Ný tíðindi - 24.12.1851, Blaðsíða 2

Ný tíðindi - 24.12.1851, Blaðsíða 2
fátækdómi? Ekki er hann af }>ví, að íslend- ingar vilji ekki cir/a sem mest, eha aí ]>ví, að [>eir nenni ekki ab bera sig eptir allri j>eirri bjðrg, sem jieir bera skyn á. — Og þó bregðum vjer einatt hver öðrum um deyfð og dugleysi. Hvernig stendur á j>ví? Vjer getum }>ó ekki annað, en kannast við j>að, að Islendingar sjeu almennt iðjumenn, sem einatt vinna baki brotnu, til þess að liafa nægilegt lífsuppheldi. En það er ekki nóg að vera iðinn og starfsamur, eða vinna svona einatt út í bláinn, eins og vant er. jiess konar vanaiðni getur aldrei staðizt til lengd- ar; hun má ekki eintrjánast á fram ár eptir ár, öld eptir öld; því þá gleymir hún að lok- unum starfa sínum, og gjörir verk sitt hugs- unarlaust, og með einhvers konar ólund. Hún veit þá á endanum varla, hvaðhún gjörir, eða hvers vegna að hún vinnur þetta eða hitt ein- mitt svonci, en ekki öðruvísi. Störf nianna og verknaður er, og verður með þessum hætti aldreigi blessunarríkur; því hann vantar þá allt líf; hann er þá unninn nærri j>vi meðvit- undarlaust. Iðnin eða starfsemin verður allt af að liafa vakandi auga á framrás tímans; hún má aldrei hafa augun af framförum lians, heldur þvert á móti leita þeirra og hagnýta þær. En hvernig ætli, að oss hafi tekizt að gæta þessarar reglu? jþví erver og miður, að vjer getum ekki borið sjálfum oss góðan vitnisburð í þessu efni. Vjer Idjótuin að kann- ast við það, aðvjer höfum misst augaáfram- förum tímans og orðið á eptir þeim þjóðum, sem vjer stóðum áður jafnfætis, eða fremur. Vjer lifum enn að mörgu leyti í sömu barn- æskunni, eins og fyrir 7 eða 8 hundruöum ára. jþetta er nú að vísu eðlileg afleiðing af því, hversu land vort er afskekkt og langt frá öllum öðrum löndum, og af samgöngu- leysi þvi, sem um langan ahlur hefur verið á millum vor og annara j>jóða. Og svo eru mikil brögð orðin að þessu framfaraleysi voru, að það er í sumuin greinum orbið að algjör- legri apturför; þannig kunnum vjer nú ékki neina kornyrkjuaðferð, eða neina plægingar- aúferð. Vjer þekkjum fáir, sem engir, þetta hið nytsama jarðyrkjutól, plóginn, svo að í stað þess sem hinar j>jóðirnar liafa einatt verið að fullkonma liann og laga, síðan um það leyti er hann var hjer við hafður, eða um landnámatíð, j>á höfum vjer farið það fram í gagnstæða átt, að vjer höfum nærri því gleymt nafninu ásamt verkfærinu. Af korn- yrkju landnámsmanna höfum vjer varla aún- að eptir en það, er sögurnar minnast liennar lauslega, og örnefnin geta hennar nærri því á degi hverjum. J>etta og annað því um likt, sem er beinlínis apturför, vottar um stakt hirðuleysi vort og ódugnað. En til hvers er að tala um það? Getum vjer, sem nú lifuni, ásakað oss um það, sem oröið er löngu fyrir vort minni? — Nei, það getum vjer ramiar ekki. En þar á móti eigum vjer og getum vjer látiö feðranna víti oss að varnaði verða. Vjer megum ekki láta vanann, eða réttara sagt óvanann, rába svo miklu við oss, aðvjer bökum oss sama deyfðar - og dugleysis - orð hjá niðjum vorum, eins og vjer hljótum að bera forfeðrum vorum, þeim sem týndu niður listum feðra sinna, eða hirtu ekki um að rjetta þær við aptur, líklega af því, að þeir nenntu ekki að liugsa um það, hversu nytsamar þær væru og ómissandi fyrir sig og sína. Ef vjer gjörum það, þá eflum vjer apturforina, og bú- um þjóð vorri gröf þá, sem hún mun aldrei síðan fá litið upp úr; því slík ófyrirgefanleg deyfð og afskiptaleysi um vorn eiginn hag og sóma þarf nú lijer eptir ekki langan tima til þess, að eyöileggja oss meö öllu. jþ'essi deyfð er það, sem vjer erum nú einatt aö bregða sjálfum oss um, og síðan „Ármanii á alþingi* liaía íjölda margar raddir hljóniað til vor, til þess að vekja oss af dvalanum, sýna oss, hvar vjerværum að komiiir, og með hverjum hætti vjer ættum að ráða bót á hag vorum. En þó að allar þessar raddir hafi haft sama tilgang, þá liafa þær þó verið mjög á sinn hátt hver, og bent á sinn veginn hver. Sum- irliafa veriö of bráðlátir og of stórhuga; þeir hafa ekki gætt að, livar fjárhagur vor var að kominn, og þess vegna lieimtab of mikið af oss. jþessum mönnuin hefur að nokkru leyti farið eins og þeim, sem fyrstur allra vaknar af fasta svefni, þegar liúsið stendur í Ijósum loga; honum verður þá svo mikið uin, að það kemur á hann eins konar fát; hann kallar og vekur, en veit ekki, hvernig hann á að fara að því, svo að það komi að þeimnotum, sein hann vill; liann truflast svo, að hinir, sein ekki sjá logann, láta sjer minna bregða, og

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.