Þjóðólfur - 30.10.1891, Page 7

Þjóðólfur - 30.10.1891, Page 7
211 Sanðfje raun vera til jafnaðar í meðallagi að vænleik, þótt það sje allmikið rýrara en í fyrra. Sauðaflutningur frá kaupfjelögunum er svipaður og í fyrra. Zöllner hefur sent hingað (á Eyjajförð) 2 fjárflutningaskip „Constantin“ og „Avocet“, hvort öðrubetra til fjárflutninga. Taka þau bæði til samans um 8000 fjár. Þau fóru alfermd hjeðan með rúm 6000 frá kaupfjelögum Þingeyinga og Eyfirðinga og tæp 2000 frá kaupmönnum. Fjársala er hjer nálega engin. Húsa- víkurverslun keypti rúmar 100 kindur á fæti, og Gránufjelagsverslun 5—600 hjer í Þingeyjarsýslu. Verðið var 8—10 kr. fyrir góðar kindur veturg. og 12—14 kr. (18,50 hæst hjá Húsav.verslun) fyrir sauði. Líklega reka menn fje í kaupstað til slátr- unar, þótt verðið sje lágt, því margir eru skuldugir við fastaverslanir. Samt eru ná- lega heilar sveitír lijer, sem ekki skipta við verslanir, heldur eru í kaupfjelagi, og þótt hagur þeirra sje allt annað en glæsi- legur nú, þá sleppa þær þó við slík ör- þrifa-ráð að þessu sinni. Kjötverð á Húsa- vík er 12,. 14 og 16 aurar á pundi. Vigt- arstigin eru á hverjum kropp sem nær hæsta verði 42 pd. og 34 pd. fyrir mið- lungsverðið. Mör er 20 aur. pd“. Norður-Múlasýslu 4. okt. 1891: „ Tíð- arfar hefur uú um tíma verið mjög óstöð- ugt og óþurkasamt; snjór ;á fjöllum og stundum snjóað niður í sjó. Heyannir um garð gengnar og hafa gengíð miklu betur enn áhorfðist í byrj- un sláttar. Grasvöxturinn varð hvervetna langtum betri en útieit fyrir og nýting góð. Munu heybyrgðir allflestra með betra móti nú, þvi flestir hafá meiri og minni heyfyrningar til ofanálags. Fiskiafii hefur verið mjög lítill síðan snemma í ágúst; er það hvorttveggja, að gæftir hafa eigi verið sem bestar, og mestu vandræði með beitu, því sjaldan og óvíða hefur síld aflast til beitu; en vel hafa þeir aflað, sem róið hafa, enda mun næg- ur fiskur fyrir; er því mikill bagi að beitu- leysinu, en nú vona menn, að fari að ræt- ast fram úr þessum vandræðum, þvi vart hefur orðið við síld þessa dagana, og telja reyndir síldveiðamenn miklar líkur til, að síldin fari nú að ganga verulega, og væri óskandi að svo yrði. Sanðfjár-markaðir hafaverið með dauf- ara móti í haust, enda hefur Slimon enga kind keypt hjor eystra í þetta skipti, en hefur, eins og kunnugt er, keypt hjer sauðfje, undanfarin ár, fyrir tugi þúsunda króna, og borgað allt með gulli. Eru nú lijer um sveitir mestu vandræði manna á millum sökum peningaeklu, er af þessu stafar, því kaupmenn hjer hafa verið mjög sparir á peningum í sumar, sem og er mjög eðlilegt; þeir munu þykjast hafa orðið að gefa of mikið fyrir ull og aðrar innl. vörur, til þess að þeir borguðu þær í peningum. Sumir af kaupmönnum hjer hafa tekið sauðfje upp í skuldir og gefið mest 15 krónur fyrir vænstu sauði; eru bændur mjög óánægðir með það verð. Nokk- uð hefur verið lagt inn við verslanirnar til slátrunar, og liefur viðunanlegt verð fengist fyrir, einkum við Thostrups versl- an á Seyðisfirði, sem gefið hefur 20 aura fyrir besta kjöt, (40 pd. kroppa og þar yfir), 24 aura fyrir mör og 1,50—3,00 fyrir gærur. Þar á móti hafa verslanir Örum & Wulffs að eins gefið 15 aura fyr- ir besta kjöt og 18 aura fyrir mörpundið, og er það mikill verðmunur“. (Meira). Koffort ómerkt er geymt kjá úrsmið B. Þor- kelssyni, sem kefur komið nú með Tliyru; eigand- inn vitji jiess sem fyrst og borgi uppskipun og þessa auglýsingu. 393 Fundur í Stúdentafjelaginu annað kveld I kl. 8y2 á Hotel Alexandra. 392 164 munur væri opt á karlmönnum og kvennfólki, sem gipt- ust uú á tímum. „Óberstinn“, sem var „piparsveinn“ og það ekki einn af þeim yngstu, hafði fengið ást á einni frændstúlku langömmu minnar, kornungri stúlku, og allt benti á, að liann ætlaði sjer að hiðja hennar. Það leit út fyrir, að „aðalsmarskálkurinn" hefði eitthvað líkt í huga. Þetta var langömmu minni mjög á móti skapi, en hún vildi þó ekki beinlínis láta gesti sína það á sjer skilja. „Ungu stúlkurnar nú á tímum“, sagði hún, „hafa ekkert á móti því, að giptast snemma og það rosknum mönnum, sem geta gefið þeim skrautleg föt og alls konar stáss og glingur. En opt og einatt eyða þær öllum eigum manna sinna, eða, sem er enn verra, láta sjer ekki nægja með þá, heldur gefa öðrum hýrt auga o. s. frv.“ Hún leit í kring um sig i herberginu og hjelt síð- an áfraiu: „Fyrst börnin eru komin burtu, skal jeg segja ykkur dálitla sögu, mjög lærdómsríka. Ef ykkur skyldi leiðast hún, þá segið þið til“. „Það var fyrir mörgum, mörgum árum“, sagði hún, „10 árum, held jeg, eptir að háskólinn var stofnaður. Hinir ungu liáskólakennarar í hinum ýmsu vísindagrein- um, eðlisfræði, jurtafræði, læknisfræði o. fl., sem jeg 161 Hræ þeirra voru dysjuð þar nálægt og hulin grjóti og hnausum. Svo fóru menn að tínast burtu. Um kvöldið voru þar engar menjar eptir af þessum voðalega degi nema höggstokkurinn blóðugur, og þrjú afmynduð höfuð á stöngunum. Krummí sat á einu þeirra og hjó út augu þess. Höggstokkurinn var kyrr þar fram á þeirra daga, er nú Iifa; farið í jörðina eptir hann sjest enn. Síðan var allt kyrt. Þau Kálfagerðishjón flosnuðu upp frá búskap fám árum síðar. En það er í minnum haft, að Ólöf gamla hafi orðið gömul mjög, og ekki bilað kjarkur og þrek við þetta voðalega atvik. Henni fannst til um að verða nafn- kunn sem móðir slíkra pilta. Og þegar einhverjir spurðu kerlinguna að heiti löngu síðar, var hún vön að svara á þessa leið: „Olöf heiti jeg, og var móðir þeirra drengjanna, sem teknir voru af um árið“.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.