Ný tíðindi - 24.12.1851, Blaðsíða 7

Ný tíðindi - 24.12.1851, Blaðsíða 7
7 Ritstjóri blaðs þessa getur ekki neitað sjer um, að prýða liina fyrstu örk þess, með því að skýra lesend- um sínum frá helztu atriðunum úr æfi þessa manns, sem í öllu dagfari sínu og hegðan, viðmóti og aðgjörð- um ávann sjer almennings lof og hylli hvers manns, sem þekkti Iiann. — Jónas var fæddur á Ilöfða í þing- eyjarsýslu 6. dag nóvembermán. 1808. Faðir lians var Jónas Jónsson, sem þá var prestur í Höfða, cn móðir hans hjet þórdís Jónsdóttir. Móðurbróðir Jón- asar, Sigurður Jónsson, prestur í Saurbæ í Eyjáfirði, tók hann á unga aldri heim til sín, og fóstraði hann upp hjá sjer, þangað til árið 1827; þá Ijet hann Jónas fara í skóla. Eptir 7 vetra skólavist var liann útskrifaður IVorðnrlj ósin. (Ilitgjörð tekin úr dönsku). í fyrndinni hjeldu menn, að flest allir þeir náttúru- viðburðir (Phænomener), sem ekki voru hversdagslegir, og í einhverju voru frábrugðnir því, sem menn voru vanir, væru tákn og stópnerki, sem guð hefði til þess að boða með reiði sína, eða einhverja ógæíu, er yfir menn ætti að koma. Sólar og tunglmyrkvar, aukasólir, halastjörnur og inargt annað því um líkt, áttu að vita á stríð, drepsóttir, hallæri og jafnvel tortýningu jarð- arhnattarins og alls þess, sem á honuni væri. En hve opt hafa þessir óhamingjuspádómar.nú brugðizt! Ogæfu- boðar þessir sjást aptur og aptur, og 6tanda þeir nú eins og vitni um skaminsýni mannanna og sjálfbyrgings- skap þeirra, er þeir þykjast vita og skilja margt, sem þeim er þó öldungis hulið. Norðurljósin eru einhvcr hinn fríðasti náttúruviðburður, sem aldrei sjest nema á nóttunni. það eru því engin undur, þó menn hafi mis- skilið þau, og haldið, að þau væru ógæfuboðar, því á næturnar er ímyndunarafl mannanna vant að vera mjög svo fúst á að fara í gönur, og gjöra allt óeðlilcgt eða yfirnáttúrlegt, sem fyrir ber. Yjer ætlum að færa dæmi til þess, hvaða misskilningi norðurljósin hala ollað í þeiin löndum, sem þau eru sjaldgæfari, cn hjá oss. það er sagt, að árið 1116 liafi herskarar sjezt á himninum, og hafi þeir koniið úr norðri og dreifzt aust- ur á bóginn. þessi sjón sást langt fram á nótt, og var hræðileg mjög. — 1453 sást eina nóttina ógna ljöldi hunda á himninum. Á eptir þeim mikill fjöldi vagna og lesta, og seinast kom herflokkur mikill, bæði ridd- arar og fótgöngulið, og voru þeir vopnaðir mjög. — 1718 og 1729 þóttust menn og sjá riddaralið mikið fara í gegnum loptið með logandi blysum, og þar sló í bar- daga með þeim. Slíkar og þvílíkar sjónir geta menn rakið svo langt fram, sem sögur ná, en helzt eru þær hjá þeim þjóð- unum, sem bjuggu sunnarlega í Norðurálfunni. Norðm - landabúar gátu varla misskilið norðurljósin eins fjarska- lcga; því þeir voru þcim svo vanir. það sjest og. af Skuggsjá, scm er rituð í Norvegi á 12. eða 13. öld, að þau eru þar skoðuð cins og hversdagslegur náttúru- viðburður. þar er sumsje kveðið lijer um bil syo að orði: „Sumir ætla að norðurljósin sjeu endurskin eða „glámpi elds þess, sem takmarkar höfin að norðan og þaðan með ágætum orðstír. Fór hann þá heim til Goðdala (sem sjera Sigurði liöfðu verið veittir árið 1823), og draldi enn tvö ár hjá fóstra sínum. Síðan fór hann til föður síns, og var hjá honuin eitt ár. En árið 1837 fór hann þaðan aptur, og varð skrifari hjá amt- manninum yfir norður - og austuramtinu, þjóðskáldinu Bjarna Thorarensen. þar var hann í 3 ár, unz faðir hans, sem þá var búinn að fá Reykholtið, tók hann fyrir aðstoðarprest, og var hann þá prestvígður 19. d. júlí- mán. 1840. Gegndi hann síðan nærri því öllum prests- verkum í Reykholts - og Stóraáss - sóknum, og sýndi í því Jiina mestu alúð og árvekni, og jafn framt einstaka skyldurækt við föður sinn. Dauðamein sjcra Jónasar „sunnan. Aðrir segja, að þau sjeu geislakast sólarinnar, „á meðan hún er undir sjóndeildarhringi, og enn eru „þeir, sem halda, að ísinn við norðurskaut licims myndi „þau, með því að gefa fri sjer sólarljós það á næturn- „ar, sem liann haíi tekið upp á dagiiin“. þegar vjer berura nú saniun skoðun vorra ómenntuðu forfeðra og hinna menntuðu suðurbúa, þá vcrður oss að brosa að fákænsku þeirra; því þó forfeður vorir haíi ekki rjetta ímyndun um norðurljósin, þá er hun þó ekki eins frá- leit og hinna. En hitt má oss þó furða öllu meira á, að um miðja 17. öld skuli inargir náttúrufræðingar vera þeir, er taka norðurljósin blátt á fram eins og undur. Meðal annara segir einn af Jcsúbræðrum, Caspar Schott, að því verði ekki neitað, að norðurljósin viti á óorðna liluti, bæði vegna þess, að sagnaritarinn Jó- sefus, og hinn heilagi páíi Gregoríus liafi sagt það, og einnig af því, að maður muni baka sjer reiði gúðs, með því að neita því. Hann heldur þess vegna, að norðurljós- in sjeu eldur, sem logi á einhverri gufutegund, sem guð láti einhvern illan cða góðan anda ráða yfir og kvcykja á, þegar hann vilji vara inennina við ein- hverju. Á scinni tímum er þcssi villa að mestu leyti liorf- in, og menn haf« einungis haldið, að norðurljósin kynnu að vita á illt veður eða sóttir, eða jafnvel vera orsök þeirra. En nú ætlum vjer að fara nokkrum orðum um það, hvernig norðljósin eru vön að birtast, og svo síðar, hvað mcnn nú lialdi að þau muni vera. það er optast nær cins og norðurljósin eigi rót sína í bjartleitum boga, sein stundum ber hærra en stunduin yfir sjóndcildarhring. Opt sýnist þessi bogi vera tvöfaldur, stundum þrefaldur. Vanur er hann að vera eins og hringbogi, cn stundum er hann þó nokk- uð ílangur. llinn frægi náttúrufræðingur Hausteen í Kristjaníu segir, að þcssi bogi sje stundum eins og af- langur sporbaugur. Boginn er optast nær hvítur, sjald- an rauður, blár eða grænn. I niilli bogans og sjón- deildarhringsins er vant að vera myrkur mikið, og hcfur það orðið til þess, að sumir hafa haldið, að norðurljós- in kæmu úr dimmum og svörtum skýflókum. En sje þetta myrkur nákvæmlega athugað, þá sjást hinar bjart- ari stjörnur í gegnum það, svo það sýnist dimmra, en það í rauninni er, annaðhvort vegna hins bjarta boga,

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.