Lanztíðindi - 20.03.1850, Qupperneq 4

Lanztíðindi - 20.03.1850, Qupperneq 4
52 59. gr. Sjerhver nýr þíngmaftnr á, undir eins og það er viðurkent, að hann sje að lögum kosinn, að vinna þann eið, að hann skuli halda grundvallarlögin. 60. gr. Ríkisfundarmenn eiga eingaungu að fara eptir sannfæríngu sinni en eru ekki bundnir við reglur af kjósendum sínuin. Em- bættismenn þeir, sem til ríkisfundar eru kosn- ir, þurfa ekki að fá leyfi Stjórnarinnar til að taka á móti kosníngunni. 61. Meðan rikisfundurinn stendur, má ei taka neirn ríkisfundarmann fastann fyrir skuldir án samþykkis deildar þeirrar, sem hann er í; nje heldur setja neirn í varðhald eða höfða mál gegn honum nema hann sje staðinn að verkinu. Einginn rikisfundarmaður verður í óleyfi þíngsins krafinn til reikníngskapar ut- an þíngs fyrir það er hann hefur talað á rík- isfundinum. 62. gr. Ef sá, sem löglega er valinn, kemst í einhverjar þær kríngumstæður, er svipta kjörgeingi, missirhann rjettindi þau, erkosn- íngunni fylgja. 5ó skal einginn missa setu á landþíngirm fyrir það þó hann flytji í ann- að kjördæmi einhverhtíma á því tímabili, sem hann er valinn fyrir; en það skal með lögum nákvæmlega til taka, hvenær kjósa þurfi um aptur þegar einhver ríkisfundarmaður fær em- bætti með embættislaunum. 63. gr. Ráðgjöfunum er heimilt sökum em- bættisstöðu sinnar að vera á rikisfundinum og eiga þeir rjett á að biðja sjer hljóðs svo opt sem þeir vilja og verða að öðru leiti að gæta þíngskapa. Ekki neyta þeir atkvæðisrjettar nema þeir sjeu jafnframt rikisfundarmenn. 64. gr. Hver deild velur sjer forseta og einn eða fleiri varaforseta. 65. gr. Hvorug deildin má nokkuð úrskurða nema fleiri sjeu á fundi og greiði atkvæði en helmíngur þíngmanna. 66. gr. Heimilt er hverjum ríkisfundarmanni að bera upp í þeirri deihl þar sem hann á þingsetu með samþykki hennar sjerhvert al- mennt málefni og biðja ráðgjafana að gjöra grein fyrir því. 67. gr. Hvorug deildin má taka við bænar- skrámaföðrumen einhverjum þíngmannasinna. 68. gr. J>yki deildinni ekki ástæða til að leggja úrskurð á eitthvert málefni, getur hún skotið því til ráðgjafanna. 69. Fundir deildanna skulu haldast i heyr- anda hljóði; þó má forseti, eða svo margir þíngmenn, sem tiltekið er i þínglögunum, beið- ast þess, að öllum utanþíngsmönnum sje vís- að burt, og sk-er þá deildin úr, hvort mál- efnið skuli ræða á opinberum eða leynilegum fundi. (frámhaldið síðar). --------------- Um tj árpestina. (Framhald). Að veiki þessi sje ólæknandi þegarhún er komin í skepnuna voga jeg ekki að segja, en eptir eigin reynslu er jeg heldur á því, og skal með einu dæmi færa sönnur á það; fyrir 16 árum fann jeg einn morgun á gelda 3vetra, er mjer þókti vænt um, nýfarna að sýkjast, og fór í skindi heim með hana, og inná fjóspall, (hjer í Mýrdal er víðast setið i fjósinu) hitaði vatn með blóðbergi, rjúpnalauf- um, eini og beitilíngi, helti því svo smásam- an ofan i hana setti henni stólpípu aptur og aptur þángað til loksins verkaði; þessu hjelt jeg áfram í 3 daga, því nú var komið lángt fram yfir þann tíma, er kindur eru vanar að lifa, henni fór að svía, svo gaf jeg lienni mörk af nýrri mjólk, og fimta dægurs morguninn fór hún að taka í hey, og jórtra, en mikið dauf og bragðlaus, er mjer þókti náttúrlegt eptir svo lánga kröm, hláka kom og nú slepti jeg henni til fjárins, hún fylgdi því og beit, svo nú þóktistjeg hafa hitt á rjettann lækn- íngar máta, en eptir 5 daga fann jeg hana einn inorgun nýdauða þarsem hún hafði lagst uin kvöldið, öldúngis óþembda og eingin likt var af henni, jeg risti strax á kviðinn, voru inniflin hrein og óblóðhlaupin, en á vinstrinni, þar sem vanur er að vera rauði bletturinn, var gat,svo að jeg komþar inn fmgrinum, barmarnir svartir og morknir, en eins og hvítar agnir í börmunuin aðjeg gat að eins grilt þær, mjer kom til hugar að hafa vinstrina til sýnis, enn átti eingin faung, er gátu haldið henni óskemd- ri; síðan hefi jegekkigjört annað enn skjera þegar sýkst hefur og jeg fundið lifandi; öðru dæmi vil jeg líka bæta hjer við, að jeg Jield, að það, sem skituna fær og lifnar, fái veik- indin fyrst í garnirnar fyrir neðan vinstr- ina, jeg kom eitt kvöld með veturgamlan sauð er jeg ætlaði að skera, hann hafði feingið skitu uin nóttina og ætlað aðsíkjast; jeg skar hann

x

Lanztíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.