Þjóðólfur - 30.10.1891, Blaðsíða 6
210
er ekki, er stefnt saman mönnum og leit
haíiu. Eptir allmikla leit finnst stúlkan
örend í svokallaðri Svartá, sem rennur
hjá Svartárkoti. ■— En svo jtykir strax
kynlegt, að þar sem stúlkan finnst í ánni,
eru hjer um bil engar líkur til, að hún
hefði getað drekkt sjer viljandi nje af
slysum, og eigi lieldur, að hún hefði getað
borist eptir ánni úr þeim stöðum sem
dýpri voru. Engum, sem kunnugur var
stúlkunni, þótti heldur líklegt, að hún
hefði viljandi fyriríarið sjer. Kviknaði
skjótt grunur og ótti um, að Jón þessi
mundi á einhvern hátt valdur að dauða
stúlkunnar. Var nú sent til sýslumanns
og brá hann skjótt við til að rannsaka
málið. Ljet liann og sækja lækui til þess
að skoða lík stúlkunnar. Ljet læknir það
álit í ljósi, þegar hanu hafði krufið stúlk-
una, að hún hefði eigi drukknað, en eng-
in merki til misþirminga sáust þó á henni.
Eptir að sýsiumaður hafði nákvæmlega
rannsakað allar kringumstæður, fór hann
að yfirheyra Jón, og meðgekk Jón
þá, að hann liefði grandað stúlkuuni á
þann hátt, að liann lijelt fyrir vit henni,
þangað til hún kafnaði, og bar hann liana
síðan í ána.
Atburður þessí hefur slegið ákaflega
mikilli hrellingu yfir hugi manna hjer um
slóðir, enda er hann svo mikið eins dæmi
í sinni tegund, að núlifandi menn þekkja
ekki svo mikið sern tilræði í þessa átt,
því síður annað meira.
í öðru brjefi er oss skrifað að morð-
inginn sje í haldi á Húsavík og bíði
þar dóms síns. Refsingin fyrir morð er
líflát, ef morðið er drýgt „með ráðnum
huga“, clla æfilöng hegningarvinna eða
minni refsing, ef málsbætur eru.
Strandferðaskipið Thyra kom hingað
24. þ. m. norðan og vestan um land, 9
dögum á eptir áætlun, og með því um
350 farþegar. Það fór aptur hjeðan í
fyrra dag til Hafnar og með því allmargir
farþegar: Guðmundur Magnússou cand.
med. & chir. með konu sinni, N. Chr. Gram
frá ísaf., Björn Sigurðsson í Flatey, frú
Jófríður Guðmundsson í Flatey með börn-
um sínum, frú Sigríður E. Magnússon,
fröken Anna Jörgeusen, Kristján Jónasar-
son verslunarm., Daníel Daníelsson ljós-
myndari, E. Tvede lyfsali, Björn Kristjáns-
son kaupmaður, Ágúst Bjarnason o. fl.
Ný Lög. Af lögum frá síðasti, þingi
voru þessi 6 staðfest, er Thyra fór frá
Höfu:
1. Lög um að íslensk lög verði eptir-
leiðis að eins gefin á íslensku.
2. Fjáraukalög fyrir árin 1888—89.
3. Lög um viðauka við útflutniugslögin
14. jan. 1876.
4. Lög um lækkun á fjárreiðslum þeim,
er hvíla á Höskuldsstaðaprestakalli í Húna-
vatnsprófastsdæmi.
5. Lög um bann gegn eptirstæling frí-
merkja og annara póstgjaldsmiða.
6. Viðaukalög um lög um brúagerð á
Ölvesá 3. maí 1889.
Verslunarfrjettir frá Khöfn 23. sept:
TJll hefur í Englandi selst án umbúða á
8 pence (60 a.) sunnlensk, en norðlensk
9 pence (67x/2 a.). Hjer í Höfn hefur
sunulensk hvít ull selst á 60—62 með um-
búðum. Norðlensk ull besta tegund 70 a.,
lakari 65 a. með umbúðum; mislit ull seld
á 45 ^/2—47 a. og svört 55 a.; hvít óþveg-
inn haustull 48 a. — Lysi selt á 35 kr.
gufubrætt og 32—34 kr. ljóst soralaust
pottbrætt hákarlslýsi. Ljóst þorskalýsi
30—32 kr., dökkt þorska- og hákarlalýsi
26—30 kr. (210 pd.). — SaltfisJcur hnakka-
kýldur seldist á 67 kr., óknakkakýldur
48—50 kr., smáfiskur 42—44 kr., ýsa
36—37 kr. Fyrir vestfirskan saltfisk kom-
inn á skip á íslandi á Spáni boðin 68
ríkismörk. Smáfiskur frá Vesturlandi seld-
ur til Genua á 46—47 kr. kominn á skip
á íslandi. — Harðfishur hefur lækkað í
verði, er seldur á 150 kr. skp. og útlit
fyrir meiri verðlækkun. — Sundmagar,
besta tegund, seldir á 50 a. pd. — Af œð-
ardún liggja lijer um 3000 pd., sem fást
á ÍO1/^—lla/2 kr. eptir gæðum. — Síld
seld á 141/,—18 kr. tunnan eptir gæðum.
Kindakjöt boðið á 45 kr., án þess að út
gangi (224 pd.), og útiitið allt annað en
gott á verði á því. — Tólg 28—30 a. pd.
Gœrur 4x/4—ö1/^ kr. hverjar tvær eptir
vigt.
Strandferðirnar næsta ár. Það hef-
ur f'rjetst, að sameinaða gufuskipafjelagið
danska ætli ekki að ganga að neiuum þeim
kostum, sem alþingi setti fyrir fjárveiting-
unni til strandferða, heldur láta Thyru
fara styrklaust 3 strandferðir með líku
fyrirkomulagi og 1888—89. En livort aðr-
ir verða til þess að ganga að kostum þeim,
sem þingið setti, er enn óvíst, því að eigi
mun hafa verið gert mikið í þá átt eun
sem komið er, sem varla er heldur von,
tímans vegna, þótt ekki sje annað.
Crufuskipið Vaagen, sem fór hjeðan
22. f. m. vestur og norður um land til
Seyðisfjarðar og ætlaði að koma hingað
aptur um liæl með Snntilendinga frá Aust-
fjörðum, lireppti versta veður á leiðinni
austur, og hraktist frá Melrakkasljettu til
ísafjarðar og var þá orðið kolalaust. Það
var komið aptur til Akureyrar, er Thyra
fór þar um, og allir þeir, sem með Vaag-
en ætluðu af Austfjörðum, fóru með Thyru.
0. Wathne 1 jet þá hafa 500 kr. fyrir að
geta ekki fullnægt samningunt við þá.
Ilinn nýi kvennaskóli í Vina Minni
hjer í bænum var settur í fyrra dag af
biskupi Hallgrími Sveinssyui; forstöðukona
er Þóra Björnsdóttir frá Brekkuborg í
Breiðdal. 15 námsmeyjar komnar í skól-
ann.
Prestaköll veitt: 22. þ. m. Höskulds-
staðir prestaskólakandídat Jóni Pálssyni
eptir yfirlýstum vilja safnaðarins og 24.
þ. m. Rafnseyri prestaskólakand. Rikarði
Torfasyni eptir kosningu safnaðarins.
Prestvígðir voru á sunnnudaginn var
ofannefndir 2 kandídatar og kand. Ingvar
Nikulásson aðstoðarprestur sjera Jóns
Björnssonar á Eyrarbakka.
Laus prestaköH eru nú að eins þessi
þrjú: Meðallandsþing metin 998 kr., Ey-
vindarhólar metuir 1018 kr. og Þórodds-
staður metinn 1005 kr., auk tveggja presta-
kalla, sem eru nndir veitingu: Kvíabekk-
ur og Ásar í Skaptártungu.
Slysfarir. 17. f. m. hvolfdi bát í Jökulfjörð-
um í ísafjarðarsýslu og druknaði þar Jón E. Jóns-
son frá Hrafnfjarðareyri. — Á ísafirði drukknaði
fyrir skömmu maður fram af bryggju í myrkri
um kveld; maðurinn hjet Kristján Sigurðsson og
var skipstjóri. Annar maður var með honuin, en
gat ekki hjargað honum, enda báðir sagðir ölvaðir.
Skip strandaði 19. þ. m. á höfninni í Skarðs-
stöð; skipið lijet Amold og var eign Flateyjar-
verslunar.
Avocet, fjárflutningaskip Zöllners, er laskaðist
á innsiglingu til Borðeyrar, var talið hafíært og
er farið með allan fjárfarminn til Englands.
Suðurþingeyjarsýslu 1. okt.: „ Tíðar-
far liefur verið ágætt í haust allt þangað
til fyrir 5 dögum að brá til norðanáttar
með snjókomu, og lítur ekki út fyrir, að
veruleg uppbirta sje í nánd. Ekki eru
hríðar þessar svo miklar, að nokkur hætta
sje á, að þær hafi grandað fje.
Heyfengur manna varð yfir höfuð í góðu
lagi; nálega hvergi neðan við meðallag en
állvíða ágætur. Má einkum þakka það á-
gætu tíðarfari og nýtingu.