Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 2
206 á því, að þeir ná sjer niðri á útlendu vör- unni, á sama hátt og þeir, er gefa hjer 80—90 aura fyrir ull, þótt þeir vel viti, að ekki er hægt að fá netna í mesta lagi 70 aura fyrir hana eriendis. Mjer hefur sárnað það mjög, að skammsýni íslend- inga, klaufaskapur hinna útlendu kaup- enda og ógipta hvorratveggja hefur orðið til þess, að koma óorði á íslenskt sauðfje í Englandi og Skotlandi og þar með spillt hinum vænlegasta vegi, er allt til þessa hefur reyndur verið, til að lagfara versl- un vora og viðskiptalíf. Fyrir þessar sakir hef jeg skrifað þess- ar athugasemdir, ef ske mætti, að þær kynni að vekja einhverja tii íhugunar og skynsamlegra framkvæmda. Málefnið er þess vert. Kvennfólkid í Ameríku. Eptir pröfessor James Bryce. IV. fSiðasta grein). Hversu hlægilegt sem enskum konum kann að finnast sumt af því, sem að fram- er frá skýrt, þá er það þó eigi að síður víst, að hjónabandið er ekki eins í Ame- ríku og Englandi. Það eru að vísu til mjög ráðríkir eiginmenn í Ameríku, en þeir eru dæmdir harðara meðal almennings, en á sjer stað um slíka menn á Englandi. Það eru einnig til heimtufrekar konur á Englandi, en mönnum þeirra er vorkennt meir en í Ameríku. í hvorugu landinu er hægt að segja að sje fullkominn jöfn- uður milli hjónanna, því að í Ameríku er konan nálega þeim mun rjettkærri, sem maðurínn er það á Englandi. Enginn ein- stakur maður getur verið svo kunnugur í báðum löndunum, að hann geti með vissu sagt, kverjar afleiðingar þetta hefur. En að svo miklu leyti sem jeg hef feng- ið að vita um skoðanir þeirra, er dvalið hafa í báðum löndunum, þá eru hollari af- leiðingarnar af hjónabandslífinu í Ameríku, ef til vill af því að það nálgast meira fullkominn jöfnuð milli hjónanna. Þeir, sem veitt hafa þessu eptirtekt, hafa ekki þá skoðun, að viðurkenningin um jafnrjetti kvenna við karlmenn gjöri þær betri, elsku- verðari eða hyggnari en enskar konur eru, heidur styðji það að góðu samlyndi og á- nægju á heimilinu, með því að það nemi burtu ýmsa ókosti mannsins, einkum eig- ingirni hans og hjegómadýrð. Að konan hefur sterkari tilfinningu fyrir sjálfstæði sínu og ábyrgð en í Evrópu, ætla þeir að geri hana kjarkmeiri og þrekmeiri; en lijónaástin, sem er venjulega heitari hjá konunni en manninum, af því að færra dregur huga hennar frá henni, verndar hana frá að misbrúka þá stöðu sína, að vera sett hærra en maðurinn. Þetta er mjög sennilegt. Aptur á móti hef jeg heyrt aðra segja, að staða kvenna í Ameríku mundí spilla hinum liprari taugum í lund- arfari þeirra, þótt eigi verði beinlínis sagt, að þær verði eigingjarnar og dutlunga- fullar. Maður frá Evrópu þarf ekki að vera lengi í Ameríku, ekki nema eitt kveld í samsæti, til þess að sjá, að hlutfallið milli karla og kvenna er allt annað en tíðkast I heima fyrir. í Evrópu þykist karlmaður í venjulega sýna af sjer lítillæti, er hann talar við konu um alvarleg málefni. Jafn- vel þótt hún sje honum fremri, að vits- munum eða öðru, þykist hann sem karl- maður standa liærra en hún og talar — vitandi eða óafvitandi — niður til hennar. Hún er svo vön við þetta, að hún stygg- ist ekki við það, nema þegar mikið kveð- ur að því. Eu þvílíktkemur eugum manni í Ameríku til hugar. Hann talar við kvenn- mann öldungis eins og hanu mundi tala við karlmann — auðvitað með kurteisi og með sjerstöku tilliti til þeirra málefna, sem hann ætlar að henni sje umhugað um, og metur jafnan eins mikils hennar skoð- un sem sína eigin. Á hinn bóginn von- ast kvennfólk í Ameríku ekki eptir, að karlmennirnir haldi uppi samræðunum við það. Það finnur sömu skyldu til og sömu ánægju í að stýra samræðunum sem þeir og tekur optast byrðina frá karlmönnun- um með samræðufjöri, sem þeir hafa ekki eins mikið til að bera. Það er varla þörf að geta þess, að kvennfólkið er látið ganga fyrir karlmönn- unum alstaðar þar sem um það er að ræða, hvort þeirra skuli njóta meiri þæg- inda. Á járnbrautunum er aptasti vagn- inn, þar sem minnst óþægindi eru frá gufu- vjelinni, ætlaður eingöngu handa kvenn- mönnum og á gistihúsum fá kvennmenn bestu herbergin. í allravögnum (Omni- buser) og sporvögnum var það síður áður, að karlmaður, sem sat þar fyrir, er kona kom inn, stóð upp og bauð henni sæti sitt, ef ekkert sæti var autt. Þetta er nú að leggjast niður. í New York, Bos- ton og enda í San Francisko hef jeg sjeð karlmenn sitja kyrra, er kvennmenn liafa komið inn í vagnana, þar sem ekkert sæti var autt, og jeg minnist þess einu sinni, að stúlku einni var boðið sæti, en hún neitaði því og sagði, að íýrst hún hefði farið inn í fullan vagn, yrði hún að gjalda þess. Eptir því sem mjer var sagt, var það lík tilfinning, sem upphafiega leiddi til þess, að þessi kurteisissiður lagðist nið- ur í Bostou. Þegar kvennfólk tróðst inn í fulla vagna, reyndu karlmennirnir, setn ekki gátu framfylgt banninu gegn offylling vagnanna, að verja sig gegn þrengslunum með því að láta eltki laus sæti sín. Það er stundum sagt, að forrjettindi þau, sem kvennfólkinu í Ameríku eru lát- in í tje, hafi gjört þær gjarnar á að lieimta sem rjett sinn það, sem þeim hefur verið í tje látið af kurteisi, og hefði að öðru leyti miður góð áhrif á viðmót þeirra og framgöngu. Jeg þekki ýms dæmi, sem sýnast vera þessn til styrkingar, en get þó ekki betur fundið .en að það sje ástæðu- laus viðbára. Veluppaldar stúlkur eru ekki heimtufrekar og gott uppeldi útbreiðist ár frá ári. Það er varla þörf á að geta þess, að þjóðfjelagið hefur yfir höfuð gott af hinum mildandi og bætandi áhrifum, sem virðing fyrir kvennfólkinu hefur í för með sjer. Ekkert gerir menn í Ameríku eins hamslausa af reiði, eins og þegar konum er sýnd einhver vanvirða. Að maður berji konu og þess konar ruddalegt ofbeldi er miklu óalgengara meðal lægstu stjettanna í Ameríku heldur en á Englandi. Kvenn- fólk gengur sjaldan eða aldrei að vinnu á ökrum eða engjum úti eða í námum í Ameríku, og ferðainönnum frá Ameríku, sem sjá á stöku stað í Evrópu kvenufólk við strangt líkamlegt erfiði, gremst og of- býður það rneira en Evrópumenn geta gert sjer i hugarlund1. Langt vestur í Bandafylkjunum, þ. e. fyrir vestan Missisippi, í hjeruðunum við Klettafjöllin og Kyrrahafsríkjunum, verður aðkomumaðurinn hissa á því, að fátækar konur sýnast ekki vera þar til. Járnbraut- arvagnarnir eru fullir af fátæklega klædd- um kaílmönnum, sem geta — þótt það sje sjaldan — verið ókurteisir og rndda- legir í framgöngu, En klæðaburður og útlit kvennanna bendir ekki á, að þær sjeu konur þessara manna, dætur þeirra eða systur, og mann furðar á því, ef all- ir karlmenn eru ókvæntir, og ef svo væri, hve margt þar kemur þó fyrir af kvenn- ') Hvað skyldu þfi, Ameríkumenn, sem hingað koma, segja um eyrarvinnu kvennfólks í höfuðstað íslands og þvottaburðinn í laugarnar?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.