Ný tíðindi - 11.05.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 11.05.1852, Blaðsíða 1
9 rVÝ TIÐINDI. ÍO. ogll. bl. 33, <1. maíinánaðar 1858. Lanclsyíirrjellartlómar. I. j»aö þótti fyrrum eitt liif) mesta ágœti Klaust- urpóstsins, aö liann ljet fólk jafnóöum íá vitneskju um [lafi, sem fram fór við yíirdóm landsins. Sunnaiipósturinn vildi halda á fram sama stryki, þó meö Óðrum hætti, en það varð lítið meir en tilferðin. Seiuna hafa blaðamenn okkar ekki haft neitt [ivi um líkt á boðstólum, og mun þó kaupendur blaðanna allt af hafa langað til að fá að vita liverju fram færi við dómstólana. Víst er um |iað, að margur hef- ur leitað þesshjá ritstjóra „Nýju Tíðindanna“, að hann gjörði blað sitt íróðlegra með skýrslu um málaferli manna á milli, og úrslit þeirra við dómstólana með ástæðunum fjrir því, á likan liátt og Klausturpósturinn hafði það forö- um. Vjer viljum því verða við þessari, að vjer ætlum, almennu ósk, og byrjum þá við seinasta nýjár, og verður þá fyrstur Landsyfirrjetlardómur i mdlinu JSr. 14,1851 Kammerráö Kristjánsson skipaður vegna konungssjóðar SeSn Birni bónda Pálssyni á Bakka í Suðurþing- eyjarsýslu. Dómurinn er genginn 8. marzm. 1852. 5ær jarðir, sem legið höfðu undir Hóla- biskugstól, voru á árunum 1802 til 1805, að ráðstöfun stjórnarinnar, seldar við opinbert uppboð. Jær höíðu, meðan jiær voru eign llólastóls, ekki verið tiundaöar, af því tíund- arstatúta Gissurar biskups, frá árinu 1096 liafði svo fyrir mælt, að lje það, sem til guðs þakka væri lagið, þyrfti ekki til tíundar að telja, hvort sem það svo væri lönd, eða lausir aurar, og þótti þetta ekki sist ná til jarða dómkirkjunnar. jjegar selt var, var ekkert minnst á tíundarskyldu af þeim seldu jörð- uni, og söluskilmálarnir nefndu hana ekki berlega á nafn. Kaupendur jarðanna skoruðu sig af þessu undan tíundargjaldi af jörðunum, og þóttust fyrir því hafa þeim mun betri á- stæðu, sem Skálholts-biskupsstólsjarðir voru skömmu áður seldar með tiundarfrelsi. Ollum ætlum vjer liafi komið saman um, að tíundar- frelsið sjer í lagi næði til þess hluta tíundar- gjaldsins, sem nú er kallaður konungstíund, af því hún fellur í konungssjóð, en sem áður var biskupunum ætluð; en um liina 3 hluti tíundargjaldsins, prests-kirkju-og fátækra - tíund mun farið liafa eptir, sein bezt gat geng- ið á hverjum stað, og kemur það ekki þessari sögu við. Sýslumenn kröfðu engan konungs- tiundar af stólsjörðunum, og liaf’a jarðir þess- ar þannig notið tiundarfrelsis, að svo miklu leyti, yfir 40 ár. Að vísu liafa þeir, er gagn- skoðað hafa landsins reikninga, aptur og apt- ur fundið að þessu, og látið þá meiningu í Ijósi, að Hólastólsjörðunum bæri ekki rjetti- lega neitt tíundarfrelsi, eptir að þær urðu ein- stakra manna eign, fremur en hverri annari fasteign landsins. Loksins fór Rentukammyið að rekast í þessu 1848, og leitaði álita þess maniis er verja átti rjett hins opinbera við dómstólana (Kammeradvocat), og var hann á því, að bezt væri að leggja spursmálið um konungstiundarskyldu Hólastólsjarða til dóms og laga. Innanrikisstjómarherrann Bang, í fyrra sinni þegar hann sat að völdum, skipaði því svo fyrir, að einhver einn af Hólastóls- jarðaeigeiulum skyldi lögsækjast um konungs- tíundargjaldið af’ einhverri þeirri fasteign hans, er fyrr hefði legiö undir Hólastól. Skyldi mál um tíundarskylduria rekast fyrir öllum dóm- um, og það kostnaðarlaust fyrir þann, er fyrir málinu yrði. Yrði svo, að konungssjóðurinn ynni málið við hæstarjett, og einhver af Hóla- stólsjarðaeigendum seinna vildi neita um kori- ungstíund af jörðu sinni, skyldi liann ekki fá

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.