Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 1
NY TIÐINDI 14. og 15. bl. 28, d. júnímánaðar 1853. III. Landsyfirrjettardómur í sökinni l Nr. 3, 1852: Organisti P. Gud- johnsen skipaður sóknari g egn Gisla Jóns- syni úr Arnessýslu. Unglingsmaður Gísli Jónsson, vinnumaður í Skálmholtshrauni varð uppvís að því að hafa nóttina milli 15. og 16. Októbr. stolið tvenn- um hárreipum frá prestinum á Ólafsvöllum á Skeiðum. Hafði Gísli þá farið þar um bæinn á ferð frá Útverkum, en reipin hjengu úti í bæjarsundi til viðrunar. Gísli flutti fyrst reipin heim til sín, en kom þeim nokkrum dögum síðar i geymslu á öðrum bæ. jiegar það fór að kvisast, að presti væri reipin horfin, þótti þeim, er þau geymdi, tortrj'ggilegt um þau, og afhenti þau öðrum bónda i sveitinni, sem eign Gísla. En prestur hafði einmitt beðið þenna mann fyrir, að grennslast eptir hvar reipin mundu vera niður komin. Prestur varð þessa nú vísari, kannaðist strax við eign sína og bar Gísla reipatökunni, en hann þverneitaði, og kvaðst hafa fengið þau hjá vinnumanni prests, en bauð þó presti einslega allt að 10 rbdd. í peningum, ef hann hætti að misgruna sig. Svo komst allt fyrir sýslumann. Við rannsókn sakarinnar játaði Gísli misverknað sinn, en íleiri vitnisburðir litu þó að því, að Gísli mundi ei vera með öllum mjalla. Að- ferð Gísla fyrir rjettinum þótti undirdómar- anum einnig kynleg, og var Gísli því skoð- aður af lækni, dr. Hjaltalin, sem gaf það á- lit að Gisli hefði í tvö undanfarin ár dregist með megna sinnisveiki, sem mætti gjöra það að verkum, að aðtektir hans væru ei straífað- ar. 3>ann 24. Desembr. árið sem leið lagði því undirdómarinn, kammerráð Gudmundseh, þann dóm á sökina : „lliiin ákærði Gísli Jónsson á Skálmholts- „hrauni á sýkn að vera af rjettvísinnar frek- „ari ákærum í sök þessari, en hann borgi „allan af henni löglega leiðandi kostnað, „þar á meðal laun til hans svaramanns silf- „ursmiðs Jóns Jónssonar á Kílhrauni með „2 rbdd. r. s". Amtmaðurinn yfir suðuramtinu skaut dómi þessum til landsyfirrjettarins, sem þann 24. maji þ. á. lagði þann dóm á: Hinn ákærði á að vera sykn frá ákærum sóknarans 2 í sök þessari. I sakarkostnað- arins tilliti á undirrjettarins dómur órask- aður að standa, þó svo að þau svaramanni í hjeraði tildæmdu sakarfærslulaun burt falli. Sóknara við landsyfirirrjettinn: Organista P. Gudjohnsen, bera 4rbdd., er lúkist sem annar sakarinnar kostnaður. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. Landsyfirrjettinum virtist að ekki gæti skipt nema í tvöhorn; annaðhvort yrði ákærði að vera straífbær fyrir illverknað, eða yrði að dæmast alsýkn, sem ekki sjálfráður verka sinna vegna rænuskorts. Að svaramönnum hins á- kærða engin laun dæmdust kom af því, að hvorugur þeirra hafði beðist launa. >) Greinarnmnur má gjörast á sök og máti. „Sök" má það heita þegar einn ákærist í nafui rjettvísinnar fyrir misbrot gegn hegningar eða sakalöguniiiii, eða i nafni hins opinbera fyrir brot gegn góðri lögreglu. „Mál" er það þegar tveir eða fleiri eigast við um eignir eða rjettindi, og skiptir {iá ei máli þó hið opinbera sje annarsveg- ar; t. a. m. i málinu sem getið er í 10. og II. bl. þessara tíðinda. í fyrra tilfelllnu heitir sá sóknari, ersœk- ir, en sá svaramaður er ver hinn ákærða; en sje það „mál", sem um er að gjöra, heitir sá stefnandi eða sækjandi er sækir málið, en sá s t e f n di eða v e rj » n d i, er ver það. a) jiess skal hjer getið fyrir þá, sem ekki eru lagamenn, að eptir því sem dómamálinu nri er farið, er stdr munur á að dæmast sýkn frá rjettvfsinnar og frá sóknarans ákærum. Hið fyrra orðatiltæki er viðhaft, þegar yfirdómarinn finuur að ákæruefnið ekki rjettileg* beri undir sakaliigin, en hið síðara þegar verknað bins á- kserða að vísu ber undirþau, en hann annaðhvort ekki saonast á hann, eða ekki játast af honutn.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.