. ávisar. [280* Eftirskrift. — Þilsk. „Clarina“ kom að vestan í tyrra- dag; sagði ís hafa rekið fyrir vestfirði; skipv. hjörguðu skipshöfn af þilsk. af önundarf., er sökk i ísnum. Vart hafði orðið tveggja skipa í ísnum, er þar voru fóst. „Clarina11 bjarg- aðist með naumindum undan. Eigandi og ábyrgðarm.: Jön Ólafsson. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentari: Sif/m. Guðmiindsson. )

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.