Þjóðólfur


Þjóðólfur - 04.12.1896, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 04.12.1896, Qupperneq 6
226 Nú með „Yesta44 fékk eg úrval af útlendum cS— fatnaöl, sem hvergi fæst ódýr- ari í bænum. Bankastræti 12. Jón Brynjólfsson. Kartöílur, epli, laukur nýkomið í verzlun Stnrlu Jónssonar. Brúkuð íslenzk frímerki kanpir undirskrifaður afar-háu verði. Finnbogi G. Lárusson ntanbúðarmaðnr við verzl. „Edinborg” 1 Rvik. ELramvara ýmisieg nýkomin í verzlnn Stnrlu Jónssonar. LEIÐARYÍSIR TIL LÍFSÁBYRGLAR fæst ókeypie hjá ritetjórunum og hjá dr- med. J. Jónasson, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja Iíf sitt, allar nauðsyn- legar upplýsingar. Brúkuð íslenzk frímerki verða jafnan keypt. Yerðskrá send ðkeypis. Olaf Grilstad, Trondhjem. Fatatau og tilbúiun fatnaður nýkomiun í verzlnn Sturlu Jónssonar. í YEFNAÐARVÖEUBÚÐ H. TH. A. THOMSENS — fæst: — Enskt vaðmál, brunel. Klæði svart, ísaumsklæði af mörgum litum, karlm.fataefni, yfirfrakkaefni, tilbúniryfir- frakkar, drengjaföt, regnkápur (waterproof og guttaperka), prjónuð karlmannsvesti, prjónpeysur, ullarnærfatnaður, barnakjólar, Jerseylíf, BARNAHÚFUR, karlm.-, kvenn- m.- og barnasokkar, BRÚSSELTEPPATAU og Brusselteppi. Sjöl af mörgum tegund- nm, ÞRÍHYRNUR. Skinn-, silki- og ullar- hanzkar, barnahanzkar. KVENNSLIP8, hentug í jólagjafir handa konum og yngis- meyjum. Pltisch af öllum litum. Skinn- kragar, skinnhúfur, skinnhandskjól. LÍF- STYKKI, mjög vönduð, hentug í jólagjaf- ir. Kragar, flibbar, manchettur og húm- búg, og m. m. fl. Rulla, rjól og reyktóbak nýkomið í verzlnn ‘Stnrln Jónssonar. Tapazt hefur úr heimahögum næBtliðið vor gráskjðttur foli, tvævetur, ðaffextur, hálfgeltur, mark: standfjöður og hiti aptan hægra (grann- gjört). — Finnandinn gjöri undirskrifuðum aðvart. Stðrahofi (Gnúpverjahrepp) 23. nóv. 1896. Sigfús Sigurðsson. Jfc±ílttíir, oturskinnshúfnr og harnahiífnr fást í verzlnn Stnrln Jónssonar. Eg undirskrifuð hef þjáðst 14 ár sam- fleytt af maga- og taugaveiklun, samfara magnleysi, matarólyst og uppköstum. Eg tók því að reyna Kína-Lífs-Elixír frá hr. Valdemar Petersen í Frederikshavn, og er eg hafði brúkað 7 flöskur fann eg á mér mikinn bata, og er eg sannfærð um, að eg má ekki vera án þessa ágæta lyfs, en sakir fátæktar minnar get eg ekki full- nægt þörfum mínum að þessu leyti. Sam- kvæmt þeirri reynslu, sem eg hef fengið, vil eg ráða sérhverjum, er þjáist af fyr- greindum veikindum, að reyna þetta ár gæta heilsulyf. Húsagarði á Landi 26. febrúar 1896. Ingiríður Jönsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að ^ standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. 94 Fyrir þetta unnu allir henni hugástum, og sá var eng- inn á heimilinu, sem ekki vöknaði um augun, þegar hún var borin út í síðasta sinn. „Hver ætli flnni nú gullin mín, þegar eg týni þeim?“, hugsuðu nú börnin. „Það verður eitthvað dauflegra hérna, þegar hún er lögst á bakið", hugsaði vinnufólkið, og hjónin sögðu dapurlega: „Hver ætli taki nú að sér handarvikin hennar? Og hverjum ætli við getum nú trúað fyrir börnunúm?" Eg kom seint um dag, þangað sem föðursystir mín hafði átt heima. Sýslumaðurinn var þar staddur' á heimleið af kjörfundi, og hafði tekið sér þarna náttstað, af því hann vænti mín. Húsbóndinn kom með erfðaskrána. Systir mín hafði arfleitt mig að öllum eigum sínum. Hún hafði fóstrað mig í æsku, og eg hét eptir föður hennar. Eríðavottarnir voru viðstaddir og unnu eið að erfðaskránni, svo eg var nú orðinn löglegur eigandi að öllu, sem systir mín lét eptir sig, og varð nú að taka við því og ráðstafa á einhvern hátt, því sem eg gat ei sjálfur notað. Þegar háttatími var kominn, fylgdi húsbóndinn mér inn í lítið en laglegt hús í öðrum baðstofuenda. Það hafði verið svefnherbergi föðursystur minnar, og þar átti eg nú að sofa, Allt var í sömu röð og reglu, sem hún hafði skilið við það. Það var auðséð, að þeir sem heimilinu réðu, höfðu borið virðingu fyrir hinni 95 látnu, og farið með það, sem hún lét eptir sig eins og nokkurskonar helgidóm. Saumamaskínan stóð á borð- inu, skærin hennar,] náttlampinn, gleraugun, og allir þessir smámunir, sem einstaklingurinn eins og festir tryggð við, var allt á sínum stað. Dálítill bókaskápur hékk á þilinu. Það var auðséð, að sú er í hann hatði safnað, hafði lifað tilfinningalífi, Það voru í skápnum tómar kvæðabækur og guðsorðabækur. Eg greip eina bókina og leit á. Það voru kvæði Jóns Thoroddsens. Eg sló snöggt upp bókinni og það sem fyrst mætti aug- um mínum voru þessi bitru orð skáldsins: „Sé eg að eiðar eru orð, sætum í svefni dreymd, sofanda vöktum gleymd" — „Skyldi hún hafa reynt hin beisku sannindi, sem í þessum orðum liggja" , hugsaði eg. Eg blaðaði nokkra stund í bókinni og renndi augunum yfir ýms hin hlýjustu og dýpstu ástarkvæði hins ramíslenzka þjóðskálds. Alstaðar bar bókin vott um það, að þau kvæði höfðu opt verið lesin, og á stöku stað voru blett- ir á blöðunum, eins og tár hefðu fallið á þau. Mér varð einhvernveginn órótt af að hugsa um þetta, svo eg gatekki sofnað. í herberginu stóð dálítið skrifpúlt, og lykillinn í skránni. Eg lauk því upp og fór að blaða í bréfum systur minnar. Það varð fyrir mér dálítið bindi af bréfum og utan á það var skrifað: „Bréfin hennar systur minnar". — Eg fór þegar að lesa bréfin,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.